Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 09:40 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. Ferðin er á dagskrá næstkomandi þriðjudag og segir í frétt BBC að Trump ætli sér að hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins kemst að orði. Blake var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Ekki víst hvort að Trump heimsæki Blake og fjölskyldu hans Í frétt BBC segir að talsmaður Hvíta hússins geti ekki staðfest að til standi að hitta Blake eða fjölskyldu hans á meðan á heimsókn Trump stendur. Trump hefur hingað til lítið tjá sig um ástand mála í Kenosha, annað en það að honum hafi ekki líkað þær fregnir sem bárust af því að lögregluþjónn hafi skotið Blake. Stjórnmálaskýrendur ytra hafa bent á að Trump ætli sér að leggja áherslu á lög og reglur sé virtar í samfélaginu í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Kenosha er sem fyrr segir í Wisconsin sem hefur á undanförnum árum verið eitt af lykilríkjunum í forsetakosningunum. Barack Obama bar sigur úr býtum í kosningunum 2008 og 2012. Ríkið sveiflaðist hins vegar naumlega til Repúblikana í síðustu kosningum, en þar hlaut Trump aðeins 20 þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton. Talið er líklegt að aftur verði mjótt á mununum í kosningunum í haust, en Joe Biden, frambjóðandi Demókrata nýtur nokkura prósentustiga forskots í Wisconsin samkvæmt skoðanakönnunum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. Ferðin er á dagskrá næstkomandi þriðjudag og segir í frétt BBC að Trump ætli sér að hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins kemst að orði. Blake var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Ekki víst hvort að Trump heimsæki Blake og fjölskyldu hans Í frétt BBC segir að talsmaður Hvíta hússins geti ekki staðfest að til standi að hitta Blake eða fjölskyldu hans á meðan á heimsókn Trump stendur. Trump hefur hingað til lítið tjá sig um ástand mála í Kenosha, annað en það að honum hafi ekki líkað þær fregnir sem bárust af því að lögregluþjónn hafi skotið Blake. Stjórnmálaskýrendur ytra hafa bent á að Trump ætli sér að leggja áherslu á lög og reglur sé virtar í samfélaginu í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Kenosha er sem fyrr segir í Wisconsin sem hefur á undanförnum árum verið eitt af lykilríkjunum í forsetakosningunum. Barack Obama bar sigur úr býtum í kosningunum 2008 og 2012. Ríkið sveiflaðist hins vegar naumlega til Repúblikana í síðustu kosningum, en þar hlaut Trump aðeins 20 þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton. Talið er líklegt að aftur verði mjótt á mununum í kosningunum í haust, en Joe Biden, frambjóðandi Demókrata nýtur nokkura prósentustiga forskots í Wisconsin samkvæmt skoðanakönnunum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira