Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. mars 2020 03:45 Frá undirritun kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Jóhann K. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli sem hófst 17. febrúar síðastliðinn var aflýst eftir undirritun en verkfallið hefur staðið í rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að verkfallsaðgerðir hafi haft mikil áhrif í samfélaginu, til að mynda í leikskólum, sorphirðu og þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkfallsaðgerðir hófust í byrjun febrúar með skæruverkföllum en félagsmenn hafa verið án kjarasamnings í tæpt ár eða frá 31. mars 2019.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Viðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hafa tekið langan tíma. Fundað var um helgina en síðustu nótt, eftir langa fundarsetu, var fundi frestað á þriðja tímanum. Aðilar tóku svo upp viðræður klukkan eitt í gær og nú í nótt náðu samningsaðilar saman. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu strax eftir undirritun að samningurinn væri viðurkenning á að tími væri komin á launaleiðréttingu kvennastétta. Hún sagðist afar sátt við að samningurinn væri í höfn og stolt af því að kröfum Eflingar hafi verið mætt. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu að ferlið hafi verið afar langt og erfitt en að aðilum hafi tekist að mætast á miðri leið.Áfram ótímabundið verkfall félagsmanna innan Sambands íslenskra sveitarfélaga Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Það verkfall hefur áhrif á rúmlega 270 félagsmenn sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sólveig Anna segir að samningurinn við Reykjavíkurborg hljóti að hafa áhrif inn í viðræður við sveitarfélögin. Kjarasamningurinn sem Efling undirritaði við Reykjavíkurborg er óháður samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og í sjálfstæðu viðræðuferli. Í frétt Eflingar segir þó að fólk sé meðvitað um að baráttan sem háð hafi verið við Reykjavíkurborg að undanförnu sé jafnframt barátta félagsmanna stéttarfélagsins innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reiknað er með að samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti til fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli sem hófst 17. febrúar síðastliðinn var aflýst eftir undirritun en verkfallið hefur staðið í rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að verkfallsaðgerðir hafi haft mikil áhrif í samfélaginu, til að mynda í leikskólum, sorphirðu og þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkfallsaðgerðir hófust í byrjun febrúar með skæruverkföllum en félagsmenn hafa verið án kjarasamnings í tæpt ár eða frá 31. mars 2019.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Viðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hafa tekið langan tíma. Fundað var um helgina en síðustu nótt, eftir langa fundarsetu, var fundi frestað á þriðja tímanum. Aðilar tóku svo upp viðræður klukkan eitt í gær og nú í nótt náðu samningsaðilar saman. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu strax eftir undirritun að samningurinn væri viðurkenning á að tími væri komin á launaleiðréttingu kvennastétta. Hún sagðist afar sátt við að samningurinn væri í höfn og stolt af því að kröfum Eflingar hafi verið mætt. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu að ferlið hafi verið afar langt og erfitt en að aðilum hafi tekist að mætast á miðri leið.Áfram ótímabundið verkfall félagsmanna innan Sambands íslenskra sveitarfélaga Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Það verkfall hefur áhrif á rúmlega 270 félagsmenn sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sólveig Anna segir að samningurinn við Reykjavíkurborg hljóti að hafa áhrif inn í viðræður við sveitarfélögin. Kjarasamningurinn sem Efling undirritaði við Reykjavíkurborg er óháður samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og í sjálfstæðu viðræðuferli. Í frétt Eflingar segir þó að fólk sé meðvitað um að baráttan sem háð hafi verið við Reykjavíkurborg að undanförnu sé jafnframt barátta félagsmanna stéttarfélagsins innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reiknað er með að samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti til fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54
Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21