Alls verða átta leikir sýndir beint í Þjóðadeild UEFA í fótbolta hér á Vísi í kvöld þegar önnur útgáfa keppninnar hefst.
Stórleikur kvöldsins er viðureign Þýskalands og Spánar í A-deild en sá leikur er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Aðrir leikir kvöldsins verða sýndir hér á Vísi og hefjast leikirnir kl. 18.45.
Í riðli Þýskalands og Spánar eigast einnig við Úkraína og Sviss, liðið sem vann báða sína leiki við Ísland þegar liðin léku saman í riðli í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar. Sjö leikir til viðbótar eru í beinni útsendingu hér á Vísi.
Hægt er að horfa á útsendingar frá leikjunum með því að smella á viðeigandi hlekk hér að neðan. Útsendingarnar birtast neðst í textalýsingu hvers leiks, svo að lesendur gætu þurft að skruna niður í gegnum textalýsingu til að finna beina útsendingu.
Leikir í beinni á Vísi:
A-deild
Úkraína – SvissB-deild
Rússland – SerbíaTyrkland – Ungverjaland
Búlgaría – Írland
Finnland – Wales
C-deild
Moldóva – KósóvóSlóvenía – Grikkland
D-deild
Færeyjar - MaltaLeikirnir hefjast eins og fyrr segir allir kl. 18.45.