Körfubolti

Dominos Körfuboltakvöld: Larry Bird olli Einari Bolla sárum vonbrigðum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Einar Bolla og Valtýr Björn rifjuðu upp skemmtileg atvik.
Einar Bolla og Valtýr Björn rifjuðu upp skemmtileg atvik. vísir/skjáskot
Körfuboltakvöld Kjartans Atla Kjartanssonar var á dagskrá Stöðvar 2 Sport á föstudagskvöld þó enginn körfubolti sé spilaður um þessar mundir. Þátturinn var með öðru sniði þar sem rifjað var upp fyrstu ár NBA körfuboltans í íslensku sjónvarpi.

Gestir Kjartans voru Einar Bollason, Heimir Karlsson og Valtýr Björn Valtýsson en þeir voru áberandi í umfjöllun Stöðvar 2 um NBA körfuboltann fyrstu árin.

Einar og Valtýr Björn rifjuðu upp með Kjartani þegar þeir fóru vestur um haf og fjölluðu um stjörnuleikinn í NBA eitt árið. Aðgengi þeirra Valtýs og Einars að leikmönnum stjörnuleiksins var nánast óheft og fengu þeir tækifæri til að ræða við margar af skærustu stjörnum sögunnar í NBA deildinni.

Eitt atvik olli Einari þó miklum vonbrigðum en Einar, sem er goðsögn í íslensku körfuboltalífi, er harður stuðningsmaður Boston Celtics.

„Það eru margar skemmtilegar sögur að segja frá þessum All-Star helgum. Mér fannst alltaf skemmtilegast þegar við fengum að vera hjá þeim á æfingu og labba á milli leikmanna. Fyrir mig voru mikil sárindi sem ég er ekki enn búinn að jafna mig alveg á,“ segir Einar og heldur áfram.

„Við spjölluðum við svo marga leikmenn og það var sammerkt hjá þeim öllum hvað þeir voru indælir og kurteisir. Allir nema einn; mitt átrúnaðargoð alla tíð, Larry Bird. Hann var feiminn og var frægur fyrir að vera illa við fjölmiðla. Ég var lengi að ná mér eftir þetta,“ sagði Einar.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Átrúnaðargoð Einars Bolla olli vonbrigðum

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×