Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson mætti í viðtal í Brennslunni á FM957 undir lok síðustu viku og tók þátt í reglulegum lið sem nefnist Yfirheyrslan.
Þar fékk hann nokkrar skemmtilegar spurningar og voru svörin enn betri.
Þar kom meðal annars fram að humar er uppáhaldsmaturinn hans, versta áleggið á pítsu mun vera paprika að hans mati, hann myndi drepa Ross í Friends ef hann mætti drepa einn sjónvarpskarakter.
Viðar sagði sögu af því þegar hann sat í fangaklefa 18 ára fyrir að hafa fjárfest í stolinni tölvu.
Viðar ræddi um skrautlega dvöl í Tyrklandi undanfarna mánuði en hann samdi við norska félagið Vålerenga á nýjan leik. Hann lék með liðinu 2014 og varð þá markahæstur í norsku úrvalsdeildinni.