Sér eftir því að hafa trúað flökkusögum um Covid-19 eftir að hafa misst eiginkonuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 22:04 Margir ganga með grímur í Bandaríkjunum. Getty/Sebastian Condrea Leigubílstjóri í Flórída-ríki Bandaríkjanna, sem trúði flökkusögum um Covid-19, segist nú sjá eftir að hafa ekki tekið kórónuveirufaraldurinn alvarlega frá byrjun, eftir að eiginkona hans lést af völdum Covid-19. Hann biðlar til samlanda sinna um að fylgja ýtrustu sóttvarnarfyrirmælum. BBC fjallar um málið en breski fjölmiðillinn hefur að undanförnu fjallað sérstaklega um dauðsföll og mannskaða sem rekja má að einhverju leyti til upplýsingaóreiðu um heimsfaraldur kórónveiru. Í frétt BBC er saga Brian Lee Hitchens og eiginkonu hans Erin rakin. Kemur fram að þegar fyrstu fregnir af kórónuveiruinni hafi farið að láta kræla á sér hafi þau ekki pælt mikið í þeim fregnum. Þau hafi hins vegar lesið á netinu falskar sögusagnir og samsæriskenningar um að kórónuveirufaraldurinn mætti rekja til 5G-væðingar, væri gabb eða álíka alvarlegur og venjulegt kvef og talið þær skýringar líklegar. Því hafi þau ekki sóttvarnartilmæli alvarlega þegar faraldurinn kom til Bandaríkjanna. Brian hélt áfram að starfa sem leigubílstjóri og hirti lítið um að bera grímu á almannafæri, halda fjarlægðarmörkum og svona mætti áfram telja. Brian og Erin smituðust af veirunni í maí á þessu ári. Brian jafnaði sig en Erin, sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma, lést af völdum veirunnar. Í kjölfar andláts eiginkonunnar skrifaði Brian færslu á Facebook sem fór víða. Þar biðlaði hann til almennings um að taka veiruna alvarlega. Í samtali við BBC segir Brian óska þess að hann hafi tekið veiruna alvarlega frá upphafi, og hann vonaði að eiginkona hans gæti fyrirgefið honum. „Þetta er alvöru veira sem hefur mismunandi áhrif á fólk. Ég get ekki breytt fortíðinni. Ég get aðeins lifað í núinu og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni,“ sagði Brian í samtali við BBC. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Leigubílstjóri í Flórída-ríki Bandaríkjanna, sem trúði flökkusögum um Covid-19, segist nú sjá eftir að hafa ekki tekið kórónuveirufaraldurinn alvarlega frá byrjun, eftir að eiginkona hans lést af völdum Covid-19. Hann biðlar til samlanda sinna um að fylgja ýtrustu sóttvarnarfyrirmælum. BBC fjallar um málið en breski fjölmiðillinn hefur að undanförnu fjallað sérstaklega um dauðsföll og mannskaða sem rekja má að einhverju leyti til upplýsingaóreiðu um heimsfaraldur kórónveiru. Í frétt BBC er saga Brian Lee Hitchens og eiginkonu hans Erin rakin. Kemur fram að þegar fyrstu fregnir af kórónuveiruinni hafi farið að láta kræla á sér hafi þau ekki pælt mikið í þeim fregnum. Þau hafi hins vegar lesið á netinu falskar sögusagnir og samsæriskenningar um að kórónuveirufaraldurinn mætti rekja til 5G-væðingar, væri gabb eða álíka alvarlegur og venjulegt kvef og talið þær skýringar líklegar. Því hafi þau ekki sóttvarnartilmæli alvarlega þegar faraldurinn kom til Bandaríkjanna. Brian hélt áfram að starfa sem leigubílstjóri og hirti lítið um að bera grímu á almannafæri, halda fjarlægðarmörkum og svona mætti áfram telja. Brian og Erin smituðust af veirunni í maí á þessu ári. Brian jafnaði sig en Erin, sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma, lést af völdum veirunnar. Í kjölfar andláts eiginkonunnar skrifaði Brian færslu á Facebook sem fór víða. Þar biðlaði hann til almennings um að taka veiruna alvarlega. Í samtali við BBC segir Brian óska þess að hann hafi tekið veiruna alvarlega frá upphafi, og hann vonaði að eiginkona hans gæti fyrirgefið honum. „Þetta er alvöru veira sem hefur mismunandi áhrif á fólk. Ég get ekki breytt fortíðinni. Ég get aðeins lifað í núinu og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni,“ sagði Brian í samtali við BBC.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira