Í sóttkví með líki eiginmanns síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 06:55 Heimili þeirra hjóna er í bænum Borghetto Santo Spirito. Þessi mynd er tekin þar en tengist innihaldi fréttarinnar að öðru leyti ekki. getty/aGF Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða. Maðurinn var á áttræðisaldri og hafði sýnt einkenni sýkingar undanfarna daga. Konan hringdi eftir aðstoð um leið og andlátið bar að, tveir sjúkraflutningamenn reyndu endurlífgun en án árangurs. Að henni lokinni tóku þeir sitthvort sýnið, annað úr konunni og hitt úr hinum látna, áður en þeir voru sjálfir sendir í sóttkví. Bæjarstjóri Borghetto Santo Spirito segir í samtali við fjölmiðla að jú, konan hefur vissuleg mátt dvelja með líkinu í rúman sólarhring. Vonir standa til að hægt verði að sækja það síðar í dag.„Því miður þá eru þetta einfaldlega verkferlar sem við verðum að fylgja,“ segir bæjarstjórinn Giancarlo Canepa. Hann segir að eiginmaðurinn hafi neitað að verða við beiðni um að leggjast inn á sjúkrastofnun þegar hann fór að sýna einkenni. „Hefði hann gert það þá hefði þessi staða ekki komið upp,“ segir bæjarstjórinn. Hann lýsir stöðu konunnar sem martröð. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessum hryllingi. Ég finn til með konunni og ættingjum hennar í þessari súrrealísku stöðu.“ Bæjarstjórinn segist hafa talað við konuna í síma, hún hafi verið í öngum sínum og ekki vitað hvernig hún ætti að haga sér. Konan hefur til þessa ekki sýnt einkenni sýkingar. Komi hins vegar í ljós að hún sé jafnframt smituð af kórónuveirunni má hún vænta þess að þurfa dvelja lengur í sóttkví.Angistarvein af svölunumÍtalska sjónvarpsstöðin IVG.IT ræddi við nágranna fólksins sem sagðist vera á varðbergi vegna málsins. Það væri óneitanlega óþægilegt að hugsa til þess að kórónuveiran hefði dregið einhvern til dauða í næsta húsi. Hugur hans væri þó hjá nágrannakonu sinni, sem enginn gæti hlúð að á þessum erfiðu tímum. Það hafi verið óbærilegt að heyra hana kalla á hjálp af svölum sínum. Ítölsk stjórnvöld kynntu hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar á mánudagskvöld. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Þar hafa greinst rúmlega 10 þúsund smit sem dregið hafa rúmlega 600 til dauða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða. Maðurinn var á áttræðisaldri og hafði sýnt einkenni sýkingar undanfarna daga. Konan hringdi eftir aðstoð um leið og andlátið bar að, tveir sjúkraflutningamenn reyndu endurlífgun en án árangurs. Að henni lokinni tóku þeir sitthvort sýnið, annað úr konunni og hitt úr hinum látna, áður en þeir voru sjálfir sendir í sóttkví. Bæjarstjóri Borghetto Santo Spirito segir í samtali við fjölmiðla að jú, konan hefur vissuleg mátt dvelja með líkinu í rúman sólarhring. Vonir standa til að hægt verði að sækja það síðar í dag.„Því miður þá eru þetta einfaldlega verkferlar sem við verðum að fylgja,“ segir bæjarstjórinn Giancarlo Canepa. Hann segir að eiginmaðurinn hafi neitað að verða við beiðni um að leggjast inn á sjúkrastofnun þegar hann fór að sýna einkenni. „Hefði hann gert það þá hefði þessi staða ekki komið upp,“ segir bæjarstjórinn. Hann lýsir stöðu konunnar sem martröð. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessum hryllingi. Ég finn til með konunni og ættingjum hennar í þessari súrrealísku stöðu.“ Bæjarstjórinn segist hafa talað við konuna í síma, hún hafi verið í öngum sínum og ekki vitað hvernig hún ætti að haga sér. Konan hefur til þessa ekki sýnt einkenni sýkingar. Komi hins vegar í ljós að hún sé jafnframt smituð af kórónuveirunni má hún vænta þess að þurfa dvelja lengur í sóttkví.Angistarvein af svölunumÍtalska sjónvarpsstöðin IVG.IT ræddi við nágranna fólksins sem sagðist vera á varðbergi vegna málsins. Það væri óneitanlega óþægilegt að hugsa til þess að kórónuveiran hefði dregið einhvern til dauða í næsta húsi. Hugur hans væri þó hjá nágrannakonu sinni, sem enginn gæti hlúð að á þessum erfiðu tímum. Það hafi verið óbærilegt að heyra hana kalla á hjálp af svölum sínum. Ítölsk stjórnvöld kynntu hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar á mánudagskvöld. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Þar hafa greinst rúmlega 10 þúsund smit sem dregið hafa rúmlega 600 til dauða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent