Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 23:55 Formlegt tilefni heimsóknar Trump til Norður-Karólínu var minningarathöfn um að 75 ár væru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og lögðu aðstoðarmenn hans áherslu á að hún væri ekki liður í kosningabaráttu. Í formlegri ræðu notaði Trump þó tækifærið og gaf í skyn að keppinautur sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, væri elliær. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. Ummælin lét Trump falla þegar hann heimsótti Norður-Karólínu í dag en það er eitt af þeim ríkjum sem gæti ráðið úrslitum í forsetakosningunum í haust. Forsetinn hefur undanfarna mánuði keppst við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna og þá sérstaklega póstatkvæða sem mörg ríki bjóða upp á í ríkari mæli til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. „Látið þau senda þau [atkvæðin] inn og látið þau svo fara og kjósa og ef kerfið er eins gott og þau segja að það sé þá fá þau augljóslega ekki að kjósa. Ef það er ekki talið geta þau kosið. Þannig ætti það að vera og það ættu þau að gera,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann bæri traust til póstatkvæða sem notuð eru í Norður-Karólínu. Færu stuðningsmenn Trump að uppástungu forsetans gerðust þeir sekir um lögbrot því ólöglegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, að sögn fréttastofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Trump hefur lagt fram litlar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik. Hann hefur engu að síður ítrekað haldið því fram að kosningarnar verði ómarktækar verði kjósendum gert kleift að greiða atkvæði með pósti í auknum mæli. Í sumum ríkjum eru kosningar þó eingöngu haldnar með póstatkvæðum. Repúblikanar og framboð Trump hafa höfðað nokkur dómsmál til þess að koma í veg fyrir að ríkisyfirvöld rýmki rétt kjósenda til póstatkvæða í faraldrinum. Trump kaus þó sjálfur með póstatkvæði í forvali repúblikana á Flórída fyrr á þessu ári. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. Ummælin lét Trump falla þegar hann heimsótti Norður-Karólínu í dag en það er eitt af þeim ríkjum sem gæti ráðið úrslitum í forsetakosningunum í haust. Forsetinn hefur undanfarna mánuði keppst við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna og þá sérstaklega póstatkvæða sem mörg ríki bjóða upp á í ríkari mæli til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. „Látið þau senda þau [atkvæðin] inn og látið þau svo fara og kjósa og ef kerfið er eins gott og þau segja að það sé þá fá þau augljóslega ekki að kjósa. Ef það er ekki talið geta þau kosið. Þannig ætti það að vera og það ættu þau að gera,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann bæri traust til póstatkvæða sem notuð eru í Norður-Karólínu. Færu stuðningsmenn Trump að uppástungu forsetans gerðust þeir sekir um lögbrot því ólöglegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, að sögn fréttastofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Trump hefur lagt fram litlar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik. Hann hefur engu að síður ítrekað haldið því fram að kosningarnar verði ómarktækar verði kjósendum gert kleift að greiða atkvæði með pósti í auknum mæli. Í sumum ríkjum eru kosningar þó eingöngu haldnar með póstatkvæðum. Repúblikanar og framboð Trump hafa höfðað nokkur dómsmál til þess að koma í veg fyrir að ríkisyfirvöld rýmki rétt kjósenda til póstatkvæða í faraldrinum. Trump kaus þó sjálfur með póstatkvæði í forvali repúblikana á Flórída fyrr á þessu ári.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50
Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07
Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00
Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30