Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2020 08:44 Þessi mynd er frá því í sumar og sýnir bílalest indverska hersins flytja hermenn að landamærum Indlands og Kína. AP/Mukhtar Khan Yfirvöld á Indlandi segja hermenn landsins hafa stöðvað „storkandi“ hernaðarhreyfingar Kínverja í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Hershöfðingjar beggja ríkja komu saman á landamærunum í nótt eftir umfangsmiklar og mannskæðar deilur síðustu mánaða. Í yfirlýsingu frá Varnarmálráðuneyti Indlands, sem AP vitnar í, segir að hermenn Kína hafi um helgina brotið gegn þeim samkomulögum sem ríkin hafi áður komið að og breyta stöðunni á svæðinu. Þar segir enn fremur að indverskir hermenn hafi styrkt stöður sínar og komið í veg fyrir aðgerðir Kínverja. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Í júní féllu tuttugu indverskir hermenn í átökum við kínverska hermenn þar sem frumstæðum bareflum var beitt. Kínverjar hafa ekki gefið upp upplýsingar um mannfall í átökunum en Indverjar sögðust sannfærðir um að minnst 43 kínverskir hermenn hefðu fallið eða særst alvarlega. Þetta var í fyrsta sinn sem mannfall var á landamærunum í 45 ár. Í frétt Times of India segir að aftur hafi komið til átaka milli hermanna en upplýsingar um mögulegt mannfall liggi ekki fyrir. Þar segir einnig að Kínverjar hafi neitað að yfirgefa um átta kílómetra langt svæði sem þeir hafi hernumið og byggt þar upp varnir, vegi, brýr og þyrlupalla. Bæði ríkin saka hitt um hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Viðræður hafa ekki skilað árangri í deilunni. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Þessi átök sem Indverjar vísa í áttu sér stað við vatnið, eins og átökin í júní. Indland Kína Tengdar fréttir Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48 Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Yfirvöld á Indlandi segja hermenn landsins hafa stöðvað „storkandi“ hernaðarhreyfingar Kínverja í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Hershöfðingjar beggja ríkja komu saman á landamærunum í nótt eftir umfangsmiklar og mannskæðar deilur síðustu mánaða. Í yfirlýsingu frá Varnarmálráðuneyti Indlands, sem AP vitnar í, segir að hermenn Kína hafi um helgina brotið gegn þeim samkomulögum sem ríkin hafi áður komið að og breyta stöðunni á svæðinu. Þar segir enn fremur að indverskir hermenn hafi styrkt stöður sínar og komið í veg fyrir aðgerðir Kínverja. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Í júní féllu tuttugu indverskir hermenn í átökum við kínverska hermenn þar sem frumstæðum bareflum var beitt. Kínverjar hafa ekki gefið upp upplýsingar um mannfall í átökunum en Indverjar sögðust sannfærðir um að minnst 43 kínverskir hermenn hefðu fallið eða særst alvarlega. Þetta var í fyrsta sinn sem mannfall var á landamærunum í 45 ár. Í frétt Times of India segir að aftur hafi komið til átaka milli hermanna en upplýsingar um mögulegt mannfall liggi ekki fyrir. Þar segir einnig að Kínverjar hafi neitað að yfirgefa um átta kílómetra langt svæði sem þeir hafi hernumið og byggt þar upp varnir, vegi, brýr og þyrlupalla. Bæði ríkin saka hitt um hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Viðræður hafa ekki skilað árangri í deilunni. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Þessi átök sem Indverjar vísa í áttu sér stað við vatnið, eins og átökin í júní.
Indland Kína Tengdar fréttir Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48 Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57