Verðmunur á makríl Svanur Guðmundsson skrifar 3. september 2020 15:00 Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi. Fyrir skömmu landaði Börkur NK hjá Global Florö AS í Noregi sem er staðsett í Álasundi og fékk gott verð fyrir aflann. Ég varð mér út um afkomutölur Global Florö AS síðastliðin fimm ár (2015-2019). Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, meðal annars að fyrirtækið er rekið með tapi í þrjú ár af þessum fimm. Ef afkoman er dregin saman þessi fimm ár þá tapar fyrirtækið samtals einni og hálfri milljón norskra króna á þessum árum eða 24 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið borgar nær enga skatta þessi ár sem um ræðir, þvert á móti fær það endurgreiðslu frá skattinum. Sú endurgreiðsla berst í þrjú ár af þessum fimm sem eru hér til skoðunar. Launagreiðslur fyrirtækisins til landverkafólksins þar eru frá 6 til 8% af veltu sem er bara brot af þeim launum sem íslensku sjómennirnir fá fyrir sína vinnu. Úr reikningi Global Florö AS. Tekjur, hráefniskostnaður og launagreiðslur í 1000 NOK fyrir árin 2015-2019. Það er vitað að fyrirkomulag vinnslu og veiða í Noregi er allt annað en það sem viðgengst hér á landi. Samkeppni um hráefnið er mikil og það kemur fram í háu hráefnisverði. Þessi samkeppni virðist leiða til þess að menn frestast til að greiða óeðlilega hátt verð fyrir hráefni bara til að ná því inn til vinnslu til sín. Þetta háa verð skapar óvissu um framtíðarrekstur þessara fyrirtækja svo og starfsöryggi fólksins. Reikningar félagsins sýna að eigendur eru ekki að fá mikið fyrir sína fjárfestingu. Því er ólíklegt að þeir séu færir um að leggja í miklar fjárfestingar miðað við þessi rekstrarskilyrði og ekki geta þeir greitt sér út arð með þessa afkomu. Í frétt Fiskeribladet þann 10. ágúst síðastliðinn var rætt við nokkra hagsmunaaðila innan greinarinnar um stöðuna á makrílvinnslunni í Noregi. Þar vöruðu menn við of mikilli bjartsýni við kaup á hráefni. Það hefði komið niður á mörgum vinnslum síðasta haust og töldu þeir að verð á afurðum myndi líklega halda áfram að lækka í vetur. Makríllinn væri auk þess smærri og hlutfall >600 gr. er að minnka. Því væri það verð sem menn eru að greiða fyrir hráefnið of hátt fyrir vinnsluna. Fréttin staðfestir það sem rekstrartölur Global Florö AS sýna. Ef rýnt er í skýrslu sem kom út árið 2010 hjá Norrænu ráðherranefndinni, “Félags- og efnahagsleg ávöxtun uppsjávarveiða í Norðaustur-Atlantshafi (Samfundsøkonomisk afkast af pelagiske fiskerier i nordøstatlanten)” sést að þar er gerður samanburður á veiðum uppsjávarskipa. Þar kemur fram að mikill munur er á rekstrarumhverfi þeirra sem gera út á uppsjávarfisk í Norður-Atlantshafi. Meðalverð milli landa er mjög ólíkt og skýrist það að miklu leyti af breytilegri ráðstöfun afla, svo og hvenær hver tegund er veidd. Mikil munur er á daganýtingu skipa og eru til dæmis skip frá Noregi með þriðjungi færri sjódaga og mun minna aflamagn að jafnaði en íslensku bátarnir. Fleira er tínt til í skýrslunni sem of langt mál er að telja hér upp en sýnir glögglega hve erfitt er að bera saman verð á milli landa. Það að segja að eitthvað eitt verð eigi að gilda fyrir einhverja tegund uppsjávarfisks er ómögulegt. Það er jafn óútreiknanlegt og veðrið en vissulega þurfa sjómenn að kunna að lesa í bæði veður og verð. Spurningin er alltaf sú sama hér og í Noregi. Hvað eiga sjómenn að fá í sinn hlut og hvað á starfsfólk við framleiðsluna í landi, nærsamfélagið í þeim byggðalögum þar sem vinnslan fer fram, ríkið og eigendur að fá? En það er ljóst að rekstur sem er að greiða 90% kostnaðar fyrir hráefni nær ekki að lifa lengi og fer örugglega á hausinn þegar tækin eru úr sér gengin. Þannig er ekki hægt að reka vinnslufyrirtæki. Það er óábyrgur rekstur ef fyrirtæki hafa ekki afkomu sem gefur þeim svigrúm til þess að endurfjárfesta í framleiðslutækjum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð með fólkinu og því nærumhverfi sem þau starfa í. Því verða þau að horfa til lengri tíma við sínar ákvarðanir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi. Fyrir skömmu landaði Börkur NK hjá Global Florö AS í Noregi sem er staðsett í Álasundi og fékk gott verð fyrir aflann. Ég varð mér út um afkomutölur Global Florö AS síðastliðin fimm ár (2015-2019). Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, meðal annars að fyrirtækið er rekið með tapi í þrjú ár af þessum fimm. Ef afkoman er dregin saman þessi fimm ár þá tapar fyrirtækið samtals einni og hálfri milljón norskra króna á þessum árum eða 24 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið borgar nær enga skatta þessi ár sem um ræðir, þvert á móti fær það endurgreiðslu frá skattinum. Sú endurgreiðsla berst í þrjú ár af þessum fimm sem eru hér til skoðunar. Launagreiðslur fyrirtækisins til landverkafólksins þar eru frá 6 til 8% af veltu sem er bara brot af þeim launum sem íslensku sjómennirnir fá fyrir sína vinnu. Úr reikningi Global Florö AS. Tekjur, hráefniskostnaður og launagreiðslur í 1000 NOK fyrir árin 2015-2019. Það er vitað að fyrirkomulag vinnslu og veiða í Noregi er allt annað en það sem viðgengst hér á landi. Samkeppni um hráefnið er mikil og það kemur fram í háu hráefnisverði. Þessi samkeppni virðist leiða til þess að menn frestast til að greiða óeðlilega hátt verð fyrir hráefni bara til að ná því inn til vinnslu til sín. Þetta háa verð skapar óvissu um framtíðarrekstur þessara fyrirtækja svo og starfsöryggi fólksins. Reikningar félagsins sýna að eigendur eru ekki að fá mikið fyrir sína fjárfestingu. Því er ólíklegt að þeir séu færir um að leggja í miklar fjárfestingar miðað við þessi rekstrarskilyrði og ekki geta þeir greitt sér út arð með þessa afkomu. Í frétt Fiskeribladet þann 10. ágúst síðastliðinn var rætt við nokkra hagsmunaaðila innan greinarinnar um stöðuna á makrílvinnslunni í Noregi. Þar vöruðu menn við of mikilli bjartsýni við kaup á hráefni. Það hefði komið niður á mörgum vinnslum síðasta haust og töldu þeir að verð á afurðum myndi líklega halda áfram að lækka í vetur. Makríllinn væri auk þess smærri og hlutfall >600 gr. er að minnka. Því væri það verð sem menn eru að greiða fyrir hráefnið of hátt fyrir vinnsluna. Fréttin staðfestir það sem rekstrartölur Global Florö AS sýna. Ef rýnt er í skýrslu sem kom út árið 2010 hjá Norrænu ráðherranefndinni, “Félags- og efnahagsleg ávöxtun uppsjávarveiða í Norðaustur-Atlantshafi (Samfundsøkonomisk afkast af pelagiske fiskerier i nordøstatlanten)” sést að þar er gerður samanburður á veiðum uppsjávarskipa. Þar kemur fram að mikill munur er á rekstrarumhverfi þeirra sem gera út á uppsjávarfisk í Norður-Atlantshafi. Meðalverð milli landa er mjög ólíkt og skýrist það að miklu leyti af breytilegri ráðstöfun afla, svo og hvenær hver tegund er veidd. Mikil munur er á daganýtingu skipa og eru til dæmis skip frá Noregi með þriðjungi færri sjódaga og mun minna aflamagn að jafnaði en íslensku bátarnir. Fleira er tínt til í skýrslunni sem of langt mál er að telja hér upp en sýnir glögglega hve erfitt er að bera saman verð á milli landa. Það að segja að eitthvað eitt verð eigi að gilda fyrir einhverja tegund uppsjávarfisks er ómögulegt. Það er jafn óútreiknanlegt og veðrið en vissulega þurfa sjómenn að kunna að lesa í bæði veður og verð. Spurningin er alltaf sú sama hér og í Noregi. Hvað eiga sjómenn að fá í sinn hlut og hvað á starfsfólk við framleiðsluna í landi, nærsamfélagið í þeim byggðalögum þar sem vinnslan fer fram, ríkið og eigendur að fá? En það er ljóst að rekstur sem er að greiða 90% kostnaðar fyrir hráefni nær ekki að lifa lengi og fer örugglega á hausinn þegar tækin eru úr sér gengin. Þannig er ekki hægt að reka vinnslufyrirtæki. Það er óábyrgur rekstur ef fyrirtæki hafa ekki afkomu sem gefur þeim svigrúm til þess að endurfjárfesta í framleiðslutækjum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð með fólkinu og því nærumhverfi sem þau starfa í. Því verða þau að horfa til lengri tíma við sínar ákvarðanir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun