Yrja átti fimm hvolpa en átti samt ekki að geta átt hvolpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. apríl 2020 19:30 Husky tíkin Yrja á Hvolsvelli kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún gaut fimm hvolpum því það var búið að segja þeim að hún væri ófrjó. Pabbi hvolpanna er þekktur hundur sem þefur upp lóðatíkur og opnar hurðir þar sem þær eiga heima á Hvolsvelli. Það fer vel um Yrju með hvolpana sína fimm, eina tík og fjóra rakka í sérsmíðuðu bæli heima hjá sér á Hvolsvelli hjá Berglindi Sigmundsdóttur og Arngrími Einarssyni. Þegar þau fengu Yrju þá tveggja ára frá ræktanda hennar voru þau fullvissuð um að hún væri ófrjó og gæti því aldrei eignast hvolpa en reyndin varð allt önnur. Yrja hagaði sér mjög undarlega fyrri gotið. „Við fengum greiningu á að hún væri með flóðmigu en okkur fannst það ekki passa en við hlýddum dýralækninum og gáfum henni lyf. Síðan skyndilega tveimur vikur eftir að hún hafði verið á þessum lyfjum þá fer hún að fá krampa. Við hringjum á dýravaktina og fáum upplýsingar um að koma með hana í sónar. Við gerum það og þegar hún er að labba inn um dyrnar þá byrjar hún að gjóta. Það kom okkur alveg af óvörum, algjör vorboði þessi elska að gefa okkur hvolpa í fangið núna þegar ástandið eins og það er“, segir Berglind. Berglind og Arngrímur á Hvolsvelli eru alsæl með hvolpana hennar Yrju og segja að nú rigni inn beiðnir til þeirra um að fá hvolp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hver er pabbi hvolpanna fimm á Hvolsvelli? „Það er hundur hér í sveitinni sem er orðin ansi flinkur við að þefa uppi lóðandi tíkur og opna útidyra hurðirnar hjá þeim og við lentum í því í janúar að það var einn voða sætur sem lág bara á húninum hjá okkur og einn morguninn hleypti hann Yrju út og hún var frá okkur í tíu til fimmtán mínútur og það hvarflaði ekki að okkur að eitthvað svona gæti gerst“, bætir Berglind við. Berglind segir Yrju mjög góða mömmu, hún mjólki vel fyrir hvolpana sína og sinni þeim einstaklega vel. Það rignir inn beiðnum til Berglindar og Arngríms um að fá hvolp enda eru þær einstaklega sætir og fínir, blanda af Border Colly og Husky. Rangárþing eystra Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Husky tíkin Yrja á Hvolsvelli kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún gaut fimm hvolpum því það var búið að segja þeim að hún væri ófrjó. Pabbi hvolpanna er þekktur hundur sem þefur upp lóðatíkur og opnar hurðir þar sem þær eiga heima á Hvolsvelli. Það fer vel um Yrju með hvolpana sína fimm, eina tík og fjóra rakka í sérsmíðuðu bæli heima hjá sér á Hvolsvelli hjá Berglindi Sigmundsdóttur og Arngrími Einarssyni. Þegar þau fengu Yrju þá tveggja ára frá ræktanda hennar voru þau fullvissuð um að hún væri ófrjó og gæti því aldrei eignast hvolpa en reyndin varð allt önnur. Yrja hagaði sér mjög undarlega fyrri gotið. „Við fengum greiningu á að hún væri með flóðmigu en okkur fannst það ekki passa en við hlýddum dýralækninum og gáfum henni lyf. Síðan skyndilega tveimur vikur eftir að hún hafði verið á þessum lyfjum þá fer hún að fá krampa. Við hringjum á dýravaktina og fáum upplýsingar um að koma með hana í sónar. Við gerum það og þegar hún er að labba inn um dyrnar þá byrjar hún að gjóta. Það kom okkur alveg af óvörum, algjör vorboði þessi elska að gefa okkur hvolpa í fangið núna þegar ástandið eins og það er“, segir Berglind. Berglind og Arngrímur á Hvolsvelli eru alsæl með hvolpana hennar Yrju og segja að nú rigni inn beiðnir til þeirra um að fá hvolp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hver er pabbi hvolpanna fimm á Hvolsvelli? „Það er hundur hér í sveitinni sem er orðin ansi flinkur við að þefa uppi lóðandi tíkur og opna útidyra hurðirnar hjá þeim og við lentum í því í janúar að það var einn voða sætur sem lág bara á húninum hjá okkur og einn morguninn hleypti hann Yrju út og hún var frá okkur í tíu til fimmtán mínútur og það hvarflaði ekki að okkur að eitthvað svona gæti gerst“, bætir Berglind við. Berglind segir Yrju mjög góða mömmu, hún mjólki vel fyrir hvolpana sína og sinni þeim einstaklega vel. Það rignir inn beiðnum til Berglindar og Arngríms um að fá hvolp enda eru þær einstaklega sætir og fínir, blanda af Border Colly og Husky.
Rangárþing eystra Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira