Erlend kortavelta tæpur þriðjungur miðað við í fyrra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 12:23 Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir veltuna lækka nú dag frá degi eftir að takmarkanir við landamæri voru hertar. Vísir/vilhelm Erlend kortavelta í júlí er tæpur þriðjungur af því sem var í fyrra. Þó er júlí skásti mánuðirinn frá því í mars. Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir veltuna lækka nú dag frá degi eftir að takmarkanir við landamæri voru hertar. Erlend kortavelta nam rúmum tíu milljörðum í júlí. Fyrir utan mars til júní á þessu ári hefur ekki verið lægri velta í einum mánuði frá janúar 2016. Minnstur samdráttur var í verslun en þó var veltan ríflega helmingi minni en fyrir ári. Í gistiþjónustu var erlenda kortaveltan aðeins fjórðungur miðað við síðasta ár, þriðjungur í veitingaþjónustu og hjá bílaleigum dróst veltan saman um tæplega sjötíu prósent. Greiningin er gerð af Rannsóknarsetri verslunarinnar. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður þar, segir enginn flokk ferðaþjónustunnar koma vel út í sumar. „Ferðaþjónustan hefur verið við alkul frá því í mars - og júlí var þó töluvert skárri fyrir ferðaþjónustuna en hefur verið framan af ári. En það er ekkert á við það sem hefði verið ef faraldurinn hefði ekki skollið á.“ Rannsóknasetur verslunarinnar Dönsk greiðslukort veltu mestu í júlí, þar á eftir þýsk og svo bresk. Íslensk greiðslukort hafa aldrei velt eins miklu í einum mánuði. „Innlenda veltan hefur sýnt mikla neyslu. Íslendingar eru væntanlega að eyða þeim peningum sem annars hefðu farið í ferðalög í innlenda verslun og þjónustu – aldrei verið hærri en núna í júlí.“ Jafnast þetta á við jólaverslunina? „Já, þetta er stærri tala en í desember síðastliðinn í heildina en í verslun er talan sambærileg, eða í kringum 45 milljarða, en það er ekkert sem við sjáum oft í júlí - júlí er yfirleitt ekki sprækur – þannig að hann jafnist á við desember en það var hann núna.“ En neysla Íslendinga bætir ekki upp tjónið fyrir ferðaþjónustuna, Árni Sverrir segir þetta aðeins dropa í hafið og að auki virðist erlenda neyslan á hraðri niðurleið. „Við sjáum það að það lækkar í kortunum dag frá degi, það sem kemur inn, frá því að samkomutakmarkanir voru hertar,“ segir Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar. Verslun Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Erlend kortavelta í júlí er tæpur þriðjungur af því sem var í fyrra. Þó er júlí skásti mánuðirinn frá því í mars. Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir veltuna lækka nú dag frá degi eftir að takmarkanir við landamæri voru hertar. Erlend kortavelta nam rúmum tíu milljörðum í júlí. Fyrir utan mars til júní á þessu ári hefur ekki verið lægri velta í einum mánuði frá janúar 2016. Minnstur samdráttur var í verslun en þó var veltan ríflega helmingi minni en fyrir ári. Í gistiþjónustu var erlenda kortaveltan aðeins fjórðungur miðað við síðasta ár, þriðjungur í veitingaþjónustu og hjá bílaleigum dróst veltan saman um tæplega sjötíu prósent. Greiningin er gerð af Rannsóknarsetri verslunarinnar. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður þar, segir enginn flokk ferðaþjónustunnar koma vel út í sumar. „Ferðaþjónustan hefur verið við alkul frá því í mars - og júlí var þó töluvert skárri fyrir ferðaþjónustuna en hefur verið framan af ári. En það er ekkert á við það sem hefði verið ef faraldurinn hefði ekki skollið á.“ Rannsóknasetur verslunarinnar Dönsk greiðslukort veltu mestu í júlí, þar á eftir þýsk og svo bresk. Íslensk greiðslukort hafa aldrei velt eins miklu í einum mánuði. „Innlenda veltan hefur sýnt mikla neyslu. Íslendingar eru væntanlega að eyða þeim peningum sem annars hefðu farið í ferðalög í innlenda verslun og þjónustu – aldrei verið hærri en núna í júlí.“ Jafnast þetta á við jólaverslunina? „Já, þetta er stærri tala en í desember síðastliðinn í heildina en í verslun er talan sambærileg, eða í kringum 45 milljarða, en það er ekkert sem við sjáum oft í júlí - júlí er yfirleitt ekki sprækur – þannig að hann jafnist á við desember en það var hann núna.“ En neysla Íslendinga bætir ekki upp tjónið fyrir ferðaþjónustuna, Árni Sverrir segir þetta aðeins dropa í hafið og að auki virðist erlenda neyslan á hraðri niðurleið. „Við sjáum það að það lækkar í kortunum dag frá degi, það sem kemur inn, frá því að samkomutakmarkanir voru hertar,“ segir Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.
Verslun Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira