Segir Hvíta húsið vera í afneitun Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 18:31 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. AP/John Minchillo Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. Yfirvöld hafi ekki komið fram með ákveðna stefnu fyrir landið frá því að faraldurinn hófst og þjóðin líði fyrir það. „Hvíta húsið hefur ekkert lært af COVID,“ skrifar Cuomo í færslu sem hann birti í dag. Hann telur nauðsynlegt að einhver taki að sér leiðtogahlutverk þegar slík ógn steðjar að heilsu þjóðarinnar en það hafi ekki verið raunin. The White House has learned nothing from COVID. National threats require national leadership. It's been 6 months without a national strategy on testing or mask mandate.Only the federal government has the power to go to war with COVID.They are failing and the nation suffers.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 They are still in denial mode. Don't test and if we can't find the cases — they don’t exist.Great, then let's cure cancer by stopping screenings.Absurd!— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 Hann segir enga línu hafa legið fyrir varðandi grímunotkun eða skimanir á landsvísu undanfarna sex mánuði. Þvert á móti hafi ráðamenn verið í afneitun varðandi alvarleika faraldursins. „Ekki skima og ef við finnum ekki tilfellin – þá eru þau ekki til,“ skrifaði Cuomo og vísaði þar til orða Trump þar sem hann sagði umfangsmikla skimun greina of mörg tilfelli. Bandaríkin kæmu illa út þar sem smitum fjölgaði. Cuomo segir ríkisstjórnina eina hafa kraftinn og völdin til þess að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum í landinu. Henni sé að mistakast það. Tæplega sex milljónir hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 í Bandaríkjunum og hátt í 200 þúsund hafa látist. Staðan var einna verst í New York-ríki á tímabili, en alls hafa 438 þúsund greinst með veiruna þar og rúmlega 32 þúsund látist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fólk frá ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna sæti tveggja vikna sóttkví Yfirvöld í New York, New Jersey og Connecticut hafa ákveðið að fólk sem kemur frá ríkjum þar sem kórónuveiran er enn í miklum vexti skuli sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. 25. júní 2020 10:06 Bindur enda á útgöngubann í New York Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. 7. júní 2020 17:07 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. Yfirvöld hafi ekki komið fram með ákveðna stefnu fyrir landið frá því að faraldurinn hófst og þjóðin líði fyrir það. „Hvíta húsið hefur ekkert lært af COVID,“ skrifar Cuomo í færslu sem hann birti í dag. Hann telur nauðsynlegt að einhver taki að sér leiðtogahlutverk þegar slík ógn steðjar að heilsu þjóðarinnar en það hafi ekki verið raunin. The White House has learned nothing from COVID. National threats require national leadership. It's been 6 months without a national strategy on testing or mask mandate.Only the federal government has the power to go to war with COVID.They are failing and the nation suffers.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 They are still in denial mode. Don't test and if we can't find the cases — they don’t exist.Great, then let's cure cancer by stopping screenings.Absurd!— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 Hann segir enga línu hafa legið fyrir varðandi grímunotkun eða skimanir á landsvísu undanfarna sex mánuði. Þvert á móti hafi ráðamenn verið í afneitun varðandi alvarleika faraldursins. „Ekki skima og ef við finnum ekki tilfellin – þá eru þau ekki til,“ skrifaði Cuomo og vísaði þar til orða Trump þar sem hann sagði umfangsmikla skimun greina of mörg tilfelli. Bandaríkin kæmu illa út þar sem smitum fjölgaði. Cuomo segir ríkisstjórnina eina hafa kraftinn og völdin til þess að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum í landinu. Henni sé að mistakast það. Tæplega sex milljónir hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 í Bandaríkjunum og hátt í 200 þúsund hafa látist. Staðan var einna verst í New York-ríki á tímabili, en alls hafa 438 þúsund greinst með veiruna þar og rúmlega 32 þúsund látist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fólk frá ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna sæti tveggja vikna sóttkví Yfirvöld í New York, New Jersey og Connecticut hafa ákveðið að fólk sem kemur frá ríkjum þar sem kórónuveiran er enn í miklum vexti skuli sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. 25. júní 2020 10:06 Bindur enda á útgöngubann í New York Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. 7. júní 2020 17:07 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Fólk frá ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna sæti tveggja vikna sóttkví Yfirvöld í New York, New Jersey og Connecticut hafa ákveðið að fólk sem kemur frá ríkjum þar sem kórónuveiran er enn í miklum vexti skuli sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. 25. júní 2020 10:06
Bindur enda á útgöngubann í New York Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. 7. júní 2020 17:07