Ferðalög fólks verði færri og valin af meiri kostgæfni Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 09:56 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Vísir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist gera ráð fyrir að á næstu árum verði ferðalög fólks almennt færri og valin af meiri kostgæfni. Skarphéðinn ræddi ferðavenjur og stöðu ferðaþjónustunnar í ástandinu sem nú ríkir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Menn gera ráð fyrir að ferðalög í kringum vinnu – ráðstefnur, fundir og annað slíkt – almennt gert ráð fyrir að það muni draga úr því. Hvað varðar hvaða áhrif þetta mun hafa á þá sem eru í fríi – sumir telja að þetta muni verða til þess að fólk fari í lengri og færri ferðir. Það getur vel verið. Fyrir Covid voru menn fyrst og fremst að horfa á kolefnissporið og hvaða áhrif það myndi hafa á ferðalög og umhverfið. Þetta hefur ekkert farið frá okkur. Þegar dregur úr Covid mun þetta mál verða enn brýnna og koma upp til að hafa áhrif. Ég held að þetta muni verða til þess að ferðir verði lengri, valdar af meiri kostgæfni. Þetta mun örugglega hafa áhrif,“ segir Skarphéðinn. Erfiðara að fá fólk til að fara í „aukaferðalagið“ Ferðamálastjóri ræddi sömuleiðis stöðu ferðaþjónustunnar og þær ráðstafanir sem hefur verið gripið til á landamærunum. Nú komi svo gott sem engir bandarískir ferðamenn, en þeir hafa jafnan verið mjög áberandi á haustin. „Það er alveg ljóst að eftir þessar aðgerðir á landamærum – ákvörðun um það að skima tvisvar og sóttkví á milli – þá hefur dregið allverulega úr. Það eru sárafáir ferðamenn sem hafa áhuga á þessu að hafa þetta svona þegar þeir koma til landsins. Það er alveg ljóst að það verða ekki margir á meðan þetta verður. Það er líka alveg viðbúið að þetta muni teygja sig eitthvað lengra inn í haustið því ferðavilji almennt og ferðir eru sjaldgæfari á haustin og veturna hjá fólki. Þetta er kannski annað ferðalagið á árinu, aukaferðalagið, og kannski erfiðara að fá fólk til að fara í það.“ Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Aðspurður um ferðir Íslendinga til útlanda segir Skarphéðinn að búið er að aflýsa svo gott sem öllum borgarferðum í haust. „Þetta eru oft árshátíðarferðir eða starfsmannaferðir eða einhverjir saumaklúbbar eða eitthvað svoleiðis. Bæði í vor og haust er búið að aflýsa þessu. Vonandi að þessir hópar sjái tækifæri í því að ferðast innanlands.“ Íslendingatraffíkin farin að einskorðast við helgar Skarphéðinn segir að í gegnum tíðina hafi Íslendingar ferðast fyrst og fremst í júlí. Þannig að aðrir mánuðir hafi alla jafna ekki verið mjög fyrirferðarmiklir hjá Íslendingum. „Það sem gerðist núna er að Íslendingar virðast hafa byrjað fyrr, jafnvel í maí og verið þokkalega mikið að ferðast í júní og svolítið inn í ágúst. Ef við tökum júlí, þá eru allar vísbendingar um að umsvif í ferðaþjónustu hafi ekki verið langt frá því sem var í júlí í fyrra. Þannig að þó að erlendir ferðamenn hafi ekki verið um 20 prósent af því sem var í fyrra þá hafa Íslendingarnir bætt það upp. Svo það sem gerist þegar við færum okkur í seinni hlutann í ágúst þá var farið að vera greinilegt að Íslendingatraffíkin var farin að einskorðast við helgar. Það er greinilegt líka þegar komið er fram í haustið,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist gera ráð fyrir að á næstu árum verði ferðalög fólks almennt færri og valin af meiri kostgæfni. Skarphéðinn ræddi ferðavenjur og stöðu ferðaþjónustunnar í ástandinu sem nú ríkir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Menn gera ráð fyrir að ferðalög í kringum vinnu – ráðstefnur, fundir og annað slíkt – almennt gert ráð fyrir að það muni draga úr því. Hvað varðar hvaða áhrif þetta mun hafa á þá sem eru í fríi – sumir telja að þetta muni verða til þess að fólk fari í lengri og færri ferðir. Það getur vel verið. Fyrir Covid voru menn fyrst og fremst að horfa á kolefnissporið og hvaða áhrif það myndi hafa á ferðalög og umhverfið. Þetta hefur ekkert farið frá okkur. Þegar dregur úr Covid mun þetta mál verða enn brýnna og koma upp til að hafa áhrif. Ég held að þetta muni verða til þess að ferðir verði lengri, valdar af meiri kostgæfni. Þetta mun örugglega hafa áhrif,“ segir Skarphéðinn. Erfiðara að fá fólk til að fara í „aukaferðalagið“ Ferðamálastjóri ræddi sömuleiðis stöðu ferðaþjónustunnar og þær ráðstafanir sem hefur verið gripið til á landamærunum. Nú komi svo gott sem engir bandarískir ferðamenn, en þeir hafa jafnan verið mjög áberandi á haustin. „Það er alveg ljóst að eftir þessar aðgerðir á landamærum – ákvörðun um það að skima tvisvar og sóttkví á milli – þá hefur dregið allverulega úr. Það eru sárafáir ferðamenn sem hafa áhuga á þessu að hafa þetta svona þegar þeir koma til landsins. Það er alveg ljóst að það verða ekki margir á meðan þetta verður. Það er líka alveg viðbúið að þetta muni teygja sig eitthvað lengra inn í haustið því ferðavilji almennt og ferðir eru sjaldgæfari á haustin og veturna hjá fólki. Þetta er kannski annað ferðalagið á árinu, aukaferðalagið, og kannski erfiðara að fá fólk til að fara í það.“ Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Aðspurður um ferðir Íslendinga til útlanda segir Skarphéðinn að búið er að aflýsa svo gott sem öllum borgarferðum í haust. „Þetta eru oft árshátíðarferðir eða starfsmannaferðir eða einhverjir saumaklúbbar eða eitthvað svoleiðis. Bæði í vor og haust er búið að aflýsa þessu. Vonandi að þessir hópar sjái tækifæri í því að ferðast innanlands.“ Íslendingatraffíkin farin að einskorðast við helgar Skarphéðinn segir að í gegnum tíðina hafi Íslendingar ferðast fyrst og fremst í júlí. Þannig að aðrir mánuðir hafi alla jafna ekki verið mjög fyrirferðarmiklir hjá Íslendingum. „Það sem gerðist núna er að Íslendingar virðast hafa byrjað fyrr, jafnvel í maí og verið þokkalega mikið að ferðast í júní og svolítið inn í ágúst. Ef við tökum júlí, þá eru allar vísbendingar um að umsvif í ferðaþjónustu hafi ekki verið langt frá því sem var í júlí í fyrra. Þannig að þó að erlendir ferðamenn hafi ekki verið um 20 prósent af því sem var í fyrra þá hafa Íslendingarnir bætt það upp. Svo það sem gerist þegar við færum okkur í seinni hlutann í ágúst þá var farið að vera greinilegt að Íslendingatraffíkin var farin að einskorðast við helgar. Það er greinilegt líka þegar komið er fram í haustið,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira