HMS fjallar um kosti og galla óverðtryggðra lána: „Við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2020 10:35 Í tilkynningu á vef HMS er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig afborganirnar sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum voru afborganirnar um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári voru afborganirnar um 108 þúsund á mánuði og í dag eru þær rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áréttar í nýrri umfjöllun á vef sínum um kosti og galla óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum að varnaðarorð stofnunarinnar í liðinni viku vegna slíkra lána „fyrst og fremst verið beint að þeim sem hafa lítið svigrúm til að mæta mögulegum hækkunum á greiðslubyrði lána ef vextir fara að hækka að nýju.“ Karlotta Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá hagdeild HMS, segir stofnunina ekki vera að vara fólk við því að taka óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum heldur vilji hún hvetja lántakendur til að vera meðvitaða og vakandi fyrir því ef stýrivextir hækka því þá hækki greiðslubyrðin af láninu. Stofnunin hafi kannski fyrst og fremst áhyggjur af því að fólk átti sig á þessari áhættu sem fylgi óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum því núna hafi greiðslubyrðin af slíkum lánum lækkað það mikið. „Segjum að þú sért til dæmis að kaupa þína fyrstu íbúð og ert kannski að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Við erum ekki að sjá fram á að vextir hækki á næstunni en það er mjög líklegt að það gerist eftir nokkur ár eða jafnvel styttri tíma og þegar það gerist þá munu afborganirnar fara hækkandi á þessum lánum,“ segir Karlotta í samtali við Vísi. Hún leggur áherslu á að fólk sé viðbúið því að afborganirnar geti hækkað. „Og að þú sért ekki búin að spenna bogann þinn það hátt að þú sért búin að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Svo hækka vextirnir og þú kemur alveg af fjöllum.“ Greiðslubyrðin 30 þúsund krónum hærri fyrir ári síðan Í umfjöllun á vef HMS, sem birt var í gær, er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig greiðslubyrðin sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum var greiðslubyrðin um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári var hún um 108 þúsund á mánuði og í dag eru hún rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekkert að þessum lánum og auðvitað eru þau að mörgu leyti betri en verðtryggðu lánin þannig að við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán. Þetta er bara það að þú sért í stakk búin, ef greiðslur hækka, að þá getur þú mætt því,“ segir Karlotta. Aðspurð hvort ekki sé síðan alltaf hægt að endurfjármagna lánin, og færa sig til dæmis yfir í 100 prósent verðtryggt, segir Karlotta svo vera. „Það er líka svo sem það sem er gott við breytilegu vextina að það er ekki uppgreiðslugjald og það er líka hægt að gera skilmálabreytingu og festa vextina. Þannig að þetta er líka það að fólk sé að fylgjast með, um leið og vextir byrja að hækka eða verðbólga er að aukast að þá geti fólk haft samband og annað hvort fest vextina, en þá veistu náttúrulega ekki hvaða vextir eru í boði á þeim tímapunkti. Þeir hafa kannski hækkað eitthvað en við viljum bara viljum að lántakendur séu vakandi fyrir því. Það eru svo margir sem tóku 40 ára húsnæðislánið sitt og svo er það bara þannig. Núna erum við að hvetja fólk til að vera meira vakandi og fylgjast með. En jú, auðvitað er alltaf hægt að endurfjármagna og fólk þarf að vera meðvitað um það,“ segir Karlotta. Umfjöllun HMS um óverðtryggð lán má lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áréttar í nýrri umfjöllun á vef sínum um kosti og galla óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum að varnaðarorð stofnunarinnar í liðinni viku vegna slíkra lána „fyrst og fremst verið beint að þeim sem hafa lítið svigrúm til að mæta mögulegum hækkunum á greiðslubyrði lána ef vextir fara að hækka að nýju.“ Karlotta Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá hagdeild HMS, segir stofnunina ekki vera að vara fólk við því að taka óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum heldur vilji hún hvetja lántakendur til að vera meðvitaða og vakandi fyrir því ef stýrivextir hækka því þá hækki greiðslubyrðin af láninu. Stofnunin hafi kannski fyrst og fremst áhyggjur af því að fólk átti sig á þessari áhættu sem fylgi óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum því núna hafi greiðslubyrðin af slíkum lánum lækkað það mikið. „Segjum að þú sért til dæmis að kaupa þína fyrstu íbúð og ert kannski að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Við erum ekki að sjá fram á að vextir hækki á næstunni en það er mjög líklegt að það gerist eftir nokkur ár eða jafnvel styttri tíma og þegar það gerist þá munu afborganirnar fara hækkandi á þessum lánum,“ segir Karlotta í samtali við Vísi. Hún leggur áherslu á að fólk sé viðbúið því að afborganirnar geti hækkað. „Og að þú sért ekki búin að spenna bogann þinn það hátt að þú sért búin að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Svo hækka vextirnir og þú kemur alveg af fjöllum.“ Greiðslubyrðin 30 þúsund krónum hærri fyrir ári síðan Í umfjöllun á vef HMS, sem birt var í gær, er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig greiðslubyrðin sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum var greiðslubyrðin um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári var hún um 108 þúsund á mánuði og í dag eru hún rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekkert að þessum lánum og auðvitað eru þau að mörgu leyti betri en verðtryggðu lánin þannig að við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán. Þetta er bara það að þú sért í stakk búin, ef greiðslur hækka, að þá getur þú mætt því,“ segir Karlotta. Aðspurð hvort ekki sé síðan alltaf hægt að endurfjármagna lánin, og færa sig til dæmis yfir í 100 prósent verðtryggt, segir Karlotta svo vera. „Það er líka svo sem það sem er gott við breytilegu vextina að það er ekki uppgreiðslugjald og það er líka hægt að gera skilmálabreytingu og festa vextina. Þannig að þetta er líka það að fólk sé að fylgjast með, um leið og vextir byrja að hækka eða verðbólga er að aukast að þá geti fólk haft samband og annað hvort fest vextina, en þá veistu náttúrulega ekki hvaða vextir eru í boði á þeim tímapunkti. Þeir hafa kannski hækkað eitthvað en við viljum bara viljum að lántakendur séu vakandi fyrir því. Það eru svo margir sem tóku 40 ára húsnæðislánið sitt og svo er það bara þannig. Núna erum við að hvetja fólk til að vera meira vakandi og fylgjast með. En jú, auðvitað er alltaf hægt að endurfjármagna og fólk þarf að vera meðvitað um það,“ segir Karlotta. Umfjöllun HMS um óverðtryggð lán má lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira