Einni bestu körfuboltakonu heims að takast að hjálpa saklausum manni út úr fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 14:00 Maya Moore fórnaði tveimur árum af körfuboltaferli sínum. Getty/ Leon Bennett WNBA stjarnan Maya Moore tók sér tveggja ára hlé frá WNBA deildinni til að hjálpa saklausum manni að losna úr fangelsi og nú lítur út fyrir að barátta hennar sér að skila árangri. Jonathan Irons er búin að sitja inni i 22 ára af 50 ára dómi fyrir innbrot og líkamsárás en í gær samþykkti dómari beiðni Jonathan Irons um ólögmæta frelsissviptingu. Málið er þó ekki úr sögunni því Missouri hefur nú fimmtán daga til að áfrýja þessari ákvörðun dómarans. Svo gæti síðan farið að Jonathan Irons fengi nýtt réttarhald.Maya Moore's time away from the WNBA has paid off https://t.co/5eUJfWxaMI — Sports Illustrated (@SInow) March 9, 2020The New York Times hefur fjallað sérstaklega um málið og aðallega vegna aðkomu Mayu Moore. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingum Jonathan Irons þá eru engar sannanir um aðkomu hans að glæpnum, engin vitni og engin sönnunargögn sem tengja hann við málið. Jonathan Irons var sakfelldur aðallega út frá því að hafa játað á sig glæpinn en hann neitar því að hafa gert það. Lögreglumaðurinn sem tók af honum skýrsluna kom ekki fyrir réttinn vegna veikinda og er látinn. Irons var bara táningur þegar þetta gerðist og kviðdómurinn sem sakfelldi hann var einungis skipaður hvítu fólki.Maya Moore stepped away from basketball to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison. On Monday, Irons' initial conviction was overturned. https://t.co/cgmN3VqM0e — SportsCenter (@SportsCenter) March 9, 2020 Maya Moore þekkti ekkert til Jonathan Irons þegar hún hitti hann í heimsókn sinni í fangelsi hans en var sannfærð um sakleysi hans. „Við höfum beðið lengi eftir þessum degi. Við erum svo þakklát guði og öllum þeim sem hafa hjálpað okkur að ná fram réttlæti. Þú ert að koma heim,“ sagði Maya Moore við fréttamenn. Maya Moore er fjórfaldur WNBA meistari með Minnesota Lynx, hún hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og tvisvar unnið EuroLeague. Á tímabilinu áður en hún tók sér frí til að sinna baráttunni fyrir sakleysi Jonathan Irons þá var hún með 18.0 stig að meðaltali í leik í WNBA-deildinni. Hún er einn besti leikmaður í sögu WNBA deildarinnar.Maya Moore put her career on hiatus to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison, and on Monday, Irons' initial conviction was overturned. "This day has been a long time coming. We are just so grateful," Moore told Katie Barnes.https://t.co/BuE9W5HAuJ — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) March 9, 2020 NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira
WNBA stjarnan Maya Moore tók sér tveggja ára hlé frá WNBA deildinni til að hjálpa saklausum manni að losna úr fangelsi og nú lítur út fyrir að barátta hennar sér að skila árangri. Jonathan Irons er búin að sitja inni i 22 ára af 50 ára dómi fyrir innbrot og líkamsárás en í gær samþykkti dómari beiðni Jonathan Irons um ólögmæta frelsissviptingu. Málið er þó ekki úr sögunni því Missouri hefur nú fimmtán daga til að áfrýja þessari ákvörðun dómarans. Svo gæti síðan farið að Jonathan Irons fengi nýtt réttarhald.Maya Moore's time away from the WNBA has paid off https://t.co/5eUJfWxaMI — Sports Illustrated (@SInow) March 9, 2020The New York Times hefur fjallað sérstaklega um málið og aðallega vegna aðkomu Mayu Moore. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingum Jonathan Irons þá eru engar sannanir um aðkomu hans að glæpnum, engin vitni og engin sönnunargögn sem tengja hann við málið. Jonathan Irons var sakfelldur aðallega út frá því að hafa játað á sig glæpinn en hann neitar því að hafa gert það. Lögreglumaðurinn sem tók af honum skýrsluna kom ekki fyrir réttinn vegna veikinda og er látinn. Irons var bara táningur þegar þetta gerðist og kviðdómurinn sem sakfelldi hann var einungis skipaður hvítu fólki.Maya Moore stepped away from basketball to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison. On Monday, Irons' initial conviction was overturned. https://t.co/cgmN3VqM0e — SportsCenter (@SportsCenter) March 9, 2020 Maya Moore þekkti ekkert til Jonathan Irons þegar hún hitti hann í heimsókn sinni í fangelsi hans en var sannfærð um sakleysi hans. „Við höfum beðið lengi eftir þessum degi. Við erum svo þakklát guði og öllum þeim sem hafa hjálpað okkur að ná fram réttlæti. Þú ert að koma heim,“ sagði Maya Moore við fréttamenn. Maya Moore er fjórfaldur WNBA meistari með Minnesota Lynx, hún hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og tvisvar unnið EuroLeague. Á tímabilinu áður en hún tók sér frí til að sinna baráttunni fyrir sakleysi Jonathan Irons þá var hún með 18.0 stig að meðaltali í leik í WNBA-deildinni. Hún er einn besti leikmaður í sögu WNBA deildarinnar.Maya Moore put her career on hiatus to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison, and on Monday, Irons' initial conviction was overturned. "This day has been a long time coming. We are just so grateful," Moore told Katie Barnes.https://t.co/BuE9W5HAuJ — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) March 9, 2020
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira