LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 10:00 LeBron James í leik Los Angeles Lakers á móti Portland Trail Blazers í nótt. Getty/Kevin C. Cox Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James hafði fulla ástæðu til að gleðjast eftir frábæra frammistöðu og stórsigur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en svo var þó ekki. LeBron James og félagar heiðruðu Kobe Bryant með besta mögulega hætti eða með því að rúlla yfir Portland Trail Blazers og komst í 3-1 í einvígi þar sem þarf að vinna fjóra leiki. LeBron James átti annan stórleikinn í röð og var núna með 30 stig og 10 stoðsendingar á aðeins 28 mínútum. Eftir leik var kappinn tekinn í viðtal en hann var að hugsa um annað en körfubolta. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum og þá var hann líka búinn að fá fréttirnar af því þegar óvopnaður blökkumaður að nafni Jacob Blake var skotinn mörgum sinnum af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki. LeBron James speaks on the Lakers win, Kobe Bryant and Jacob Blake. pic.twitter.com/5zDmCkSf3D— SportsCenter (@SportsCenter) August 25, 2020 „Ég get ekki notið sigurs í úrslitakeppninni núna sem er mjög leiðinlegt,“ sagði LeBron James. LeBron James talaði um skotárásina en vegna hennar hafa orðið mótmæli víða í Bandaríkjunum. Jacob Blake var skotinn í bakið þegar hann hallaði sér inn í bílinn sinn þar sem sátu börnin hans þrjú. „Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum hrædd. Svartir menn, svartar konur, svört börn. Við erum, við erum skíthrædd,“ sagði LeBron James. Það tók líka á að spila á Kobe Bryant deginum en Lakers liðið lék í sérstökum Mamba búningum. LeBron James becomes the first @Lakers player with 30+ points and 10+ assists in an NBA Playoffs game since Kobe Bryant (May 25, 2010). pic.twitter.com/TjAeQ6Ub5T— NBA.com/Stats (@nbastats) August 25, 2020 NBA Bandaríkin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James hafði fulla ástæðu til að gleðjast eftir frábæra frammistöðu og stórsigur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en svo var þó ekki. LeBron James og félagar heiðruðu Kobe Bryant með besta mögulega hætti eða með því að rúlla yfir Portland Trail Blazers og komst í 3-1 í einvígi þar sem þarf að vinna fjóra leiki. LeBron James átti annan stórleikinn í röð og var núna með 30 stig og 10 stoðsendingar á aðeins 28 mínútum. Eftir leik var kappinn tekinn í viðtal en hann var að hugsa um annað en körfubolta. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum og þá var hann líka búinn að fá fréttirnar af því þegar óvopnaður blökkumaður að nafni Jacob Blake var skotinn mörgum sinnum af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki. LeBron James speaks on the Lakers win, Kobe Bryant and Jacob Blake. pic.twitter.com/5zDmCkSf3D— SportsCenter (@SportsCenter) August 25, 2020 „Ég get ekki notið sigurs í úrslitakeppninni núna sem er mjög leiðinlegt,“ sagði LeBron James. LeBron James talaði um skotárásina en vegna hennar hafa orðið mótmæli víða í Bandaríkjunum. Jacob Blake var skotinn í bakið þegar hann hallaði sér inn í bílinn sinn þar sem sátu börnin hans þrjú. „Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum hrædd. Svartir menn, svartar konur, svört börn. Við erum, við erum skíthrædd,“ sagði LeBron James. Það tók líka á að spila á Kobe Bryant deginum en Lakers liðið lék í sérstökum Mamba búningum. LeBron James becomes the first @Lakers player with 30+ points and 10+ assists in an NBA Playoffs game since Kobe Bryant (May 25, 2010). pic.twitter.com/TjAeQ6Ub5T— NBA.com/Stats (@nbastats) August 25, 2020
NBA Bandaríkin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira