Heimsmet og hæst dæmd frá upphafi Telma Tómasson skrifar 2. september 2020 21:01 Metta brosir á baki Eyglóar. Úr einkasafni Stjörnur urðu til í heimi íslenska hestsins þrátt fyrir að nær öllum stórmótum í hestaíþróttum á árinu hafi verið aflýst, þar með talið Landsmóti og Íslandsmóti. Í doðanum yfir lágstemmdu mótahaldi gátu hrossaræktendur, knapar og hestaeigendur beint sjónum sínum að sýningum kynbótahrossa, sem héldu dampi þrátt fyrir faraldur kórónuveiru. Á tæplega tuttugu kynbótasýningum á Íslandi í ár komu fram margir athyglisverðir einstaklingar, einstaka hross skáru sig úr og skaut nokkrum úrvals gæðingum upp á stjörnuhimininn. Þeirra á meðal var hin unga Eygló frá Þúfum, sem á sýningu nú síðsumars fór í ofurdóm, hlaut hæstu einkunn sem gefin hefur verið frá upphafi í aldursflokki fjögurra vetra hryssa, hlaut 8,63 fyrir sköpulag og 8,56 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,59, og sló þar með heimsmet. Fágætt er að hross sýni viðlíka hæfileika í þessum aldursflokki og er það stórfrétt í hestaheiminum þegar svo ber undir. „Undirstaðan fyrir því að geta sýnt hross svona ung er að þau hafi styrk og allt sé þeim auðvelt,“ segir Mette Mannseth, ræktandi og sýnandi Eyglóar eftir að hún sló í gegn á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal. Að neðan má sjá þær Mette og Eygló sýna listir sínar. „Eygló sýndi þessa takta strax í frumtamningu. Hún er einstaklega ósérhlífin, með frábæran vinnuvilja, alltaf glöð og til í verkefnin, enda mjög sterk hryssa, svarar vel þjálfun og hefur mikið rými á gangtegundum, sem þýðir að hún getur farið hratt.“ Í dómi Eyglóar segir að hún sé fríð, glæsileg og vel gerð hryssa í sköpulagi, skrefmikil og skrokkmjúk með frábæran, léttan og fyrirstöðulausan samstarfsvilja. Rúmlega 270 þúsund íslensk hross eru til í tæplega fjörutíu löndum og í ár hafa verið felldir alls 2222 kynbótadómar í heiminum það sem af er og eru talsvert fleiri en í fyrra. Á Íslandi var heildarfjöldi dóma alls 1388, þar af 415 dómar á stóðhestum og 993 dómar á hryssum. Gríðarlega stolt Gísli Gíslason, hrossaræktandi og eiginmaður Mette, tamdi Eygló og þjálfaði framan af, ásamt tamningakonunni Pernille Wulff Harslund. „Við sýndum hryssuna fyrr í sumar og fundumeftir það að hún væri að bæta sig,“ segir Mette aðspurð um hvort hún hefði haft væntingar um heimsmet fyrirfram. „Ég hafði sjálf riðið henni lítið, hún var í raun svo lítið tamin að ég ákvað að kynnast henni betur. Eygló var svo stutt frá þessum háa dómi í fyrra skiptið og þar sem hún var alltaf að batna mikið, aldrei leið og alltaf svo vinnufús, ákváðum við á síðustu stundu að reyna að sýna hana aftur. Þegar hross er þetta ungt verður knapinn að þiggja það sem þau bjóða sjálf, flæða með því, passa upp á að það ofgeri sér ekki og sýna því tillitssemi. Þetta gekk allt upp og við erum gríðarlega stolt af Eygló,“ segir Mette. Segja má að hrossaræktin á Þúfum í Skagafirði hafi slegið í gegn en auk Eyglóar, og annarra hrossa frá ræktunarbúinu, var sýndur Sólon frá Þúfum, sjö vetra sem hlaut hæstu hæfileikaeinkunn ársins, 9,11. Mette og Gísli eru ræktendur hestsins, en Guðmundur F. Björgvinsson sýndi hann. Mette Mannseth og Eygló við æfingar.Úr einkasafni „Nánast eini vettvangurinn fyrir okkur knapa til að koma fram með hross þetta árið voru kynbótasýningar. Þær falla ekki undir íþróttir heldur búfjárrækt og þar koma ekki jafn margir saman og á hestaíþróttamóti. Á kynbótasýningum er góð fjarlægð á milli starfsmanna, sem eru að auki fáir; þrír dómarar, mælingamaður og ritari. Síðan koma knaparnir með hesta sína í hollum þannig að þarna var auðvelt að standast allar kröfur um sóttvarnir. Áhorfendur eru að vanalega mjög fáir og þeir sem koma sitja oft í bílunum sínum.“ Hins vegar fylgist allur Íslandhestaheimurinn með einkunnum í gegnum gagnasafniðWorldfeng og upptökur af sýningum. Trúðu ekki að hægt væri að vinna við hestamennsku Mette er yfirreiðkennari hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Þar hefur hún kennt í meira en tuttugu ár. Engum í fjölskyldu hennar í Noregi datt í hug að hægt væri að lifa á vinnu við hestamennsku og á uppvaxtarárunum var ekki annað inni í myndinni en að Mette færi í háskóla að loknum menntaskóla og fyndi sér ,,venjulega vinnu”. „Ég tók mér hins vegar fríár eftir menntaskóla og kom til Íslands til að vinna við hestamennsku. Það átti að vera eitt ár, en í raun stendur fríárið enn yfir,“ segir Mette og hlær, en hún hefur verið reiðkennnari á Hólum í meira en um 20 ár og er einn þekktasti afreksknapinn í íslenska hestaheiminum. Þá er hún vinsæll reiðkennari erlendis, heldur sýnikennslur víða um heim og er eftirsóttur fyrirlestari. „Ég var búin að vinna við hesta í mjög langan tíma þegar ég ákvað að þetta yrði líffsstarfið mitt. Foreldrar mínir voru efins, en þegar þau komu til Íslands og sáu uppbygginguna okkar á Þúfum og metnaðinn í hestafræðideildinni í Háskólanum á Hólum áttuðu þau sig á því að þetta væri alvöru. Þau hafa enda alltaf sagt að það skipti ekki máli hvað þú gerir ef þú bara stendur þig vel.“ Skólastarfið í hestafræðideildinni á Hólum er að hefjast einmitt þessa dagana, en það er bæði bóklegt og verklegt. Flestir nemendurnir búa í stúdentaíbúðum skólans og það hefur verið í heilmikið lagt að skipuleggja námið í vetur þannig að unnt sé að mæta sóttvarnareglum. „Það er mikið passað upp á það,“ segir Mette. „Í verklegu kennslunni erum við í það stórum rýmum að tveggja metra reglan er ekki vandamál. Þá er búið að skipuleggja nemendahópana þannig að þau sem búa í sama húsi eru í sömu hópum í kennslunni, spritt er alls staðar og allt hreinsað í hólf og gólf. Við fengum ágæta þjálfun í þessu í vor, en þá þurftum við að notast heilmikið við fjarþjálfun. Þá náðum að klára skólann og með því að vanda okkur nú ætti þetta að geta gengið vel,” segir Mette að lokum. Hestar Þingeyjarsveit Hestaíþróttir Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Stjörnur urðu til í heimi íslenska hestsins þrátt fyrir að nær öllum stórmótum í hestaíþróttum á árinu hafi verið aflýst, þar með talið Landsmóti og Íslandsmóti. Í doðanum yfir lágstemmdu mótahaldi gátu hrossaræktendur, knapar og hestaeigendur beint sjónum sínum að sýningum kynbótahrossa, sem héldu dampi þrátt fyrir faraldur kórónuveiru. Á tæplega tuttugu kynbótasýningum á Íslandi í ár komu fram margir athyglisverðir einstaklingar, einstaka hross skáru sig úr og skaut nokkrum úrvals gæðingum upp á stjörnuhimininn. Þeirra á meðal var hin unga Eygló frá Þúfum, sem á sýningu nú síðsumars fór í ofurdóm, hlaut hæstu einkunn sem gefin hefur verið frá upphafi í aldursflokki fjögurra vetra hryssa, hlaut 8,63 fyrir sköpulag og 8,56 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,59, og sló þar með heimsmet. Fágætt er að hross sýni viðlíka hæfileika í þessum aldursflokki og er það stórfrétt í hestaheiminum þegar svo ber undir. „Undirstaðan fyrir því að geta sýnt hross svona ung er að þau hafi styrk og allt sé þeim auðvelt,“ segir Mette Mannseth, ræktandi og sýnandi Eyglóar eftir að hún sló í gegn á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal. Að neðan má sjá þær Mette og Eygló sýna listir sínar. „Eygló sýndi þessa takta strax í frumtamningu. Hún er einstaklega ósérhlífin, með frábæran vinnuvilja, alltaf glöð og til í verkefnin, enda mjög sterk hryssa, svarar vel þjálfun og hefur mikið rými á gangtegundum, sem þýðir að hún getur farið hratt.“ Í dómi Eyglóar segir að hún sé fríð, glæsileg og vel gerð hryssa í sköpulagi, skrefmikil og skrokkmjúk með frábæran, léttan og fyrirstöðulausan samstarfsvilja. Rúmlega 270 þúsund íslensk hross eru til í tæplega fjörutíu löndum og í ár hafa verið felldir alls 2222 kynbótadómar í heiminum það sem af er og eru talsvert fleiri en í fyrra. Á Íslandi var heildarfjöldi dóma alls 1388, þar af 415 dómar á stóðhestum og 993 dómar á hryssum. Gríðarlega stolt Gísli Gíslason, hrossaræktandi og eiginmaður Mette, tamdi Eygló og þjálfaði framan af, ásamt tamningakonunni Pernille Wulff Harslund. „Við sýndum hryssuna fyrr í sumar og fundumeftir það að hún væri að bæta sig,“ segir Mette aðspurð um hvort hún hefði haft væntingar um heimsmet fyrirfram. „Ég hafði sjálf riðið henni lítið, hún var í raun svo lítið tamin að ég ákvað að kynnast henni betur. Eygló var svo stutt frá þessum háa dómi í fyrra skiptið og þar sem hún var alltaf að batna mikið, aldrei leið og alltaf svo vinnufús, ákváðum við á síðustu stundu að reyna að sýna hana aftur. Þegar hross er þetta ungt verður knapinn að þiggja það sem þau bjóða sjálf, flæða með því, passa upp á að það ofgeri sér ekki og sýna því tillitssemi. Þetta gekk allt upp og við erum gríðarlega stolt af Eygló,“ segir Mette. Segja má að hrossaræktin á Þúfum í Skagafirði hafi slegið í gegn en auk Eyglóar, og annarra hrossa frá ræktunarbúinu, var sýndur Sólon frá Þúfum, sjö vetra sem hlaut hæstu hæfileikaeinkunn ársins, 9,11. Mette og Gísli eru ræktendur hestsins, en Guðmundur F. Björgvinsson sýndi hann. Mette Mannseth og Eygló við æfingar.Úr einkasafni „Nánast eini vettvangurinn fyrir okkur knapa til að koma fram með hross þetta árið voru kynbótasýningar. Þær falla ekki undir íþróttir heldur búfjárrækt og þar koma ekki jafn margir saman og á hestaíþróttamóti. Á kynbótasýningum er góð fjarlægð á milli starfsmanna, sem eru að auki fáir; þrír dómarar, mælingamaður og ritari. Síðan koma knaparnir með hesta sína í hollum þannig að þarna var auðvelt að standast allar kröfur um sóttvarnir. Áhorfendur eru að vanalega mjög fáir og þeir sem koma sitja oft í bílunum sínum.“ Hins vegar fylgist allur Íslandhestaheimurinn með einkunnum í gegnum gagnasafniðWorldfeng og upptökur af sýningum. Trúðu ekki að hægt væri að vinna við hestamennsku Mette er yfirreiðkennari hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Þar hefur hún kennt í meira en tuttugu ár. Engum í fjölskyldu hennar í Noregi datt í hug að hægt væri að lifa á vinnu við hestamennsku og á uppvaxtarárunum var ekki annað inni í myndinni en að Mette færi í háskóla að loknum menntaskóla og fyndi sér ,,venjulega vinnu”. „Ég tók mér hins vegar fríár eftir menntaskóla og kom til Íslands til að vinna við hestamennsku. Það átti að vera eitt ár, en í raun stendur fríárið enn yfir,“ segir Mette og hlær, en hún hefur verið reiðkennnari á Hólum í meira en um 20 ár og er einn þekktasti afreksknapinn í íslenska hestaheiminum. Þá er hún vinsæll reiðkennari erlendis, heldur sýnikennslur víða um heim og er eftirsóttur fyrirlestari. „Ég var búin að vinna við hesta í mjög langan tíma þegar ég ákvað að þetta yrði líffsstarfið mitt. Foreldrar mínir voru efins, en þegar þau komu til Íslands og sáu uppbygginguna okkar á Þúfum og metnaðinn í hestafræðideildinni í Háskólanum á Hólum áttuðu þau sig á því að þetta væri alvöru. Þau hafa enda alltaf sagt að það skipti ekki máli hvað þú gerir ef þú bara stendur þig vel.“ Skólastarfið í hestafræðideildinni á Hólum er að hefjast einmitt þessa dagana, en það er bæði bóklegt og verklegt. Flestir nemendurnir búa í stúdentaíbúðum skólans og það hefur verið í heilmikið lagt að skipuleggja námið í vetur þannig að unnt sé að mæta sóttvarnareglum. „Það er mikið passað upp á það,“ segir Mette. „Í verklegu kennslunni erum við í það stórum rýmum að tveggja metra reglan er ekki vandamál. Þá er búið að skipuleggja nemendahópana þannig að þau sem búa í sama húsi eru í sömu hópum í kennslunni, spritt er alls staðar og allt hreinsað í hólf og gólf. Við fengum ágæta þjálfun í þessu í vor, en þá þurftum við að notast heilmikið við fjarþjálfun. Þá náðum að klára skólann og með því að vanda okkur nú ætti þetta að geta gengið vel,” segir Mette að lokum.
Hestar Þingeyjarsveit Hestaíþróttir Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45
„Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00
Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00