Bein útsending: Verðlaunaafhending Gagnaþons fyrir umhverfið Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2020 12:30 Nýsköpunarkeppnin hefur staðið yfir undanfarna viku. Verðlaun verða afhent í nýsköpunarkeppninni Gagnaþon fyrir umhverfið klukkan 13 í dag, en keppnin hefur staðið yfir undanfarna viku. Verðlaun verða veitt fyrir bestu verkefnin í þremur flokkum – fyrir bestu hugmyndina, bestu endurbættu lausnina og svo besta gagnaverkefnið. Verðlaunin veita Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, en hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan. „Vinningsteymi besta gagnaverkefnisins hlýtur 750.000 kr. í sigurlaun, besta endurbætta lausnin 450.000 kr. og vinningsteymi bestu hugmyndarinnar hlýtur 200.000 kr. Keppnin gekk út á nýskapandi hugmyndir sem nýst gætu umhverfinu. Dæmi um lausnir sem urðu til eða voru bættar í keppninni eru kolefnisreiknir sem tengdur er heimabanka, bót á matvælasóun, svifryksspá og plastumbúðir úr iðnaðarhampi annars vegar og þörungum hins vegar. Samtals skráðu hátt í 200 keppendur sig til leiks, en 17 teymi skiluðu inn gildum lausnum 19. ágúst síðastliðinn. Vegna samfélagsaðstæðna fór gagnaþonið fram stafrænt og sóttu þáttakendur því vinnusmiðjur og fengu leiðsögn frá leiðbeinendum á þann máta,“ segir í tilkynningu. Þær lausnir sem keppa um fyrstu verðlaun í hverjum flokki eru eftirfarandi: Besta hugmyndin Hemp Pack Lífplast (e. bioplastics) úr iðnaðarhampi Hjólað fyrir umhverfið Farsímaapp sem heldur utan um sparað kolefnisspor og hvetur til hjólreiða. MAREA Lífplast í stað einnota plasts með það að markmiði að ráða bót á þeirri mengun sem stafar af notkun einnota plasts á Íslandi. Towards A Better Future Miðar að því að draga úr losun mengandi efna með mismunandi hætti. Endurbætt lausn &L Hagnýtari kolefnisreiknivél Eno Hagnýtari lausn til að lesa opinber gögn í Excel GreenBytes Dregur úr matasóun veitingastaða með því að nota gervigreind og veðurstofugögn Meniga Carbon Index Kolefnisstuðull sem gerir fólki kleift að fá upplýsingar um kolefnisspor sitt, tengt sinni neyslu. Svifryksspá Tvinnar saman veðurathugunargögn og svifryksgögn til að að spá fyrir um svifryk í lofti fyrir komandi daga. Besta gagnaverkefnið Flikk Flokk Snjallsímaforrit sem auðveldar endurvinnslu með því að veita upplýsingar um hvernig má endurvinna vöruna, þegar strikamerki vöru er skannað. Hark Myndræn framsetning á opinberum kortagögnum NetZero Auðveldar einstaklingum að meta kolefnisspor sitt, ásamt því að veita tækifæri kolefnisjöfnunar í takt við neyslu. Núloft Miðlar upplýsingum og spáir fyrir um loftgæði í Reykjavík Skrefinu Framar App, sem skorar á fólk og ýtir undir meðvitund um að minnka kolefnisfótspor. Nýsköpun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Verðlaun verða afhent í nýsköpunarkeppninni Gagnaþon fyrir umhverfið klukkan 13 í dag, en keppnin hefur staðið yfir undanfarna viku. Verðlaun verða veitt fyrir bestu verkefnin í þremur flokkum – fyrir bestu hugmyndina, bestu endurbættu lausnina og svo besta gagnaverkefnið. Verðlaunin veita Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, en hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan. „Vinningsteymi besta gagnaverkefnisins hlýtur 750.000 kr. í sigurlaun, besta endurbætta lausnin 450.000 kr. og vinningsteymi bestu hugmyndarinnar hlýtur 200.000 kr. Keppnin gekk út á nýskapandi hugmyndir sem nýst gætu umhverfinu. Dæmi um lausnir sem urðu til eða voru bættar í keppninni eru kolefnisreiknir sem tengdur er heimabanka, bót á matvælasóun, svifryksspá og plastumbúðir úr iðnaðarhampi annars vegar og þörungum hins vegar. Samtals skráðu hátt í 200 keppendur sig til leiks, en 17 teymi skiluðu inn gildum lausnum 19. ágúst síðastliðinn. Vegna samfélagsaðstæðna fór gagnaþonið fram stafrænt og sóttu þáttakendur því vinnusmiðjur og fengu leiðsögn frá leiðbeinendum á þann máta,“ segir í tilkynningu. Þær lausnir sem keppa um fyrstu verðlaun í hverjum flokki eru eftirfarandi: Besta hugmyndin Hemp Pack Lífplast (e. bioplastics) úr iðnaðarhampi Hjólað fyrir umhverfið Farsímaapp sem heldur utan um sparað kolefnisspor og hvetur til hjólreiða. MAREA Lífplast í stað einnota plasts með það að markmiði að ráða bót á þeirri mengun sem stafar af notkun einnota plasts á Íslandi. Towards A Better Future Miðar að því að draga úr losun mengandi efna með mismunandi hætti. Endurbætt lausn &L Hagnýtari kolefnisreiknivél Eno Hagnýtari lausn til að lesa opinber gögn í Excel GreenBytes Dregur úr matasóun veitingastaða með því að nota gervigreind og veðurstofugögn Meniga Carbon Index Kolefnisstuðull sem gerir fólki kleift að fá upplýsingar um kolefnisspor sitt, tengt sinni neyslu. Svifryksspá Tvinnar saman veðurathugunargögn og svifryksgögn til að að spá fyrir um svifryk í lofti fyrir komandi daga. Besta gagnaverkefnið Flikk Flokk Snjallsímaforrit sem auðveldar endurvinnslu með því að veita upplýsingar um hvernig má endurvinna vöruna, þegar strikamerki vöru er skannað. Hark Myndræn framsetning á opinberum kortagögnum NetZero Auðveldar einstaklingum að meta kolefnisspor sitt, ásamt því að veita tækifæri kolefnisjöfnunar í takt við neyslu. Núloft Miðlar upplýsingum og spáir fyrir um loftgæði í Reykjavík Skrefinu Framar App, sem skorar á fólk og ýtir undir meðvitund um að minnka kolefnisfótspor.
Nýsköpun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira