Stebbi Hilmars á eldheitan aðdáanda í Mexíkó Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 10:48 Yehoshúa Malpica er mikill áhugamaður um tungumál og segist hafa sérstakt dálæti á íslensku og Stefáni Hilmarssyni. skjáskot Hinn mexíkóski Yehoshúa Malpica kolféll fyrir Sálinni hans Jóns míns árið 2018. Hann sendi frá sér myndband í gær sem er óður til sveitarinnar og ekki síst söngvara hennar, Stefáns Hilmarssonar. Malpica segist hafa sérstakt dálæti á Stefáni; hann elski röddina hans, tónlistina og „nokkurn veginn allt við hann,“ eins og Malpica kemst að orði í myndbandinu. Hann segist hafa fyrst heyrt rödd Stefáns í íslenskri þýðingu á Tarzan-teiknimyndinni frá árinu 1999, en Stefán söng inn á helstu lög myndarinnar. „Ekki aðeins er aðalsöngvarinn gríðarlega hæfileikaríkur, heldur er hægt að njóta laga hans sama hvert móðurmál þitt er,“ segir Malpica. „Ég er þeirrar skoðunar að allt hljómi betur, sé svalara, kröftugra og fallegra á íslensku og latínu.“ Malpica þessi heldur úti Youtube-rásinni Hasufel y Arod, sem dregur nafn sitt af tveimur hestum í Hringadróttinssögu. Þar má einmitt nálgast fyrrnefndan óð til Sálarinnar hans Jóns míns. Malpica syngur þar lagið sem hann telur vera fallegasta lag sveitarinnar „Undir þínum áhrifum,“ og er óhætt að segja að íslenski framburðurinn sé bara nokkuð góður hjá tungumálanemanum. Myndband Malpica og söng hans má heyra hér að neðan. Tónlist Mexíkó Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Sjá meira
Hinn mexíkóski Yehoshúa Malpica kolféll fyrir Sálinni hans Jóns míns árið 2018. Hann sendi frá sér myndband í gær sem er óður til sveitarinnar og ekki síst söngvara hennar, Stefáns Hilmarssonar. Malpica segist hafa sérstakt dálæti á Stefáni; hann elski röddina hans, tónlistina og „nokkurn veginn allt við hann,“ eins og Malpica kemst að orði í myndbandinu. Hann segist hafa fyrst heyrt rödd Stefáns í íslenskri þýðingu á Tarzan-teiknimyndinni frá árinu 1999, en Stefán söng inn á helstu lög myndarinnar. „Ekki aðeins er aðalsöngvarinn gríðarlega hæfileikaríkur, heldur er hægt að njóta laga hans sama hvert móðurmál þitt er,“ segir Malpica. „Ég er þeirrar skoðunar að allt hljómi betur, sé svalara, kröftugra og fallegra á íslensku og latínu.“ Malpica þessi heldur úti Youtube-rásinni Hasufel y Arod, sem dregur nafn sitt af tveimur hestum í Hringadróttinssögu. Þar má einmitt nálgast fyrrnefndan óð til Sálarinnar hans Jóns míns. Malpica syngur þar lagið sem hann telur vera fallegasta lag sveitarinnar „Undir þínum áhrifum,“ og er óhætt að segja að íslenski framburðurinn sé bara nokkuð góður hjá tungumálanemanum. Myndband Malpica og söng hans má heyra hér að neðan.
Tónlist Mexíkó Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Sjá meira