Sara: Það er mikil pressa að komast í topp fimm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir hefur átt frábært CrossFit tímabil og það er búist við miklu af henni á heimsleikunum seinna í þessum mánuði. Mynd/Instagram Sara Sigmundsdóttir er að fara að keppa á heimsleikunum eftir miðjan mánuðinn og þar verður markmiðið að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum. Heimsleikarnir í CrossFit í ár verða í raun tvískiptir og aðeins þær fimm bestu fá á endanum tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn sem Sara hefur dreymt svo lengi um að vinna. Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up spurði Söru um það hvernig henni litist á nýja keppnisfyrirkomulagið á heimsleikunum og um fimm manna ofurúrslitin. „Það er mikil pressa að komast í hóp þeirra fimm bestu og þetta er rosalega harður niðurskurður. Þrjátíu bestu konurnar í heiminum eru að fara að keppa þarna og það verður mjög krefjandi fyrir okkur allar að komast inn á topp fimm,“ sagði Sara. „Þetta verður því mikið stríð. Ég er svolítið hrædd um hvernig þetta muni allt fara fram og hvernig stigin verða. Á Rogue mótinu þá sáum við allt eftir hverja grein eins og í venjulegri keppni. Þú vissir því alltaf hvar þú stóðst,“ sagði Sara. View this post on Instagram It's nice to be important, but it is more important to be nice @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jun 5, 2020 at 4:11pm PDT „Ég velti því fyrir mér hvort að við fáum ekkert að vita í þrjá daga og vitum þá ekkert hvað við stöndum. Fáum við að vita þetta á sunnudeginum eða hvernig verður þetta? Það er svolítið stressandi hluti í sambandi við þetta,“ sagði Sara. „Það mun samt ekki breyta minni frammistöðu hvort ég viti stigin hjá þessari eða þessari stelpu. Það verður bónus að fá að vita eitthvað en ég mun samt gera mitt besta,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth benti á það að Sara hefur alltaf staðið sig mjög vel í netkeppnum eins og sést á frábærum árangri hennar í „The Open“ hluta heimsleikanna sem hún vann annað árið í röð á þessu tímabili og hefur unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. „Mitt markmið núna er að komast í þennan fimm kvenna úrvalshóp og það yrði stórkostleg lífsreynsla að komast þangað. Það að það verða bara fimm stelpur að keppa í fjóra daga mun reyna svo mikið á hausinn,“ sagði Sara og benti með báðum höndum á höfuðið sitt. „Ég man eftir 2016 heimsleikunum þegar við settumst upp í flugvél og vissum ekkert um hvað biði okkar. Það verður því alltaf mjög skemmtileg upplifun af því að fá að prófa eitthvað nýtt og eitthvað sem þú hefur aldrei prufað áður,“ sagði Sara. „Ég elska auðvitað að keppa fyrir framan áhorfendur en ég er vön að æfa ein og þar ertu bara að einblína á það sem þú ert að gera,“ sagði Sara. Heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Söru. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er að fara að keppa á heimsleikunum eftir miðjan mánuðinn og þar verður markmiðið að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum. Heimsleikarnir í CrossFit í ár verða í raun tvískiptir og aðeins þær fimm bestu fá á endanum tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn sem Sara hefur dreymt svo lengi um að vinna. Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up spurði Söru um það hvernig henni litist á nýja keppnisfyrirkomulagið á heimsleikunum og um fimm manna ofurúrslitin. „Það er mikil pressa að komast í hóp þeirra fimm bestu og þetta er rosalega harður niðurskurður. Þrjátíu bestu konurnar í heiminum eru að fara að keppa þarna og það verður mjög krefjandi fyrir okkur allar að komast inn á topp fimm,“ sagði Sara. „Þetta verður því mikið stríð. Ég er svolítið hrædd um hvernig þetta muni allt fara fram og hvernig stigin verða. Á Rogue mótinu þá sáum við allt eftir hverja grein eins og í venjulegri keppni. Þú vissir því alltaf hvar þú stóðst,“ sagði Sara. View this post on Instagram It's nice to be important, but it is more important to be nice @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jun 5, 2020 at 4:11pm PDT „Ég velti því fyrir mér hvort að við fáum ekkert að vita í þrjá daga og vitum þá ekkert hvað við stöndum. Fáum við að vita þetta á sunnudeginum eða hvernig verður þetta? Það er svolítið stressandi hluti í sambandi við þetta,“ sagði Sara. „Það mun samt ekki breyta minni frammistöðu hvort ég viti stigin hjá þessari eða þessari stelpu. Það verður bónus að fá að vita eitthvað en ég mun samt gera mitt besta,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth benti á það að Sara hefur alltaf staðið sig mjög vel í netkeppnum eins og sést á frábærum árangri hennar í „The Open“ hluta heimsleikanna sem hún vann annað árið í röð á þessu tímabili og hefur unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. „Mitt markmið núna er að komast í þennan fimm kvenna úrvalshóp og það yrði stórkostleg lífsreynsla að komast þangað. Það að það verða bara fimm stelpur að keppa í fjóra daga mun reyna svo mikið á hausinn,“ sagði Sara og benti með báðum höndum á höfuðið sitt. „Ég man eftir 2016 heimsleikunum þegar við settumst upp í flugvél og vissum ekkert um hvað biði okkar. Það verður því alltaf mjög skemmtileg upplifun af því að fá að prófa eitthvað nýtt og eitthvað sem þú hefur aldrei prufað áður,“ sagði Sara. „Ég elska auðvitað að keppa fyrir framan áhorfendur en ég er vön að æfa ein og þar ertu bara að einblína á það sem þú ert að gera,“ sagði Sara. Heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Söru. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum