Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 18:27 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist sleginn yfir fullyrðingum þýskra stjórnvalda um að eitrað hafi verið fyrir einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands með alræmdu taugaeitri. Vísir/Vilhelm Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. Hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að vera samvinnuþýð í að draga þá seku til ábyrgðar. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að Navalní hefði verið byrlað taugaeitrið novichok. Navalní veiktist hastarlega í flugi í síðasta mánuði. Rússneskir læknar sögðu í fyrstu að eitrað hefði verið fyrir honum en drógu það fljótt til baka. Aðstandendur Navalní kröfðust þess að fá leyfi til að flytja hann til sjúkrahúss í Berlín og var það veitt eftir nokkuð japl, jaml og fuður í Rússlandi. Novichok er sama eitur og tveir rússneskir leyniþjónustumenn eru taldir hafa byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segist sleginn yfir tíðindunum frá Þýskalandi um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu í tísti nú í kvöld. „Óháð alþjóðleg rannsókn er nauðsynleg. Ég hvet rússnesk stjórnvöld til að vera samvinnuþýð að fullu við að koma réttlæti yfir þá ábyrgu,“ tísti utanríkisráðherra upphaflega á ensku. Shocked by disturbing reports from the German government that Alexei #Navalny @navalny was poisoned with a chemical agent, #Novichok. Independent international investigation is necessary. Calling on Russian authorities to cooperate fully in bringing those responsible to justice.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) September 2, 2020 Stuðningsmenn Navalní saka Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa gefið skipun um að eitra fyrir honum. Því hafa stjórnvöld í Kreml hafnað með öllu. Á langri valdatíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga og fjandmanna forsetans fallið frá við voveiflegar aðstæður. Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að fá ítarlegar upplýsingar um læknisfræðirannsóknir sem hafa verið gerðar á Navalní í Þýskalandi. Þeir hafa haldið því fram til þessa að ekkert tilefni hafi verið til þess að hefja sakamálarannsókn á veikindum Navalní. Navalní hefur einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands um árabil. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þá hafa yfirvöld þjarmað að samtökum gegn spillingu sem hann rekur. Navalní var meinað að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín árið 2018 á grundvelli fjársvikadóms sem hann hlaut en hann fullyrðir að hafi átt sér pólitískar rætur. Utanríkismál Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. Hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að vera samvinnuþýð í að draga þá seku til ábyrgðar. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að Navalní hefði verið byrlað taugaeitrið novichok. Navalní veiktist hastarlega í flugi í síðasta mánuði. Rússneskir læknar sögðu í fyrstu að eitrað hefði verið fyrir honum en drógu það fljótt til baka. Aðstandendur Navalní kröfðust þess að fá leyfi til að flytja hann til sjúkrahúss í Berlín og var það veitt eftir nokkuð japl, jaml og fuður í Rússlandi. Novichok er sama eitur og tveir rússneskir leyniþjónustumenn eru taldir hafa byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segist sleginn yfir tíðindunum frá Þýskalandi um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu í tísti nú í kvöld. „Óháð alþjóðleg rannsókn er nauðsynleg. Ég hvet rússnesk stjórnvöld til að vera samvinnuþýð að fullu við að koma réttlæti yfir þá ábyrgu,“ tísti utanríkisráðherra upphaflega á ensku. Shocked by disturbing reports from the German government that Alexei #Navalny @navalny was poisoned with a chemical agent, #Novichok. Independent international investigation is necessary. Calling on Russian authorities to cooperate fully in bringing those responsible to justice.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) September 2, 2020 Stuðningsmenn Navalní saka Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa gefið skipun um að eitra fyrir honum. Því hafa stjórnvöld í Kreml hafnað með öllu. Á langri valdatíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga og fjandmanna forsetans fallið frá við voveiflegar aðstæður. Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að fá ítarlegar upplýsingar um læknisfræðirannsóknir sem hafa verið gerðar á Navalní í Þýskalandi. Þeir hafa haldið því fram til þessa að ekkert tilefni hafi verið til þess að hefja sakamálarannsókn á veikindum Navalní. Navalní hefur einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands um árabil. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þá hafa yfirvöld þjarmað að samtökum gegn spillingu sem hann rekur. Navalní var meinað að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín árið 2018 á grundvelli fjársvikadóms sem hann hlaut en hann fullyrðir að hafi átt sér pólitískar rætur.
Utanríkismál Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35
Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent