Ferðalög fólks verði færri og valin af meiri kostgæfni Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 09:56 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Vísir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist gera ráð fyrir að á næstu árum verði ferðalög fólks almennt færri og valin af meiri kostgæfni. Skarphéðinn ræddi ferðavenjur og stöðu ferðaþjónustunnar í ástandinu sem nú ríkir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Menn gera ráð fyrir að ferðalög í kringum vinnu – ráðstefnur, fundir og annað slíkt – almennt gert ráð fyrir að það muni draga úr því. Hvað varðar hvaða áhrif þetta mun hafa á þá sem eru í fríi – sumir telja að þetta muni verða til þess að fólk fari í lengri og færri ferðir. Það getur vel verið. Fyrir Covid voru menn fyrst og fremst að horfa á kolefnissporið og hvaða áhrif það myndi hafa á ferðalög og umhverfið. Þetta hefur ekkert farið frá okkur. Þegar dregur úr Covid mun þetta mál verða enn brýnna og koma upp til að hafa áhrif. Ég held að þetta muni verða til þess að ferðir verði lengri, valdar af meiri kostgæfni. Þetta mun örugglega hafa áhrif,“ segir Skarphéðinn. Erfiðara að fá fólk til að fara í „aukaferðalagið“ Ferðamálastjóri ræddi sömuleiðis stöðu ferðaþjónustunnar og þær ráðstafanir sem hefur verið gripið til á landamærunum. Nú komi svo gott sem engir bandarískir ferðamenn, en þeir hafa jafnan verið mjög áberandi á haustin. „Það er alveg ljóst að eftir þessar aðgerðir á landamærum – ákvörðun um það að skima tvisvar og sóttkví á milli – þá hefur dregið allverulega úr. Það eru sárafáir ferðamenn sem hafa áhuga á þessu að hafa þetta svona þegar þeir koma til landsins. Það er alveg ljóst að það verða ekki margir á meðan þetta verður. Það er líka alveg viðbúið að þetta muni teygja sig eitthvað lengra inn í haustið því ferðavilji almennt og ferðir eru sjaldgæfari á haustin og veturna hjá fólki. Þetta er kannski annað ferðalagið á árinu, aukaferðalagið, og kannski erfiðara að fá fólk til að fara í það.“ Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Aðspurður um ferðir Íslendinga til útlanda segir Skarphéðinn að búið er að aflýsa svo gott sem öllum borgarferðum í haust. „Þetta eru oft árshátíðarferðir eða starfsmannaferðir eða einhverjir saumaklúbbar eða eitthvað svoleiðis. Bæði í vor og haust er búið að aflýsa þessu. Vonandi að þessir hópar sjái tækifæri í því að ferðast innanlands.“ Íslendingatraffíkin farin að einskorðast við helgar Skarphéðinn segir að í gegnum tíðina hafi Íslendingar ferðast fyrst og fremst í júlí. Þannig að aðrir mánuðir hafi alla jafna ekki verið mjög fyrirferðarmiklir hjá Íslendingum. „Það sem gerðist núna er að Íslendingar virðast hafa byrjað fyrr, jafnvel í maí og verið þokkalega mikið að ferðast í júní og svolítið inn í ágúst. Ef við tökum júlí, þá eru allar vísbendingar um að umsvif í ferðaþjónustu hafi ekki verið langt frá því sem var í júlí í fyrra. Þannig að þó að erlendir ferðamenn hafi ekki verið um 20 prósent af því sem var í fyrra þá hafa Íslendingarnir bætt það upp. Svo það sem gerist þegar við færum okkur í seinni hlutann í ágúst þá var farið að vera greinilegt að Íslendingatraffíkin var farin að einskorðast við helgar. Það er greinilegt líka þegar komið er fram í haustið,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist gera ráð fyrir að á næstu árum verði ferðalög fólks almennt færri og valin af meiri kostgæfni. Skarphéðinn ræddi ferðavenjur og stöðu ferðaþjónustunnar í ástandinu sem nú ríkir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Menn gera ráð fyrir að ferðalög í kringum vinnu – ráðstefnur, fundir og annað slíkt – almennt gert ráð fyrir að það muni draga úr því. Hvað varðar hvaða áhrif þetta mun hafa á þá sem eru í fríi – sumir telja að þetta muni verða til þess að fólk fari í lengri og færri ferðir. Það getur vel verið. Fyrir Covid voru menn fyrst og fremst að horfa á kolefnissporið og hvaða áhrif það myndi hafa á ferðalög og umhverfið. Þetta hefur ekkert farið frá okkur. Þegar dregur úr Covid mun þetta mál verða enn brýnna og koma upp til að hafa áhrif. Ég held að þetta muni verða til þess að ferðir verði lengri, valdar af meiri kostgæfni. Þetta mun örugglega hafa áhrif,“ segir Skarphéðinn. Erfiðara að fá fólk til að fara í „aukaferðalagið“ Ferðamálastjóri ræddi sömuleiðis stöðu ferðaþjónustunnar og þær ráðstafanir sem hefur verið gripið til á landamærunum. Nú komi svo gott sem engir bandarískir ferðamenn, en þeir hafa jafnan verið mjög áberandi á haustin. „Það er alveg ljóst að eftir þessar aðgerðir á landamærum – ákvörðun um það að skima tvisvar og sóttkví á milli – þá hefur dregið allverulega úr. Það eru sárafáir ferðamenn sem hafa áhuga á þessu að hafa þetta svona þegar þeir koma til landsins. Það er alveg ljóst að það verða ekki margir á meðan þetta verður. Það er líka alveg viðbúið að þetta muni teygja sig eitthvað lengra inn í haustið því ferðavilji almennt og ferðir eru sjaldgæfari á haustin og veturna hjá fólki. Þetta er kannski annað ferðalagið á árinu, aukaferðalagið, og kannski erfiðara að fá fólk til að fara í það.“ Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Aðspurður um ferðir Íslendinga til útlanda segir Skarphéðinn að búið er að aflýsa svo gott sem öllum borgarferðum í haust. „Þetta eru oft árshátíðarferðir eða starfsmannaferðir eða einhverjir saumaklúbbar eða eitthvað svoleiðis. Bæði í vor og haust er búið að aflýsa þessu. Vonandi að þessir hópar sjái tækifæri í því að ferðast innanlands.“ Íslendingatraffíkin farin að einskorðast við helgar Skarphéðinn segir að í gegnum tíðina hafi Íslendingar ferðast fyrst og fremst í júlí. Þannig að aðrir mánuðir hafi alla jafna ekki verið mjög fyrirferðarmiklir hjá Íslendingum. „Það sem gerðist núna er að Íslendingar virðast hafa byrjað fyrr, jafnvel í maí og verið þokkalega mikið að ferðast í júní og svolítið inn í ágúst. Ef við tökum júlí, þá eru allar vísbendingar um að umsvif í ferðaþjónustu hafi ekki verið langt frá því sem var í júlí í fyrra. Þannig að þó að erlendir ferðamenn hafi ekki verið um 20 prósent af því sem var í fyrra þá hafa Íslendingarnir bætt það upp. Svo það sem gerist þegar við færum okkur í seinni hlutann í ágúst þá var farið að vera greinilegt að Íslendingatraffíkin var farin að einskorðast við helgar. Það er greinilegt líka þegar komið er fram í haustið,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira