Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 14:59 Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga og ríkisins hafa verið lausir síðan í mars í fyrra. Vísir/vilhelm Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Þetta er niðurstaða gerðardóms, sem skipaður var í júlí vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Úrskurðurinn var birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. Kjarasamningar milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs urðu lausir 31. mars í fyrra. Ríkissáttasemjari skipaði gerðardóm í byrjun júlí eftir að miðlunartillaga hans í deilunni var samþykkt að lokinni atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga í lok júní. Verkfalli á þriðja þúsund hjúkrunarfræðinga var þar með aflýst. Samningsaðilar höfðu náð samkomulagi um öll meginatriði kjarasamnings utan afmarkaðra atriða launaliðs, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Í úrskurði gerðardóms kemur m.a. fram að það sé mat dómsins að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. Dómurinn úrskurðar að ríkið skuli leggja Landspítalnum til aukna fjármuni sem skuli ráðstafað til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga á grundvelli stofnanasamnings, alls 900 milljónir króna á ári frá 1. september 2020 til loka gildistíma kjarasamnings. Í þessari fjárhæð felist heildarviðbótarframlag til spítalans að meðtöldum launatengdum gjöldum. Þá skuli ríkið á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum sínum sem hafa almenna hjúkrunarfræðinga í þjónustu sinni til aukna fjármuni sem skal ráðstafað á grundvelli stofnanasamninga. Alls skal til viðbótar núverandi fjárveitingum leggja stofnununum til sem nemur 200 milljónum króna á ári frá 1. september 2020 til loka gildistíma kjarasamnings. Þessu viðbótarframlagi ríkisins skuli skipt á milli stofnananna í hlutfalli við þann meðalfjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem störfuðu á hverri stofnun fyrir sig árið 2019. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Þetta er niðurstaða gerðardóms, sem skipaður var í júlí vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Úrskurðurinn var birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. Kjarasamningar milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs urðu lausir 31. mars í fyrra. Ríkissáttasemjari skipaði gerðardóm í byrjun júlí eftir að miðlunartillaga hans í deilunni var samþykkt að lokinni atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga í lok júní. Verkfalli á þriðja þúsund hjúkrunarfræðinga var þar með aflýst. Samningsaðilar höfðu náð samkomulagi um öll meginatriði kjarasamnings utan afmarkaðra atriða launaliðs, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Í úrskurði gerðardóms kemur m.a. fram að það sé mat dómsins að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. Dómurinn úrskurðar að ríkið skuli leggja Landspítalnum til aukna fjármuni sem skuli ráðstafað til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga á grundvelli stofnanasamnings, alls 900 milljónir króna á ári frá 1. september 2020 til loka gildistíma kjarasamnings. Í þessari fjárhæð felist heildarviðbótarframlag til spítalans að meðtöldum launatengdum gjöldum. Þá skuli ríkið á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum sínum sem hafa almenna hjúkrunarfræðinga í þjónustu sinni til aukna fjármuni sem skal ráðstafað á grundvelli stofnanasamninga. Alls skal til viðbótar núverandi fjárveitingum leggja stofnununum til sem nemur 200 milljónum króna á ári frá 1. september 2020 til loka gildistíma kjarasamnings. Þessu viðbótarframlagi ríkisins skuli skipt á milli stofnananna í hlutfalli við þann meðalfjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem störfuðu á hverri stofnun fyrir sig árið 2019.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira