Blóðug slagsmál á Olísstöðinni á Sigló Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2020 16:52 Þegar lögreglu bar að garði var mesti atgangurinn búinn. Slagsmálahundunum var fylgt til skips en þar með var ekki sagan öll. Eldri Siglfirðingur, sem lagði leið sína í verslun Olís við höfnina á Siglufirði þar sem hann ætlaði að kaupa sér lottómiða, varð frá að hverfa. Inni í búðinni voru blóðug slagsmál. Fullorðnir karlmenn, sex talsins, létu hnefana tala. Svakalegur atgangur Þetta var seinnipart sunnudags. Vísir hefur rætt við nokkur vitni, sem vilja ekki láta nafns síns getið, en þeim ber saman um að atgangurinn hafi verið svakalegur. Lögreglunni var gert viðvart en hún kom seint og illa, eins og einn viðmælandi Vísis orðar það, og var þá tekið að sljákka í slagsmálahundunum. En lögreglan greip inn í og þar með var það búið. Bensínstöð Olís er starfrækt við höfnina á Siglufirði en á bensínstöðinni er þvottaplan og loftdæla. Þar er einnig hægt að fá sér ýmsan skyndibita, nammi og ís úr vél og voru þó nokkrir viðstaddir og horfðu upp á ósköpin. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir að á sunnudaginn korter yfir fjögur hafi tilkynning borist lögreglunni um átök sem eigi sér stað inná afgreiðslu Olís á Siglufirði. Óróaseggjunum fylgt til skips „Lögreglumenn sem fengu tilkynninguna og voru á vakt voru við störf á Dalvík.“ Umdæmið er víðfeðmt, tveir lögreglumenn eru að störfum hverju sinni á Tröllaskaganum. „Þeir snöruðu sér yfir á Siglufjörð, hringdu reyndar á undan sér og kölluðu út tvo lögreglumenn sem voru í fríi á Siglufirði.“ Siglufjörður er alla jafna friðsæll bær en á sunnudaginn létu menn hnefana tala, á Olísstöðinni. Gömlum manni var svo brugðið að hann þurfti frá að hverfa og fór seinna eftir lottómiðanum sínum.Visir/Jói K Að sögn Jóhannesar var talsvert af fólki á staðnum en engin átök. Jóhannes gluggar í dagbók lögreglu. Og segir að uppúr kafinu hafi komið að þarna voru sjómenn af erlendu bergi brotnir, skipverjar á skipi sem þarna var í höfn. „Nokkrir ölvaðir eða í annarlegu ástandi og hafði komið til handalögmála á milli þeirra. Það var nú sest rykið þegar lögreglan kom. Lendingin varð sú að þeim er fylgt til skips flestum og talað við ráðamenn um borð. Það endar svo þannig að allir þeir sem áttu hlut að máli fóru til skips aftur.“ Einn skipverja svaf úr sér í fangaklefa á Akureyri En, þar með er ekki sagan öll. Einn af þeim sem ekki var búinn að jafna sig lét ófriðlega um borð. Skipsstjórnendur kölluðu lögreglu til sem endaði með því að óróaseggurinn var fjarlægður og látinn sofa úr sér í fangaklefa á Akureyri. Jóhannes segir að ekkert liggi glögglega fyrir um tildrög og ástæður enda spila tungumálaörðuleikar þar inn í, erfitt er að fá greinargóðar lýsingar. „Þetta var einhver kýtíngur, byrjaði þannig eins og oft vill verða, stigmagnast og sem endaði með einhverjum hnefahöggum. Lögregla þurfti ekki að beita neinu valdi nema við handtöku á manninum í skipinu. Enginn sem þurfti að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsfólki svo við vitum,“ segir Jóhannes. Lögreglumál Fjallabyggð Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Eldri Siglfirðingur, sem lagði leið sína í verslun Olís við höfnina á Siglufirði þar sem hann ætlaði að kaupa sér lottómiða, varð frá að hverfa. Inni í búðinni voru blóðug slagsmál. Fullorðnir karlmenn, sex talsins, létu hnefana tala. Svakalegur atgangur Þetta var seinnipart sunnudags. Vísir hefur rætt við nokkur vitni, sem vilja ekki láta nafns síns getið, en þeim ber saman um að atgangurinn hafi verið svakalegur. Lögreglunni var gert viðvart en hún kom seint og illa, eins og einn viðmælandi Vísis orðar það, og var þá tekið að sljákka í slagsmálahundunum. En lögreglan greip inn í og þar með var það búið. Bensínstöð Olís er starfrækt við höfnina á Siglufirði en á bensínstöðinni er þvottaplan og loftdæla. Þar er einnig hægt að fá sér ýmsan skyndibita, nammi og ís úr vél og voru þó nokkrir viðstaddir og horfðu upp á ósköpin. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir að á sunnudaginn korter yfir fjögur hafi tilkynning borist lögreglunni um átök sem eigi sér stað inná afgreiðslu Olís á Siglufirði. Óróaseggjunum fylgt til skips „Lögreglumenn sem fengu tilkynninguna og voru á vakt voru við störf á Dalvík.“ Umdæmið er víðfeðmt, tveir lögreglumenn eru að störfum hverju sinni á Tröllaskaganum. „Þeir snöruðu sér yfir á Siglufjörð, hringdu reyndar á undan sér og kölluðu út tvo lögreglumenn sem voru í fríi á Siglufirði.“ Siglufjörður er alla jafna friðsæll bær en á sunnudaginn létu menn hnefana tala, á Olísstöðinni. Gömlum manni var svo brugðið að hann þurfti frá að hverfa og fór seinna eftir lottómiðanum sínum.Visir/Jói K Að sögn Jóhannesar var talsvert af fólki á staðnum en engin átök. Jóhannes gluggar í dagbók lögreglu. Og segir að uppúr kafinu hafi komið að þarna voru sjómenn af erlendu bergi brotnir, skipverjar á skipi sem þarna var í höfn. „Nokkrir ölvaðir eða í annarlegu ástandi og hafði komið til handalögmála á milli þeirra. Það var nú sest rykið þegar lögreglan kom. Lendingin varð sú að þeim er fylgt til skips flestum og talað við ráðamenn um borð. Það endar svo þannig að allir þeir sem áttu hlut að máli fóru til skips aftur.“ Einn skipverja svaf úr sér í fangaklefa á Akureyri En, þar með er ekki sagan öll. Einn af þeim sem ekki var búinn að jafna sig lét ófriðlega um borð. Skipsstjórnendur kölluðu lögreglu til sem endaði með því að óróaseggurinn var fjarlægður og látinn sofa úr sér í fangaklefa á Akureyri. Jóhannes segir að ekkert liggi glögglega fyrir um tildrög og ástæður enda spila tungumálaörðuleikar þar inn í, erfitt er að fá greinargóðar lýsingar. „Þetta var einhver kýtíngur, byrjaði þannig eins og oft vill verða, stigmagnast og sem endaði með einhverjum hnefahöggum. Lögregla þurfti ekki að beita neinu valdi nema við handtöku á manninum í skipinu. Enginn sem þurfti að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsfólki svo við vitum,“ segir Jóhannes.
Lögreglumál Fjallabyggð Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira