Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 09:00 Bruno Fernandes fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Manchester United. Getty/Clive Brunskill Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. Manchester United keypti Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon í janúarglugganum og hann hefur síðan skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum. Það sem skiptir meira máli er að United liðið hefur ekki tapað leik með hann innanborðs. Bruno Fernandes lagði upp fyrra mark Manchester United í 2-0 sigri á nágrönnunum í Manchester City með galdrasendingu á Anthony Martial þar sem hann sýndi bæði gæði sín og útsjónarsemi. Meðal þeirra sem hafa hrósað Bruno Fernandes er sjálfur Alan Shearer, markhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Bruno Fernandes told his "arrogance" has sparked change at Man Utd https://t.co/18Jh9ODw1Gpic.twitter.com/ryoVcuZ5nc — Mirror Football (@MirrorFootball) March 10, 2020„Þegar þú hefur einhvern sem kemur inn í fótboltaklúbb með svona jákvæðan hroka þá skiptir það miklu máli. Hann hefur trú á því að hann geti snúið við hlutunum og það er augljóst að hann hefur hæfileikana til þess líka,“ sagði Alan Shearer við breska ríkisútvarpið. Eftir komu Eric Cantona á Old Trafford þá vann Manchester United fjóra meistaratitla á fimm árum eða 1993, 1994, 1996 og 1997. Liðið vann einnig tvöfalt 1994 og 1996. Manchester United er kannski ekki komið með meistaralið strax en það er allt annað að sjá spilamennsku liðsins með Bruno Fernandes inn á miðjunni.There are so many reasons, Alan #mufchttps://t.co/Jzs68PzQ8M — Man United News (@ManUtdMEN) March 10, 2020 „Það eru allir leikmenn liðsins að bregðast við honum. Þegar hann fær boltann þá eru leikmenn United að hreyfa sig. Ég sá það ekki í mörgum United leikjum áður en hann kom,“ sagði Shearer. „Það eru til ákveðnir leikmenn sem hafa þessa ró yfir sér á stærstu stundum leikjanna. Þegar allt er á fleygiferð þá veit hann hvað á að gera. Það er þannig lykt af honum og hann hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Jermaine Jenas. Í þessum átta leikjum Bruno Fernandes með Manchester United þá hefur liðið unnið fimm og gert þrjú jafntefli. Jafnteflin komu á móti Úlfunum og Everton í deildinni og í útileik á móti Club Brugge í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes hefur átt þátt í marki í fjórum af fimm sigurleikjum liðsins en þá hefur United unnið 15-0 með hann innanborðs. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. Manchester United keypti Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon í janúarglugganum og hann hefur síðan skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum. Það sem skiptir meira máli er að United liðið hefur ekki tapað leik með hann innanborðs. Bruno Fernandes lagði upp fyrra mark Manchester United í 2-0 sigri á nágrönnunum í Manchester City með galdrasendingu á Anthony Martial þar sem hann sýndi bæði gæði sín og útsjónarsemi. Meðal þeirra sem hafa hrósað Bruno Fernandes er sjálfur Alan Shearer, markhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Bruno Fernandes told his "arrogance" has sparked change at Man Utd https://t.co/18Jh9ODw1Gpic.twitter.com/ryoVcuZ5nc — Mirror Football (@MirrorFootball) March 10, 2020„Þegar þú hefur einhvern sem kemur inn í fótboltaklúbb með svona jákvæðan hroka þá skiptir það miklu máli. Hann hefur trú á því að hann geti snúið við hlutunum og það er augljóst að hann hefur hæfileikana til þess líka,“ sagði Alan Shearer við breska ríkisútvarpið. Eftir komu Eric Cantona á Old Trafford þá vann Manchester United fjóra meistaratitla á fimm árum eða 1993, 1994, 1996 og 1997. Liðið vann einnig tvöfalt 1994 og 1996. Manchester United er kannski ekki komið með meistaralið strax en það er allt annað að sjá spilamennsku liðsins með Bruno Fernandes inn á miðjunni.There are so many reasons, Alan #mufchttps://t.co/Jzs68PzQ8M — Man United News (@ManUtdMEN) March 10, 2020 „Það eru allir leikmenn liðsins að bregðast við honum. Þegar hann fær boltann þá eru leikmenn United að hreyfa sig. Ég sá það ekki í mörgum United leikjum áður en hann kom,“ sagði Shearer. „Það eru til ákveðnir leikmenn sem hafa þessa ró yfir sér á stærstu stundum leikjanna. Þegar allt er á fleygiferð þá veit hann hvað á að gera. Það er þannig lykt af honum og hann hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Jermaine Jenas. Í þessum átta leikjum Bruno Fernandes með Manchester United þá hefur liðið unnið fimm og gert þrjú jafntefli. Jafnteflin komu á móti Úlfunum og Everton í deildinni og í útileik á móti Club Brugge í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes hefur átt þátt í marki í fjórum af fimm sigurleikjum liðsins en þá hefur United unnið 15-0 með hann innanborðs.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira