Ekki þurfi að grípa til jafn harkalegra vaxtahækkana með fjölgun óverðtryggðra lána Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2020 18:41 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka Með fjölgun óverðtryggðra lána á Seðlabankinn ekki að þurfa að hækka stýrivexti eins harkalega og áður til að bregðast við þenslu og verðbólgu að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Varaseðlabankanstjóri hefur varað við því að greiðslur af húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þó áhætta fylgi óverðtryggðum lánum þá hafi þau ótvíræða kosti. Stýrivextir Seðlabankans hafi áður fyrr virkað seint og illa á heimilin en í ár hafði stýrivaxtalækkun strax jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu. „Seðlabanki Íslands hefur löngum strítt við það að geta aðeins með óbeinum hætti og til lengri tíma haft áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna og stýrivextir hafa virkað miklu fyrr og með skarpari hætti á fyrirtækin. Nú er aðgangur Seðlabankans að ráðstöfunartekjum heimilanna orðið miklu beinni. Við höfum séð að stýrivaxtalækkunin er að hafa jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu með því að heimilin hafa getað endurfjármagnað íbúðalánin sín á þessum fljótandi vöxtum. Það þýðir líka að ef Seðlabankinn vill stíga á bremsuna ef verðbóla eykst og þensla myndast í hagkerfinu, þarf minni vaxtahækkun til að slá töluvert á einkaneysluna og íbúðamarkaðinn,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Á uppgangsárunum fyrir hrun reyndi Seðlabankinn að slá á þennsluna með vaxtahækkunum yfir tveggja stafa tölu. Þær höfðu ekki áhrif á heimilin því þau fjármögnuðu sig ekki á sömu vöxtum. „Við höfum skýr dæmi um það á útrásarárunum þegar Seðlabankinn var að reyna að halda aftur af verðbólgu og þennslu. Það gekk ekki sérlega vel. Þau voru komin með vexti í tveggja stafa tölu. Það sá ekki högg á vatni, sérstaklega í tilfelli heimilanna. Þau voru ekki að fjármagna sig á vöxtum sem voru beintengdir þessum stýrivöxtum. Helstu áhrif stýrivaxtahækkunarinnar voru að styrkja gengið sem jók kaupmátt heimilanna verulega,“ segir Jón Bjarki. Á meðan gátu aðrir seðlabankar í löndunum í kringum okkur haft áhrif á þenslu með mun hóflegri hækkun. „Þannig að við þyrftum væntanlega mun minni sveiflur í vaxtastig Seðlabankans til að hafa veruleg áhrif á heimilin.“ Íslendingar hafa í síauknum mæli sótt í óverðtryggða vexti meðfram lækkun stýrivaxta. Á meðan hlutur óverðtryggðra lána eykst svo mikið verður peningamálastjórnunin það virk að ekki þarf að hreyfa vextina eins mikið að mati Jóns Bjarka. „Þegar nógu stór hluti af lánum í hagkerfinu er kominn í fjármögnun sem er svona vel tengd við stýrivextina, þá verður peningamálastjórnunin það virk að það þarf ekki að hreyfa vextina eins mikið. Áhættan er kannski fyrst og fremst á meðan aðeins hluti heimila og fyrirtækja verður fyrir umtalsverðum áhrifum og þarf í rauninni að slá ennþá meira á fjárhag þeirra aðila til að hafa áhrif á hagkerfið í heild,“ segir Jón Bjarki. Þegar kemur að því að taka húsnæðislán segir Jón Bjarki að miða þurfi við þá þumalputtareglu að annarsvegar dreifa áhættu og hins vegar að hafa góða yfirsýn yfir það svigrúm sem viðkomandi hefur bæði varðandi að höfuðstóllinn taki breytingum, sem fólk er útsettara fyrir ef fólk tekur verðtryggð lán, og hins vegar ef greiðslubyrðin breytist sem óverðtryggðu fljótandi lánin hafa í för með sér. Seðlabankinn Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Með fjölgun óverðtryggðra lána á Seðlabankinn ekki að þurfa að hækka stýrivexti eins harkalega og áður til að bregðast við þenslu og verðbólgu að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Varaseðlabankanstjóri hefur varað við því að greiðslur af húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þó áhætta fylgi óverðtryggðum lánum þá hafi þau ótvíræða kosti. Stýrivextir Seðlabankans hafi áður fyrr virkað seint og illa á heimilin en í ár hafði stýrivaxtalækkun strax jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu. „Seðlabanki Íslands hefur löngum strítt við það að geta aðeins með óbeinum hætti og til lengri tíma haft áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna og stýrivextir hafa virkað miklu fyrr og með skarpari hætti á fyrirtækin. Nú er aðgangur Seðlabankans að ráðstöfunartekjum heimilanna orðið miklu beinni. Við höfum séð að stýrivaxtalækkunin er að hafa jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu með því að heimilin hafa getað endurfjármagnað íbúðalánin sín á þessum fljótandi vöxtum. Það þýðir líka að ef Seðlabankinn vill stíga á bremsuna ef verðbóla eykst og þensla myndast í hagkerfinu, þarf minni vaxtahækkun til að slá töluvert á einkaneysluna og íbúðamarkaðinn,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Á uppgangsárunum fyrir hrun reyndi Seðlabankinn að slá á þennsluna með vaxtahækkunum yfir tveggja stafa tölu. Þær höfðu ekki áhrif á heimilin því þau fjármögnuðu sig ekki á sömu vöxtum. „Við höfum skýr dæmi um það á útrásarárunum þegar Seðlabankinn var að reyna að halda aftur af verðbólgu og þennslu. Það gekk ekki sérlega vel. Þau voru komin með vexti í tveggja stafa tölu. Það sá ekki högg á vatni, sérstaklega í tilfelli heimilanna. Þau voru ekki að fjármagna sig á vöxtum sem voru beintengdir þessum stýrivöxtum. Helstu áhrif stýrivaxtahækkunarinnar voru að styrkja gengið sem jók kaupmátt heimilanna verulega,“ segir Jón Bjarki. Á meðan gátu aðrir seðlabankar í löndunum í kringum okkur haft áhrif á þenslu með mun hóflegri hækkun. „Þannig að við þyrftum væntanlega mun minni sveiflur í vaxtastig Seðlabankans til að hafa veruleg áhrif á heimilin.“ Íslendingar hafa í síauknum mæli sótt í óverðtryggða vexti meðfram lækkun stýrivaxta. Á meðan hlutur óverðtryggðra lána eykst svo mikið verður peningamálastjórnunin það virk að ekki þarf að hreyfa vextina eins mikið að mati Jóns Bjarka. „Þegar nógu stór hluti af lánum í hagkerfinu er kominn í fjármögnun sem er svona vel tengd við stýrivextina, þá verður peningamálastjórnunin það virk að það þarf ekki að hreyfa vextina eins mikið. Áhættan er kannski fyrst og fremst á meðan aðeins hluti heimila og fyrirtækja verður fyrir umtalsverðum áhrifum og þarf í rauninni að slá ennþá meira á fjárhag þeirra aðila til að hafa áhrif á hagkerfið í heild,“ segir Jón Bjarki. Þegar kemur að því að taka húsnæðislán segir Jón Bjarki að miða þurfi við þá þumalputtareglu að annarsvegar dreifa áhættu og hins vegar að hafa góða yfirsýn yfir það svigrúm sem viðkomandi hefur bæði varðandi að höfuðstóllinn taki breytingum, sem fólk er útsettara fyrir ef fólk tekur verðtryggð lán, og hins vegar ef greiðslubyrðin breytist sem óverðtryggðu fljótandi lánin hafa í för með sér.
Seðlabankinn Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira