Morris neitar því að hafa reynt að meiða Luka Doncic í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 10:30 Það er erfitt að stoppa Luka Doncic en vonandi var leikmaður Los Angeles Clippers ekki að reyna að meiða hann viljandi í nótt. AP/Ashley Landis Luka Doncic er meiddur á ökkla en hann er að spila í gegnum meiðslin í úrslitakeppni NBA en það fór ekki í vel í hann eða aðra hjá Dallas þegar leikmaður Los Angeles Clippers steig á veika ökklann hans í nótt. Luka Doncic hefur verið magnaður með liði Dallas Mavericks í sinni fyrstu úrslitakeppni í NBA-deildinni í körfubolta og það þrátt fyrir að spila meiddur. Í fjórða leiknum, þegar Dallas liðið jafnaði metin í 2-2, þá var Luka Doncic með 43 stig, 17 fráköst, 13 stoðsendingar og sigurkörfuna á flautunni. Í nótt gekk Clippers liðinu betur að ráða við hann. Atvik í þessum fimmta leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks fékk hins vegar einhverja til að halda að leikmenn Los Angeles Clippers væru farnir að gera allt til að reyna að stoppa Luka Doncic. Marcus Morris steig á fót Doncic í leiknum. Luka Doncic stóð á vellinum og var að bíða eftir því að fá boltann eftir körfu frá Clippers. Marcus Morris var að hlaupa til baka og hljóp að Doncic og steig á vinstri fót Doncic þannig að skórinn hans losnaði. Doncic er einmitt meiddur á vinstri ökkla. Clippers' Morris denies trying to hurt Mavs' Doncic https://t.co/1jiq26tURF #Mavs pic.twitter.com/AfNAjiw9IE— ESPNDallas (@ESPNDallas) August 26, 2020 „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter eftir leikinn. „Ég hef spilað í tíu ár á móti þeim bestu og ég stend með mínu siðferði og minni vinnusemi. Ég er keppnismaður og skil allt eftir á gólfinu í hverjum leik,“ skrifaði Morris og bætti við í annarri færslu. „Körfubolti hefur aldrei verið það mikil alvara að maður reyni að meiða einhvern. Ég biðst ekki afsökunar á neinu því ég veit hvað ég legg á mig á hverjum degi. Þetta voru mistök, sættið ykkur við það. Ég spila leikinn til að keppa,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. The sideline view of Marcus Morris stepping on Luka Doncic's injured ankle #NBAPlayoffs pic.twitter.com/t3AIzL7kHJ— Sports ReUp (@SportsReUp) August 26, 2020 NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Luka Doncic er meiddur á ökkla en hann er að spila í gegnum meiðslin í úrslitakeppni NBA en það fór ekki í vel í hann eða aðra hjá Dallas þegar leikmaður Los Angeles Clippers steig á veika ökklann hans í nótt. Luka Doncic hefur verið magnaður með liði Dallas Mavericks í sinni fyrstu úrslitakeppni í NBA-deildinni í körfubolta og það þrátt fyrir að spila meiddur. Í fjórða leiknum, þegar Dallas liðið jafnaði metin í 2-2, þá var Luka Doncic með 43 stig, 17 fráköst, 13 stoðsendingar og sigurkörfuna á flautunni. Í nótt gekk Clippers liðinu betur að ráða við hann. Atvik í þessum fimmta leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks fékk hins vegar einhverja til að halda að leikmenn Los Angeles Clippers væru farnir að gera allt til að reyna að stoppa Luka Doncic. Marcus Morris steig á fót Doncic í leiknum. Luka Doncic stóð á vellinum og var að bíða eftir því að fá boltann eftir körfu frá Clippers. Marcus Morris var að hlaupa til baka og hljóp að Doncic og steig á vinstri fót Doncic þannig að skórinn hans losnaði. Doncic er einmitt meiddur á vinstri ökkla. Clippers' Morris denies trying to hurt Mavs' Doncic https://t.co/1jiq26tURF #Mavs pic.twitter.com/AfNAjiw9IE— ESPNDallas (@ESPNDallas) August 26, 2020 „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter eftir leikinn. „Ég hef spilað í tíu ár á móti þeim bestu og ég stend með mínu siðferði og minni vinnusemi. Ég er keppnismaður og skil allt eftir á gólfinu í hverjum leik,“ skrifaði Morris og bætti við í annarri færslu. „Körfubolti hefur aldrei verið það mikil alvara að maður reyni að meiða einhvern. Ég biðst ekki afsökunar á neinu því ég veit hvað ég legg á mig á hverjum degi. Þetta voru mistök, sættið ykkur við það. Ég spila leikinn til að keppa,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. The sideline view of Marcus Morris stepping on Luka Doncic's injured ankle #NBAPlayoffs pic.twitter.com/t3AIzL7kHJ— Sports ReUp (@SportsReUp) August 26, 2020
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira