Þó að ekkert íslensku liðana sem voru í eldlínunni hafi komist áfram, þá gekk liðunum sem eru með íslenska leikmenn innan borðs betur og öll þeirra komust áfram í kvöld.
Jón Dagur Þorsteinsson spilaði í 70 mínútur er AGF vann 5-2 sigur á Honka frá Finnlandi.
AGF komst í 2-0 áður en gestirnir minnkuðu muninn. Aftur skoraði AGF og komst í 3-2 en aftur minnkuðu gestirnir muninn.
Nýju mennirnir Patrick Olsen og Søren Tengstedt gerðu svo út um leikinn í uppbótartíma og Jón Dagur og félagar komnir í 3. umferðina.
Aron Jóhannsson lagði upp mark er Hammarby vann 3-0 sigur á Puskas FC. Aron kom inn á sem varamaður á 55. mínútu og lagði upp mark sex mínútum fyrir leikslok.
Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í hægri bakverðinum hjá Bodo/Glimt sem gekk frá FK Kauno Zalgiris, 6-1. Staðan var í hálfleik.
Arnór Ingvi Traustason spilaði síðasta stundarfjórðunginn er Malmö vann 2-0 sigur á Cracovia. Fyrra markið kom eftir tuttugu sekúndur og það síðara á 44. mínútu.