Lakers vann naumlega | Thunder hélt einvíginu á lífi | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 09:30 LeBron sá til þess að Lakers landaði sigri í nótt. Ashley Landis/Getty Images Líkt og undanfarna daga voru fjórir leikir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers vann Portland Trail Blazers með átta stiga mun, 116-108. Milwaukee Bucks vann Orlando Magic með 14 stiga mun, 121-107. Miami Heat vann Indiana Pacrs með níu stiga mun, 124-115. Og að lokum vann Oklahoma City Thunder 12 stiga sigur á Houston Rockets, 119-107, eftir framlengdan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers áttu í stökustu vandræðum með Portland Trail Blazers í nótt. Lakers byrjaði leikinn inna og var vítanýting liðsins alveg skelfileg. Liðið nýtti rétt yfir helming vítaskota sinna í fyrri hálflek en Portland brutu mikið í leiknum. Á endanum nýtti Lakers 28 af 43 vítaskotum á meðan Portland nýtti 18 af 19. Portland var fjórum stigum í hálfleik, 57-53, en leikmenn Lakers stigu upp í síðari hálfleik og segja má að þeir hafi lagt grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta. Lokatölur 116-108 en ljóst að Damian Lillard ætlar að sjá til þess að leikmenn Lakers þurfa að vera á tánum út allt einvígið. Staðan í einvíginu er 2-1 Lakers í vil. LeBron fór fyrir sínum mönnum en á þeim 34 mínútum sem hann spilaði þá skoraði hann 38 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa átta stoðesendinga. Anthony Davis var með 29 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Lillard var svo með 34 stig í liði Portland. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks kláruðu leik næturinnar í fyrri hálfleik. Liðið var átta stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn upp í 27 stig er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan 70-43. Þeir slökuðu eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik og Orlandi tókst að minnka muninn töluvert. Á endanum unnu Bucks öruggan 14 stiga sigur, 121-107. Staðan þar með orðin 2-1 fyrir Bucks í einvíginu en þeir töpuðu óvænt fyrsta leik seríunnar. Giannis var stigahæstur hjá sínum mönnum með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Hjá Orlando var D.J. Augustin stigahæstur með 24 stig. Oklahoma City Thunder hélt lífi í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri eftir framlengdan leik. Leikurinn var jafn og spennandi og tókst OKC að knýja fram framlengingu með því að vinna fjórða leikhluta. Í framlengingunni var Oklahoma-liðið síðan mikið mun sterkara en það vann framlenginguna 15-3 og leikinn þar með með 12 stiga mun, lokatölur 119-107. Staðan því 2-1 í einvíginu, Houston í vil. Dannis Schröder gerði 29 stig í liði OKC og þá steig Chris Paul upp á ögurstundu og gerði 26 stig. Hjá Houston var James Harden með 38 stig en Russell Westbrook var ekki með liðinu í nótt. Að lokum er Miami Heat komið 3-0 yfir í einvígi sínu gegn Indiana Pacers. Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að liðið landaði sigri í nótt, 124-115. Jimmy Butler gerði 27 stig í liði Heat en alls voru fjórir leikmenn með 20 stig eða meira. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon með 34 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Líkt og undanfarna daga voru fjórir leikir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers vann Portland Trail Blazers með átta stiga mun, 116-108. Milwaukee Bucks vann Orlando Magic með 14 stiga mun, 121-107. Miami Heat vann Indiana Pacrs með níu stiga mun, 124-115. Og að lokum vann Oklahoma City Thunder 12 stiga sigur á Houston Rockets, 119-107, eftir framlengdan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers áttu í stökustu vandræðum með Portland Trail Blazers í nótt. Lakers byrjaði leikinn inna og var vítanýting liðsins alveg skelfileg. Liðið nýtti rétt yfir helming vítaskota sinna í fyrri hálflek en Portland brutu mikið í leiknum. Á endanum nýtti Lakers 28 af 43 vítaskotum á meðan Portland nýtti 18 af 19. Portland var fjórum stigum í hálfleik, 57-53, en leikmenn Lakers stigu upp í síðari hálfleik og segja má að þeir hafi lagt grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta. Lokatölur 116-108 en ljóst að Damian Lillard ætlar að sjá til þess að leikmenn Lakers þurfa að vera á tánum út allt einvígið. Staðan í einvíginu er 2-1 Lakers í vil. LeBron fór fyrir sínum mönnum en á þeim 34 mínútum sem hann spilaði þá skoraði hann 38 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa átta stoðesendinga. Anthony Davis var með 29 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Lillard var svo með 34 stig í liði Portland. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks kláruðu leik næturinnar í fyrri hálfleik. Liðið var átta stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn upp í 27 stig er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan 70-43. Þeir slökuðu eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik og Orlandi tókst að minnka muninn töluvert. Á endanum unnu Bucks öruggan 14 stiga sigur, 121-107. Staðan þar með orðin 2-1 fyrir Bucks í einvíginu en þeir töpuðu óvænt fyrsta leik seríunnar. Giannis var stigahæstur hjá sínum mönnum með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Hjá Orlando var D.J. Augustin stigahæstur með 24 stig. Oklahoma City Thunder hélt lífi í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri eftir framlengdan leik. Leikurinn var jafn og spennandi og tókst OKC að knýja fram framlengingu með því að vinna fjórða leikhluta. Í framlengingunni var Oklahoma-liðið síðan mikið mun sterkara en það vann framlenginguna 15-3 og leikinn þar með með 12 stiga mun, lokatölur 119-107. Staðan því 2-1 í einvíginu, Houston í vil. Dannis Schröder gerði 29 stig í liði OKC og þá steig Chris Paul upp á ögurstundu og gerði 26 stig. Hjá Houston var James Harden með 38 stig en Russell Westbrook var ekki með liðinu í nótt. Að lokum er Miami Heat komið 3-0 yfir í einvígi sínu gegn Indiana Pacers. Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að liðið landaði sigri í nótt, 124-115. Jimmy Butler gerði 27 stig í liði Heat en alls voru fjórir leikmenn með 20 stig eða meira. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon með 34 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar.
Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira