„Þetta verður ekki auðvelt“ Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 11:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Staðan sé allt önnur en árið 2008 og ríkissjóður standi betur. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindi hann spurningu sinni að forsætisráðherra og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við auknu atvinnuleysi, ferðabanni og öðrum erfiðleikum sem gætu orðið í kjölfar heimsfaraldursins. „Þó þjóðarbúið standi vel er velferðarkerfið í þeim mun veikari málum því hér hefur verið rekin hægri stefna,“ sagði Logi og bætti við að honum þætti aðgerðir ríkisstjórnarinnar óljósar og máttlausar. Með þessu áframhaldi gæti þjóðin verið að sigla inn í svipað ástand og árið 2008. Í svari sínu sagði Katrín ríkisstjórnina vinna að því að bregðast við þeim erfiðleikum sem gætu verið fram undan. Ríkisstjórnin myndi funda í hádeginu og á morgun yrði fundur með aðilum vinnumarkaðarins, en þeim fundi var frestað eftir tíðindi næturinnar. „Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þrengingum, þær verða tímabundnar og ríkisstjórnin mun gera það sem þarf til að við komum standandi úr þessum hremmingum.“ Þá áréttaði Katrín að staða Íslands væri önnur og betri en árið 2008. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og skuldsetning heimila og atvinnulífs væri minni. Þá hefði ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til að styðja við fyrirtækin í landinu og von væri á frekari aðgerðum. Katrín sagði ríkisstjórnina hafa unnið að því undanfarin ár að styrkja heilbrigðiskerfið og væri mikilvægi þess að sanna sig núna. Þó svo að erfitt verkefni biði stjórnvalda stæði Ísland mjög vel til að takast á við þessa tímabundnu erfiðleika. „Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega verið að styrkja velferðarkerfið og grunnstoðir þess. Staðan er þannig að við munum þurfa á því að halda,“ sagði Katrín og áréttaði að það væri mikilvægt hvernig stjórnmálin myndu bregðast við þeim erfiðleikum sem blasa við. „Við skulum ekki draga neina dul á það að þetta verður ekki auðvelt.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Staðan sé allt önnur en árið 2008 og ríkissjóður standi betur. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindi hann spurningu sinni að forsætisráðherra og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við auknu atvinnuleysi, ferðabanni og öðrum erfiðleikum sem gætu orðið í kjölfar heimsfaraldursins. „Þó þjóðarbúið standi vel er velferðarkerfið í þeim mun veikari málum því hér hefur verið rekin hægri stefna,“ sagði Logi og bætti við að honum þætti aðgerðir ríkisstjórnarinnar óljósar og máttlausar. Með þessu áframhaldi gæti þjóðin verið að sigla inn í svipað ástand og árið 2008. Í svari sínu sagði Katrín ríkisstjórnina vinna að því að bregðast við þeim erfiðleikum sem gætu verið fram undan. Ríkisstjórnin myndi funda í hádeginu og á morgun yrði fundur með aðilum vinnumarkaðarins, en þeim fundi var frestað eftir tíðindi næturinnar. „Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þrengingum, þær verða tímabundnar og ríkisstjórnin mun gera það sem þarf til að við komum standandi úr þessum hremmingum.“ Þá áréttaði Katrín að staða Íslands væri önnur og betri en árið 2008. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og skuldsetning heimila og atvinnulífs væri minni. Þá hefði ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til að styðja við fyrirtækin í landinu og von væri á frekari aðgerðum. Katrín sagði ríkisstjórnina hafa unnið að því undanfarin ár að styrkja heilbrigðiskerfið og væri mikilvægi þess að sanna sig núna. Þó svo að erfitt verkefni biði stjórnvalda stæði Ísland mjög vel til að takast á við þessa tímabundnu erfiðleika. „Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega verið að styrkja velferðarkerfið og grunnstoðir þess. Staðan er þannig að við munum þurfa á því að halda,“ sagði Katrín og áréttaði að það væri mikilvægt hvernig stjórnmálin myndu bregðast við þeim erfiðleikum sem blasa við. „Við skulum ekki draga neina dul á það að þetta verður ekki auðvelt.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Sjá meira
Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45
Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45