Innlent

Allir reyndust vopnaðir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók síðdegis í gær þrjá einstaklinga eftir að hafa stöðvað bíl þeirra. Mennirnir þrír eru allir grunaðir um brot á vopnalögum.

Ökumaðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, og allir þrír eru grunaðir um vörslu fíkniefna. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð þar sem skýrslur voru teknar af viðkomandi, áður en þeir voru látnir lausir.

Svo óheppilega vildi til að eftir að lögregla hafði stöðvað bíl þremenninga og var að vinna í málinu á vettvangi kom þar að að önnur bifreið sem ekið var á bíl þremenningana, sem var þá kyrrstæð. Upptökur eru til af því broti af því er fram kemur í dagbók lögreglunnar, er það mál í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×