Borgun varar við sms-skilaboðum fjársvikara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 15:35 Borgun varar við skilaboðum fjársvikahrappa. Vísir/ERNIR Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks. Í skilaboðum sem fólki hefur borist undanfarið er móttakandanum sagt að mistök hafi verið gerð við greiðslu á kortareikningi, aðilinn hafi borgað hann tvisvar og að korti viðkomandi hafi því verið lokað. Fólk er þar næst hvatt til að heimsækja vefsíðu og gefa þar upp kortaupplýsingar sínar til að opna kortið að nýju og fá ofgreiðsluna endurgreidda. Þetta er ekki raunin. Með því að gefa upp kortaupplýsingar sem fjársvikararnir ásælist geti þeir svikið af fólki peninga. Vefsíðan sem vísað er á er þá hönnuð í útliti Borgunar og stór yfirlitsmynd af Reykjavík er á síðunni. Borgun segir í tilkynningu að aldrei sé beðið um kortaupplýsingar fólks í tölvupósti, í gegn um sms eða með símtali. Korthöfum sé ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki, smella alls ekki á hlekkinn sem fylgi með og allra síst gefa upp kortaupplýsingar. Best sé að eyða skilaboðunum strax. „Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er mælt með því að hafa umsvifalaust samband við þjónustuver Borgunar í síma 560 1600 eða senda skilaboð á borgun@borgun.is.Tekið skal skýrt fram að Borgun hefur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svikatilraun þar sem nafn og merki fyrirtækisins er notað í blekkingarskyni,“ segir í tilkynningu frá Borgun. Þá hefur málið verið tilkynnt lögregluyfirvöldum, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og helstu þátttakendum í öryggissamstarfi fjármálastofnana um áðurnefndar tilraunir til fjársvika. Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00 Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06 Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks. Í skilaboðum sem fólki hefur borist undanfarið er móttakandanum sagt að mistök hafi verið gerð við greiðslu á kortareikningi, aðilinn hafi borgað hann tvisvar og að korti viðkomandi hafi því verið lokað. Fólk er þar næst hvatt til að heimsækja vefsíðu og gefa þar upp kortaupplýsingar sínar til að opna kortið að nýju og fá ofgreiðsluna endurgreidda. Þetta er ekki raunin. Með því að gefa upp kortaupplýsingar sem fjársvikararnir ásælist geti þeir svikið af fólki peninga. Vefsíðan sem vísað er á er þá hönnuð í útliti Borgunar og stór yfirlitsmynd af Reykjavík er á síðunni. Borgun segir í tilkynningu að aldrei sé beðið um kortaupplýsingar fólks í tölvupósti, í gegn um sms eða með símtali. Korthöfum sé ráðlagt að opna skilaboðin og tölvupóstana ekki, smella alls ekki á hlekkinn sem fylgi með og allra síst gefa upp kortaupplýsingar. Best sé að eyða skilaboðunum strax. „Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er mælt með því að hafa umsvifalaust samband við þjónustuver Borgunar í síma 560 1600 eða senda skilaboð á borgun@borgun.is.Tekið skal skýrt fram að Borgun hefur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svikatilraun þar sem nafn og merki fyrirtækisins er notað í blekkingarskyni,“ segir í tilkynningu frá Borgun. Þá hefur málið verið tilkynnt lögregluyfirvöldum, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og helstu þátttakendum í öryggissamstarfi fjármálastofnana um áðurnefndar tilraunir til fjársvika.
Neytendur Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00 Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06 Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. 5. ágúst 2020 18:00
Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. 4. ágúst 2020 12:06
Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03