Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2020 12:30 Leikmenn skulu forðast snertingu en svona þökkuðu Eyjamenn og Selfyssingar hver öðrum eftir leik um helgina. skjáskot/Selfoss TV Til að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju, þrátt fyrir almennar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins, hafa verið útbúnar sérstakar sóttvarnareglur fyrir mismunandi íþróttagreinar. Misvel gengur að fylgja þeim eftir. Þannig virtust sum lið ekki meðvituð um, eða hreinlega hundsa, reglu um að forðast samgang og heilsast ekki með snertingu eftir leiki á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. Þó að leikmenn megi eftir sem áður spila handbolta með öllum þeim faðmlögum og snertingum sem því fylgja eru nýju reglurnar skýrar um að slíkt er ekki í boði eftir að leik lýkur. Í reglum sem stjórn HSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði, og samþykktar voru af ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum, segir meðal annars: Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“ Í flestum ef ekki öllum leikjum á Ragnarsmótinu mátti sjá samherja fagna í leikslok með spaðafimmum og faðmlögum. Slíkt hefur einnig sést í knattspyrnuleikjum hér á landi, þvert á reglur KSÍ. Í lok sumra leikja á Ragnarsmótinu mátti hins vegar líka sjá ekki bara samherja heldur andstæðinga fallast í faðma, eða slá saman lófum, jafnvel þannig að gengið var á röðina. Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Reyndar virðist hafa gengið mun betur að fylgja reglunum í kvennaflokki á mótinu, þar sem andstæðingar létu nægja að klappa hver til annars úr góðri fjarlægð, og þannig var það einnig í mörgum karlaleikjanna. Það virðist alltaf hafa verið gott bil á milli liða á Ragnarsmóti kvenna þegar þau þökkuðu andstæðingum eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
Til að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju, þrátt fyrir almennar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins, hafa verið útbúnar sérstakar sóttvarnareglur fyrir mismunandi íþróttagreinar. Misvel gengur að fylgja þeim eftir. Þannig virtust sum lið ekki meðvituð um, eða hreinlega hundsa, reglu um að forðast samgang og heilsast ekki með snertingu eftir leiki á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. Þó að leikmenn megi eftir sem áður spila handbolta með öllum þeim faðmlögum og snertingum sem því fylgja eru nýju reglurnar skýrar um að slíkt er ekki í boði eftir að leik lýkur. Í reglum sem stjórn HSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði, og samþykktar voru af ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum, segir meðal annars: Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“ Í flestum ef ekki öllum leikjum á Ragnarsmótinu mátti sjá samherja fagna í leikslok með spaðafimmum og faðmlögum. Slíkt hefur einnig sést í knattspyrnuleikjum hér á landi, þvert á reglur KSÍ. Í lok sumra leikja á Ragnarsmótinu mátti hins vegar líka sjá ekki bara samherja heldur andstæðinga fallast í faðma, eða slá saman lófum, jafnvel þannig að gengið var á röðina. Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Reyndar virðist hafa gengið mun betur að fylgja reglunum í kvennaflokki á mótinu, þar sem andstæðingar létu nægja að klappa hver til annars úr góðri fjarlægð, og þannig var það einnig í mörgum karlaleikjanna. Það virðist alltaf hafa verið gott bil á milli liða á Ragnarsmóti kvenna þegar þau þökkuðu andstæðingum eftir leik.skjáskot/Selfoss TV
Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00