Erlent

Golden State morðinginn í lífstíðarfangelsi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
DeAngelo mun eyða því sem eftir er af ævi sinni bak við lás og slá.
DeAngelo mun eyða því sem eftir er af ævi sinni bak við lás og slá. antiago Mejia/San Francisco Chronicle via AP

Hinn 74 ára gamli Joseph DeAngelo, sem einnig er þekktur sem Golden State morðinginn, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleikans á reynslulausn.

Í lok júní játaði DeAngelo á sig 13 morð, fjölda nauðgana, innbrot og fleiri glæpi fyrir dómi í Sacramento. Játning hans var liður í samkomulagi við ákæruvaldið sem ætlað var að forða honum frá dauðarefsingunni.

Brot DeAngelo voru framin á árunum 1976 til 1986 og voru sum óleyst í meira en 40 ár. DeAngelo var handtekinn árið 2018, þá 72 ára, grunaður um minnst fjögur morðanna.

Sagðist þykja þetta leitt

DeAngelo hlýddi á framsögur aðstandenda þeirra sem hann myrti áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Að því loknu sagði hann að honum þætti leitt að hafa sært fólk.

„Ég hef hlustað á framsögur ykkar, hverja einu og einustu, og mér þykir sannarlega fyrir því að hafa sært fólk.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×