Formaður KSÍ segir gagnrýni Rúnars ósanngjarna Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2020 14:45 Guðni Bergsson og hans fólk hjá KSÍ hefur haft í nógu að snúast undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. mynd/skjáskot Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur sent frá sér pistil þar sem hann svarar gagnrýni Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Rúnar sagði í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason að svo virtist sem að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni hefði skipt KSÍ meira máli en leikir íslensku félagsliðanna eins og KR í Evrópukeppnum. KR þurfti að fara í sóttkví við komuna til Íslands eftir tap gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en fékk svo að breyta yfir í vinnusóttkví frá og með síðasta laugardegi og gat þá byrjað að æfa að nýju. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands. Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin,“ sagði Rúnar. Guðni segir þessa gagnrýni ósanngjarna og að hann geti engan veginn tekið undir það að starfsfólk KSÍ hafi ekki sinnt sínum aðildarfélögum sem skyldu. Mun meiri tími hafi farið í að sinna þeim heldur en að undirbúa landsleiki. Á endanum beri KSÍ eins og öðrum í samfélaginu skylda til að fylgja settum reglum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnalæknis. Pistilinn má lesa hér að neðan. Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir. KSÍ KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur sent frá sér pistil þar sem hann svarar gagnrýni Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Rúnar sagði í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason að svo virtist sem að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni hefði skipt KSÍ meira máli en leikir íslensku félagsliðanna eins og KR í Evrópukeppnum. KR þurfti að fara í sóttkví við komuna til Íslands eftir tap gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en fékk svo að breyta yfir í vinnusóttkví frá og með síðasta laugardegi og gat þá byrjað að æfa að nýju. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands. Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin,“ sagði Rúnar. Guðni segir þessa gagnrýni ósanngjarna og að hann geti engan veginn tekið undir það að starfsfólk KSÍ hafi ekki sinnt sínum aðildarfélögum sem skyldu. Mun meiri tími hafi farið í að sinna þeim heldur en að undirbúa landsleiki. Á endanum beri KSÍ eins og öðrum í samfélaginu skylda til að fylgja settum reglum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnalæknis. Pistilinn má lesa hér að neðan. Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir.
Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir.
KSÍ KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira