Þriðji Póllinn er opnunarmynd RIFF Tinni Sveinsson skrifar 28. ágúst 2020 12:30 Þriðji Póllinn er áhrifarík heimildarmynd um geðhvörf sem fylgir eftir ferðalagi Högna Egilssonar tónlistarmanns og Önnu Töru Edwards um framandi slóðir í Nepal. Opnunarmynd RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, í ár er Þriðji Póllinn, ný íslensk kvikmynd eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur. Kvikmyndin verður frumsýnd 24. september þegar hátíðin verður sett í sautjánda sinn. Þriðji Póllinn er áhrifarík heimildarmynd um geðhvörf sem fylgir eftir ferðalagi þeirra Högna Egilssyni, tónlistarmanni og Önnu Töru Edwards, um framandi slóðir í Nepal. Þriðji Póllinn er ekki hefðbundin fræðslumynd heldur veitir hún innsýn í hugsun og veruleika tveggja einstaklinga sem hafa glímt við sama sjúkdóm. Þetta er ferðasaga, mynd um óvænta vináttu og hreinskilin og opin umræða um hvað það þýðir að vera með geðsjúkdóm og að vera aðstandandi. Klippa: Þriðji póllinn - sýnishorn Anna Tara er íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga. Hún veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og missti móður sína úr sama sjúkdómi. Þegar Högni steig fram með sín veikindi ákvað Anna Tara að feta sömu leið, eftir að hafa lifað í skugga veikindanna um árabil, og skora skömmina á hólm. Hún ákvað þá að efna til tónleika til vitundarvakningar um geðsjúkdóma í Kathmandu, höfuðborg Nepals og fékk Högna til að spila á tónleikunum. Fyrir ágóðann var síðan opnuð hjálparlína fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum í Nepal. Anna Tara ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga. Á RIFF í ár verður sýnt úrval mynda i Bíó Paradís og Norræna húsinu en jafnframt verður vegleg kvikmyndadagskrá á riff.is þar sem öllum landsmönnum býðst að horfa. Gestir njóta myndanna á vönduðu vefsvæði því sama og notað er á fjölda þekktra kvikmyndahátíða m.a. CPH PIX, Midnight Sun í Finnlandi, Galway Film Fleath og Locarno Film Festival í Sviss. RIFF verður með veglega dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur yfir en mun jafnframt standa fyrir kvikmyndasýningum í október og nóvember. Þær sýningar eru hugsaðar sem brú yfir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna EFA sem til stendur að veita hér á landi í desember. Miðasala verður kynnt á næstu dögum. Anna Tara efndi til tónleika til vitundarvakningar um geðsjúkdóma í Kathmandu, höfuðborg Nepals, og Högni spilaði á þeim. Þriðji Póllinn er fyrsta myndin sem Anní Ólafsdóttur í fullri lengd en Andri Snær Magnason hefur áður leikstýrt Draumalandinu ásamt Þorfinni Guðnasyni, sem var aðsóknarmesta heimildarmynd Íslandssögunnar. Eva Lind Höskuldsdóttir, Davíð Alexander Corno og Anní Ólafsdóttir klipptu myndina, Anní Ólafsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarsson sáu um kvikmyndatöku, hljóðvinnsla var í höndum Huldars Freys Arnarsonar og litgreining í höndum Trickshot. Framleiðendur myndarinnar eru Andri Snær Magnason, Hlín Jóhannesdóttir, Halldóra Þorláksdóttir og Sigurður Gísli Pálmason. Samstarf hefur verið við Geðhjálp, Landlæknisembættið og Píeta, samtök gegn sjálfsvígum. Höfundar Þriðja Pólsins eru Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttur. Þriðji póllinn hefur verið valin sem opnunarmynd RIFF – Alþjóðlegar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og verður frumsýnd á RIFF þann 24. september. Sena dreifir myndinni sem verður tekin til almennra sýninga eftir frumsýningu. RIFF Menning Geðheilbrigði Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Opnunarmynd RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, í ár er Þriðji Póllinn, ný íslensk kvikmynd eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur. Kvikmyndin verður frumsýnd 24. september þegar hátíðin verður sett í sautjánda sinn. Þriðji Póllinn er áhrifarík heimildarmynd um geðhvörf sem fylgir eftir ferðalagi þeirra Högna Egilssyni, tónlistarmanni og Önnu Töru Edwards, um framandi slóðir í Nepal. Þriðji Póllinn er ekki hefðbundin fræðslumynd heldur veitir hún innsýn í hugsun og veruleika tveggja einstaklinga sem hafa glímt við sama sjúkdóm. Þetta er ferðasaga, mynd um óvænta vináttu og hreinskilin og opin umræða um hvað það þýðir að vera með geðsjúkdóm og að vera aðstandandi. Klippa: Þriðji póllinn - sýnishorn Anna Tara er íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga. Hún veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og missti móður sína úr sama sjúkdómi. Þegar Högni steig fram með sín veikindi ákvað Anna Tara að feta sömu leið, eftir að hafa lifað í skugga veikindanna um árabil, og skora skömmina á hólm. Hún ákvað þá að efna til tónleika til vitundarvakningar um geðsjúkdóma í Kathmandu, höfuðborg Nepals og fékk Högna til að spila á tónleikunum. Fyrir ágóðann var síðan opnuð hjálparlína fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum í Nepal. Anna Tara ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga. Á RIFF í ár verður sýnt úrval mynda i Bíó Paradís og Norræna húsinu en jafnframt verður vegleg kvikmyndadagskrá á riff.is þar sem öllum landsmönnum býðst að horfa. Gestir njóta myndanna á vönduðu vefsvæði því sama og notað er á fjölda þekktra kvikmyndahátíða m.a. CPH PIX, Midnight Sun í Finnlandi, Galway Film Fleath og Locarno Film Festival í Sviss. RIFF verður með veglega dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur yfir en mun jafnframt standa fyrir kvikmyndasýningum í október og nóvember. Þær sýningar eru hugsaðar sem brú yfir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna EFA sem til stendur að veita hér á landi í desember. Miðasala verður kynnt á næstu dögum. Anna Tara efndi til tónleika til vitundarvakningar um geðsjúkdóma í Kathmandu, höfuðborg Nepals, og Högni spilaði á þeim. Þriðji Póllinn er fyrsta myndin sem Anní Ólafsdóttur í fullri lengd en Andri Snær Magnason hefur áður leikstýrt Draumalandinu ásamt Þorfinni Guðnasyni, sem var aðsóknarmesta heimildarmynd Íslandssögunnar. Eva Lind Höskuldsdóttir, Davíð Alexander Corno og Anní Ólafsdóttir klipptu myndina, Anní Ólafsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarsson sáu um kvikmyndatöku, hljóðvinnsla var í höndum Huldars Freys Arnarsonar og litgreining í höndum Trickshot. Framleiðendur myndarinnar eru Andri Snær Magnason, Hlín Jóhannesdóttir, Halldóra Þorláksdóttir og Sigurður Gísli Pálmason. Samstarf hefur verið við Geðhjálp, Landlæknisembættið og Píeta, samtök gegn sjálfsvígum. Höfundar Þriðja Pólsins eru Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttur. Þriðji póllinn hefur verið valin sem opnunarmynd RIFF – Alþjóðlegar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og verður frumsýnd á RIFF þann 24. september. Sena dreifir myndinni sem verður tekin til almennra sýninga eftir frumsýningu.
RIFF Menning Geðheilbrigði Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira