Sprenging í Heiðmörk: „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2020 11:02 Lögreglan mun ræða við manninn sem slasaðist alvarlega þegar hann hefur jafnað sig. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem slasaðist alvarlega eftir að þriggja tommu tívolíbomba sprakk í Heiðmörk í gær virðist hafa borið eld að henni. Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn slasaðist alvarlega á handlegg en með honum í för var eiginkona hans sem fór úr peysu sinni og batt utan um handlegginn og náði þannig að hægja á blæðingunni. Lögreglan fékk tilkynningu klukkan 18:50 í gærkvöldi um alvarlegan atburð í Heiðmörk. Samkvæmt vitnisburði fólks á staðnum hafði maður á sextugsaldri gengið fram á þriggja tommu tívolíbombu sem hafði sprungið eftir að hann handlék hana. „Það voru þarna hjón á rölti í Heiðmörk og ganga fram á þetta. Þetta var meðfram göngustíg og maðurinn fer eitthvað að skoða þetta. Hann virðist hafa borið eld að þessari tívolíbombu með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga.“ Á þar Skúli við að handleggurinn frá fingrum og upp fyrir olnboga hafi sprungið af. Eiginkona mannsins brást skjótt við. Hún klæddi sig úr peysunni, vafði henni þétt utan um sárið og náði þannig að hægja á blæðingunni áður en sjúkraflutningamenn komu á vettvang. „Maðurinn var með fullri meðvitund og fluttur upp á spítala og í aðgerð þar.“ Í tilkynningu frá lögreglu sagði um erlenda einstaklinga hefði verið að ræða og tungumálaörðugleikar hefðu flækt samskipti en vitni hefðu lýst því að sprengjan hafi fundist á svæðinu. Skúli bendir á að fundur á þriggja tommu tívolíbombu veki furðu. „Ef ég man rétt hefur almenn sala á þriggja tommu tívolíbombum ekki verið leyfð í fjölda ára. Við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Þar að auki hefur verið mikil bleyta á suðvesturhorninu. Reyndar ekki síðustu viku en nokkrar vikur þar á undan. Þess vegna er erfitt að vita hversu lengi þetta hefur verið þarna. Það er ábyrgðarhluti að skilja þetta svona eftir,“ segir Skúli og tekur fram að svona öflugar tívolíbombur séu helst aðeins í höndum sérfræðinga þegar flugeldasýningar eiga sér stað. Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Maðurinn sem slasaðist alvarlega eftir að þriggja tommu tívolíbomba sprakk í Heiðmörk í gær virðist hafa borið eld að henni. Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn slasaðist alvarlega á handlegg en með honum í för var eiginkona hans sem fór úr peysu sinni og batt utan um handlegginn og náði þannig að hægja á blæðingunni. Lögreglan fékk tilkynningu klukkan 18:50 í gærkvöldi um alvarlegan atburð í Heiðmörk. Samkvæmt vitnisburði fólks á staðnum hafði maður á sextugsaldri gengið fram á þriggja tommu tívolíbombu sem hafði sprungið eftir að hann handlék hana. „Það voru þarna hjón á rölti í Heiðmörk og ganga fram á þetta. Þetta var meðfram göngustíg og maðurinn fer eitthvað að skoða þetta. Hann virðist hafa borið eld að þessari tívolíbombu með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga.“ Á þar Skúli við að handleggurinn frá fingrum og upp fyrir olnboga hafi sprungið af. Eiginkona mannsins brást skjótt við. Hún klæddi sig úr peysunni, vafði henni þétt utan um sárið og náði þannig að hægja á blæðingunni áður en sjúkraflutningamenn komu á vettvang. „Maðurinn var með fullri meðvitund og fluttur upp á spítala og í aðgerð þar.“ Í tilkynningu frá lögreglu sagði um erlenda einstaklinga hefði verið að ræða og tungumálaörðugleikar hefðu flækt samskipti en vitni hefðu lýst því að sprengjan hafi fundist á svæðinu. Skúli bendir á að fundur á þriggja tommu tívolíbombu veki furðu. „Ef ég man rétt hefur almenn sala á þriggja tommu tívolíbombum ekki verið leyfð í fjölda ára. Við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Þar að auki hefur verið mikil bleyta á suðvesturhorninu. Reyndar ekki síðustu viku en nokkrar vikur þar á undan. Þess vegna er erfitt að vita hversu lengi þetta hefur verið þarna. Það er ábyrgðarhluti að skilja þetta svona eftir,“ segir Skúli og tekur fram að svona öflugar tívolíbombur séu helst aðeins í höndum sérfræðinga þegar flugeldasýningar eiga sér stað.
Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira