Afrek Tesla er enn stærra þegar tölfræðin er skoðuð betur, í mars nýskráði Tesla 384 bíla sem er næstum því þrefalt meira en næsti framleiðandi. Tölurnar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Megnið af þeim bílum sem Telsa hefur skráð eru af gerðinni Model 3.
Sjá einnig: Íslendingar eru ólmir í umhverfisvænni samgöngumáta.
Það sem af er ári hafa 2766 fólksbílar verið nýskráðir á Íslandi. Af þeim eru 396 bílar framleiddir af Tesla, eða rúm 14%.
Fleiri rafmagnsbílar en bensínbílar
Þegar nýskráning eftir orkugjöfum er skoðuð er afar áhugavert að sjá að rafmagnsbílar hafa tekið fram úr bensínbílum á árinu. Díselbílar eru enn á toppnum með 976 nýskráða bíla, 841 rafbíll hefur verið skráður og 784 bensínbílar.Ef vistvænni kostir eru skoðaðir, það er tengiltvinn og metan bílar auk hreinna rafbíla, þá hefur vistvæni flokkurinn vinninginn með 1674 bíla nýskráða það sem af er ári. Til samanburðar má geta þess að 1178 rafbílar voru nýskráðir allt árið í fyrra.