Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varaði í nótt við að ofbeldisverk og mótmæli munu dreifast til fleiri bandarískra borga, fari svo að Joe Biden vinni sigur í forsetakosningunum í nóvember.
„Sannleikurinn er sá að við þið verðið ekki örugg í Bandaríkjum Joe Biden,“ sagði varaforsetinn í ræðu sinni á landsþingi Repúblikanaflokksins sem að stærstum hluta fram í netheimum þessa dagana.
Pence dró í ræðu sinni upp þá mynd að bandarískir kjósendur stæðu frammi fyrir vali milli raðar og reglu annars vegar og lögleysu hins vegar.
Mikil mótmæli hafa verið í nokkrum borgum Bandaríkjanna síðustu daga í kjölfar þess að lögreglumaður skaut svartan mann í Wisconsin síðastliðinn sunnudag.
Pence sagði að Bandaríkjamenn vissu fullvel að ekki þyrfti að velja milli þess að styðja við bakið á lögreglunni og þess að standa með svörtum Bandaríkjamönnum til að bæta lífsgæði borgaranna í borgum og bæjum.
Hann gagnrýndi ennfremur Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að orð hans um að þegjandi slagsíða sé gegn minnihlutahópum sé við lýði í bandarísku samfélagi, auk „kerfisbundis rasisma“.
Pence flutti ræðu sína við Fort McHenry minnisvarðann í Baltimore.
Flokksþingi Repúblikana lýkur í kvöld.