Stefna á toppinn í hárvöruheiminum Andri Eysteinsson skrifar 23. ágúst 2020 21:00 Alexander og Gunnar segja að ólíkir stílar þeirra hafa verið mikinn kost í ferlinu. Fax/Egill Gauti Gamall draumur tveggja ungra hárgreiðslumanna hefur ræst því Alexander Kristjánsson á RVK Hair og Gunnar Malmquist Þórsson á Blondie hafa hafið sölu á eigin hárvörum á stofum sínum. Félagarnir eru þó ekki einir á ferð því þriðji meðlimurinn er frumkvöðullinn Auðun Bragi Kjartansson sem sér um markaðsmál. Hárvörurnar, sem bera nafnið Fax, eru að sögn Alexanders fyrsta íslenska hárvörumerkið síðan að handboltalandsliðsmennirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson seldu Silver-gelið eftir silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum 2008. Fax hefur líka sínar handboltatengingar en Gunnar Malmquist, sem þekktur er í hárheiminum sem VikingBlendz, hefur leikið handbolta með liði Aftureldingar í Olísdeildinni síðustu ár. Á meðal viðskiptavina Gunnars sem hafa fengið að prófa Fax-vörurnar er þá áðurnefndur Björgvin Páll og segja strákarnir markvörðinn fara fögrum orðum um Faxið. View this post on Instagram A post shared by F A X - Hárvörur (@faxiceland) on Aug 22, 2020 at 6:48am PDT Alexander segir í samtali við Vísi að Fax eigi sér langan aðdraganda en framleiðsluferlið hafi hafist fyrir hálfu ári síðan. „Mig hefur alltaf langað til þess að framleiða hágæða íslenskar hárvörur sem gætu keppt við þær erlendu,“ segir Alexander. Hann hafi leitað til Auðuns Braga og þá hafi boltinn farið að rúlla. „Hann er svolítið þessi sem lætur hlutina gerast. Það tók sinn tíma að finna framleiðandi sem stóðst kröfurnar sem við gerðum en það tókst og við flugum til Englands og funduðum.“ Við hafi tekið prófunarferli en á meðan að á því stóð hafi Auðun og Alexander kynnst Gunnari og hafi hann smellpassað inn í Fax-teymið. „Við Gunnar erum gjörólíkir klipparar svo það var frábært að fá hann með okkur í lið. Innkoma hans hjálpaði okkur að þróa vöru sem höfðar til enn stærri markhóps,“ segir Alexander. „Þessi draumur hafði líka lengi blundað í mér,“ segir Gunnar sem hefur notið mikilli vinsælda sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Hann segir klárt að Fax sé komið til að vera á íslenskum hárvörumarkaði og stefnt sé enn hærra. „Hvorki ég né Alexander myndum bjóða viðskiptavinum okkar upp á vörurnar ef þær væru ekki í hæsta gæðaflokki. Við erum komnir til að vera og vinnum sífellt í því að verða betri og betri,“ segir Gunnar. Vinna að því að flytja framleiðsluna til Íslands Liður í því að verða betri er að sögn Fax-teymisins að flytja framleiðsluna að endingu alfarið til Íslands en eins og stendur fer hún fram á Englandi. „Markmiðið er að flytja framleiðsluna til Íslands svo hægt verði að bjóða upp á 100% íslenska vöru,“ segir Gunnar og segir félagana óhrædda við að hugsa stórt þegar litið er til framtíðar. Félagarnir vinna nú að því að koma Fax-vörunum í sölu víðar en á eigin stofum. „Auðvitað stefnum við hátt og viljum sjá Fax á boðstólunum hjá rakarastofum um allan heim,“ segir Gunnar Malmquist eða Vikingblendz í samtali við Vísi. Nýsköpun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Gamall draumur tveggja ungra hárgreiðslumanna hefur ræst því Alexander Kristjánsson á RVK Hair og Gunnar Malmquist Þórsson á Blondie hafa hafið sölu á eigin hárvörum á stofum sínum. Félagarnir eru þó ekki einir á ferð því þriðji meðlimurinn er frumkvöðullinn Auðun Bragi Kjartansson sem sér um markaðsmál. Hárvörurnar, sem bera nafnið Fax, eru að sögn Alexanders fyrsta íslenska hárvörumerkið síðan að handboltalandsliðsmennirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson seldu Silver-gelið eftir silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum 2008. Fax hefur líka sínar handboltatengingar en Gunnar Malmquist, sem þekktur er í hárheiminum sem VikingBlendz, hefur leikið handbolta með liði Aftureldingar í Olísdeildinni síðustu ár. Á meðal viðskiptavina Gunnars sem hafa fengið að prófa Fax-vörurnar er þá áðurnefndur Björgvin Páll og segja strákarnir markvörðinn fara fögrum orðum um Faxið. View this post on Instagram A post shared by F A X - Hárvörur (@faxiceland) on Aug 22, 2020 at 6:48am PDT Alexander segir í samtali við Vísi að Fax eigi sér langan aðdraganda en framleiðsluferlið hafi hafist fyrir hálfu ári síðan. „Mig hefur alltaf langað til þess að framleiða hágæða íslenskar hárvörur sem gætu keppt við þær erlendu,“ segir Alexander. Hann hafi leitað til Auðuns Braga og þá hafi boltinn farið að rúlla. „Hann er svolítið þessi sem lætur hlutina gerast. Það tók sinn tíma að finna framleiðandi sem stóðst kröfurnar sem við gerðum en það tókst og við flugum til Englands og funduðum.“ Við hafi tekið prófunarferli en á meðan að á því stóð hafi Auðun og Alexander kynnst Gunnari og hafi hann smellpassað inn í Fax-teymið. „Við Gunnar erum gjörólíkir klipparar svo það var frábært að fá hann með okkur í lið. Innkoma hans hjálpaði okkur að þróa vöru sem höfðar til enn stærri markhóps,“ segir Alexander. „Þessi draumur hafði líka lengi blundað í mér,“ segir Gunnar sem hefur notið mikilli vinsælda sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Hann segir klárt að Fax sé komið til að vera á íslenskum hárvörumarkaði og stefnt sé enn hærra. „Hvorki ég né Alexander myndum bjóða viðskiptavinum okkar upp á vörurnar ef þær væru ekki í hæsta gæðaflokki. Við erum komnir til að vera og vinnum sífellt í því að verða betri og betri,“ segir Gunnar. Vinna að því að flytja framleiðsluna til Íslands Liður í því að verða betri er að sögn Fax-teymisins að flytja framleiðsluna að endingu alfarið til Íslands en eins og stendur fer hún fram á Englandi. „Markmiðið er að flytja framleiðsluna til Íslands svo hægt verði að bjóða upp á 100% íslenska vöru,“ segir Gunnar og segir félagana óhrædda við að hugsa stórt þegar litið er til framtíðar. Félagarnir vinna nú að því að koma Fax-vörunum í sölu víðar en á eigin stofum. „Auðvitað stefnum við hátt og viljum sjá Fax á boðstólunum hjá rakarastofum um allan heim,“ segir Gunnar Malmquist eða Vikingblendz í samtali við Vísi.
Nýsköpun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira