Westbrook sá til þess að Houston vann Boston í háspennu leik | Lakers töpuðu stórt | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 11:00 Westbrook skoraði 41 stig í nótt í naumum sigri Houston. Vísir/Getty Russell Westbrook átti frábæran leik er Houston Rockets vann Boston Celtics með einu stigi í framlengdum leik í nótt, lokatölur 111-110. Þá töpuðu Los Angeles Lakers óvænt fyrir Memphis Grizzlies þar sem ungstirnið Jay Morant fór á kostum sem höfðu ekki unnið í fimm leikjum í röð. Önnur úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Houston heimsótti Boston í TD Garden í nótt. Liðin voru fyrir leik með nokkuð svipaða tölfræði, Boston hafði unnið 41 og tapað 17 á meðan Houston hafði unnið 38 og tapað 20. Það fór svo að liðin þurftu framlengingu til að skera úr um hvort myndi landa sigri í nótt. Heimamenn í Celtics byrjuðu leikinn betur og voru níu stigum eftir 1. leikhluta og 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 56-45. Voru þeir leiddir áfram af Jason Taytum sem hefur átt mjög gott tímabil. Alls skoraði hann 32 stig í leiknum ásamt því að taka 13 fráköst. Í liði Houston eru hins vegar þeir Russell Westbrook og James Harden. Þeir settu í 5. gír í síðari hálfleik og tókst að jafna metin þökk sé ótrúlegum þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig. Fór Houston með forystu inn í síðasta fjórðung leiksins en þar komu heimamenn til baka og náðu að kreista út framlengingu þökk sé flautukörfu Jaylen Brown. Fór það svo að Houston vann framlenginguna 7-6 og leikinn þar með 111-110 en síðustu tvo stig liðsins komu frá Harden af vítalínunni. Westbrook endaði leikinn með 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Harden setti 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Russ goes OFF for 41 PTS @russwest44 scores 20+ PTS for the 30th consecutive game, leading the @HoustonRockets to their 6th win in a row! pic.twitter.com/g9lO0KjhKZ— NBA (@NBA) March 1, 2020 Lebron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu nokkuð óvænt gegn Memphis Grizzlies í nótt en síðarnefnda liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Lakers náðu í raun aldrei nenum takti í leiknum og voru komnir 15 stigum undir í 2. leikhluta. Fór það svo að Memphis vann leikinn örugglega 105-88. Jonas Valančiūnas átti frábæran leik fyrir Memphis en hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Þá skoraði Ja Morant 27 stig og gaf 14 stoðsendingar. Í liði Lakers var LeBron atkvæðamestur með 19 stig, 10 stoðsendingar og átta fráköst. Þar á eftir kom Davis með 15 stig og níu fráköst. 27 PTS, 14 AST for Ja @JaMorant goes 10-16 from the field and ties a career-high in assists as the @memgrizz defeat LAL! #GrindCitypic.twitter.com/f9JuIHmRVu— NBA (@NBA) March 1, 2020 Önnur úrslit Miami Heat 116-113 Brooklyn Nets Cleveland Cavaliers 104-113 Indiana Pacers San Antonio Spurs 114-113 Orlando Magic Phoenix Suns 99-115 Golden State Warriors Atlanta Hawks 129-117 Portland Trail Blazers The updated NBA standings through the end of February! pic.twitter.com/FtlvCej6nw— NBA (@NBA) March 1, 2020 NBA Tengdar fréttir Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Russell Westbrook átti frábæran leik er Houston Rockets vann Boston Celtics með einu stigi í framlengdum leik í nótt, lokatölur 111-110. Þá töpuðu Los Angeles Lakers óvænt fyrir Memphis Grizzlies þar sem ungstirnið Jay Morant fór á kostum sem höfðu ekki unnið í fimm leikjum í röð. Önnur úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Houston heimsótti Boston í TD Garden í nótt. Liðin voru fyrir leik með nokkuð svipaða tölfræði, Boston hafði unnið 41 og tapað 17 á meðan Houston hafði unnið 38 og tapað 20. Það fór svo að liðin þurftu framlengingu til að skera úr um hvort myndi landa sigri í nótt. Heimamenn í Celtics byrjuðu leikinn betur og voru níu stigum eftir 1. leikhluta og 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 56-45. Voru þeir leiddir áfram af Jason Taytum sem hefur átt mjög gott tímabil. Alls skoraði hann 32 stig í leiknum ásamt því að taka 13 fráköst. Í liði Houston eru hins vegar þeir Russell Westbrook og James Harden. Þeir settu í 5. gír í síðari hálfleik og tókst að jafna metin þökk sé ótrúlegum þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig. Fór Houston með forystu inn í síðasta fjórðung leiksins en þar komu heimamenn til baka og náðu að kreista út framlengingu þökk sé flautukörfu Jaylen Brown. Fór það svo að Houston vann framlenginguna 7-6 og leikinn þar með 111-110 en síðustu tvo stig liðsins komu frá Harden af vítalínunni. Westbrook endaði leikinn með 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Harden setti 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Russ goes OFF for 41 PTS @russwest44 scores 20+ PTS for the 30th consecutive game, leading the @HoustonRockets to their 6th win in a row! pic.twitter.com/g9lO0KjhKZ— NBA (@NBA) March 1, 2020 Lebron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu nokkuð óvænt gegn Memphis Grizzlies í nótt en síðarnefnda liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Lakers náðu í raun aldrei nenum takti í leiknum og voru komnir 15 stigum undir í 2. leikhluta. Fór það svo að Memphis vann leikinn örugglega 105-88. Jonas Valančiūnas átti frábæran leik fyrir Memphis en hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Þá skoraði Ja Morant 27 stig og gaf 14 stoðsendingar. Í liði Lakers var LeBron atkvæðamestur með 19 stig, 10 stoðsendingar og átta fráköst. Þar á eftir kom Davis með 15 stig og níu fráköst. 27 PTS, 14 AST for Ja @JaMorant goes 10-16 from the field and ties a career-high in assists as the @memgrizz defeat LAL! #GrindCitypic.twitter.com/f9JuIHmRVu— NBA (@NBA) March 1, 2020 Önnur úrslit Miami Heat 116-113 Brooklyn Nets Cleveland Cavaliers 104-113 Indiana Pacers San Antonio Spurs 114-113 Orlando Magic Phoenix Suns 99-115 Golden State Warriors Atlanta Hawks 129-117 Portland Trail Blazers The updated NBA standings through the end of February! pic.twitter.com/FtlvCej6nw— NBA (@NBA) March 1, 2020
NBA Tengdar fréttir Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00