Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 23:55 Formlegt tilefni heimsóknar Trump til Norður-Karólínu var minningarathöfn um að 75 ár væru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og lögðu aðstoðarmenn hans áherslu á að hún væri ekki liður í kosningabaráttu. Í formlegri ræðu notaði Trump þó tækifærið og gaf í skyn að keppinautur sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, væri elliær. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. Ummælin lét Trump falla þegar hann heimsótti Norður-Karólínu í dag en það er eitt af þeim ríkjum sem gæti ráðið úrslitum í forsetakosningunum í haust. Forsetinn hefur undanfarna mánuði keppst við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna og þá sérstaklega póstatkvæða sem mörg ríki bjóða upp á í ríkari mæli til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. „Látið þau senda þau [atkvæðin] inn og látið þau svo fara og kjósa og ef kerfið er eins gott og þau segja að það sé þá fá þau augljóslega ekki að kjósa. Ef það er ekki talið geta þau kosið. Þannig ætti það að vera og það ættu þau að gera,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann bæri traust til póstatkvæða sem notuð eru í Norður-Karólínu. Færu stuðningsmenn Trump að uppástungu forsetans gerðust þeir sekir um lögbrot því ólöglegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, að sögn fréttastofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Trump hefur lagt fram litlar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik. Hann hefur engu að síður ítrekað haldið því fram að kosningarnar verði ómarktækar verði kjósendum gert kleift að greiða atkvæði með pósti í auknum mæli. Í sumum ríkjum eru kosningar þó eingöngu haldnar með póstatkvæðum. Repúblikanar og framboð Trump hafa höfðað nokkur dómsmál til þess að koma í veg fyrir að ríkisyfirvöld rýmki rétt kjósenda til póstatkvæða í faraldrinum. Trump kaus þó sjálfur með póstatkvæði í forvali repúblikana á Flórída fyrr á þessu ári. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. Ummælin lét Trump falla þegar hann heimsótti Norður-Karólínu í dag en það er eitt af þeim ríkjum sem gæti ráðið úrslitum í forsetakosningunum í haust. Forsetinn hefur undanfarna mánuði keppst við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna og þá sérstaklega póstatkvæða sem mörg ríki bjóða upp á í ríkari mæli til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. „Látið þau senda þau [atkvæðin] inn og látið þau svo fara og kjósa og ef kerfið er eins gott og þau segja að það sé þá fá þau augljóslega ekki að kjósa. Ef það er ekki talið geta þau kosið. Þannig ætti það að vera og það ættu þau að gera,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann bæri traust til póstatkvæða sem notuð eru í Norður-Karólínu. Færu stuðningsmenn Trump að uppástungu forsetans gerðust þeir sekir um lögbrot því ólöglegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, að sögn fréttastofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Trump hefur lagt fram litlar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik. Hann hefur engu að síður ítrekað haldið því fram að kosningarnar verði ómarktækar verði kjósendum gert kleift að greiða atkvæði með pósti í auknum mæli. Í sumum ríkjum eru kosningar þó eingöngu haldnar með póstatkvæðum. Repúblikanar og framboð Trump hafa höfðað nokkur dómsmál til þess að koma í veg fyrir að ríkisyfirvöld rýmki rétt kjósenda til póstatkvæða í faraldrinum. Trump kaus þó sjálfur með póstatkvæði í forvali repúblikana á Flórída fyrr á þessu ári.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50
Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07
Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00
Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30