Trúarleiðtogi í Suður-Kóreu ásakaður um morð vegna kórónuveirudauðsfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2020 15:51 Flest kórónuveirusmit hafa greinst í Suður-Kóreu á eftir Kína. getty/Seung-il Ryu Yfirvöld í Suður-Kóreu hyggjast hefja rannsókn á leiðtoga trúarhóps þar í landi en hann er sagður bera ábyrgð á þó nokkrum kórónuveirudauðsföllum. Borgaryfirvöld í Seoul, höfuðborg landsins, hafa óskað eftir því að Lee Man-hee, stofnandi og leiðtogi Shincheonji kirkjunnar, auk ellefu undirmanna hans verði ákærð fyrir morð. Þau eru sökuð um að hafa haldið persónuupplýsingum safnaðarmeðlima frá yfirvöldum þegar reynt var að hafa uppi á mögulegum smitberum áður en veiran breiddist út af einhverju viti í landinu. Þar hafa komið upp flest kórónuveirusmit utan Kína. Tilkynnt hefur verið um 3.730 tilfelli af kórónuveirusmiti og 21 hafa látið lífið. Meira en helmingur sýktra eru meðlimir í Shincheonji kirkju Jesú, sem er kristinn trúarhópur. Yfirvöld segja að meðlimir Shincheonji hafi smitað hvorn annan þegar þeir komu saman í borginni Daegu í síðasta mánuði. Eftir samkomuna hafi svo smitaðir meðlimir kirkjunnar farið aftur til sinna heimahaga og smitað þar. Í dag, sunnudag, sendu borgaryfirvöld í Seoul saksóknurum formlega kvörtun vegna tólf leiðtoga kirkjunnar. Þeir eru sakaðir um morð, að hafa valdið skaða og fleira. Laura Bicker, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Seoul, telur kvörtunina var birtingarmynd á því hve almenningur sé orðinn þreyttur á trúarhópnum og reiður í hans garð. Leiðtogi hópsins, Lee Man-hee, er þekktur fyrir að halda því fram að hann sé Messías endurfæddur. Allir meðlimir safnaðarins, 230 þúsund talsins, hafa farið í skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki og meira en níu þúsund sögðust finna fyrir einkennum kórónuveirunnar. Ein þeirra sem fyrst smitaðist af veirunni í söfnuðinum, 61 árs gömul kona, neitaði til að byrja með að fara á sjúkrahús til að hægt væri að taka sýni úr henni og vitað er að hún hafi mætt á nokkra viðburði í kirkjunni áður en smit hennar var staðfest. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu hyggjast hefja rannsókn á leiðtoga trúarhóps þar í landi en hann er sagður bera ábyrgð á þó nokkrum kórónuveirudauðsföllum. Borgaryfirvöld í Seoul, höfuðborg landsins, hafa óskað eftir því að Lee Man-hee, stofnandi og leiðtogi Shincheonji kirkjunnar, auk ellefu undirmanna hans verði ákærð fyrir morð. Þau eru sökuð um að hafa haldið persónuupplýsingum safnaðarmeðlima frá yfirvöldum þegar reynt var að hafa uppi á mögulegum smitberum áður en veiran breiddist út af einhverju viti í landinu. Þar hafa komið upp flest kórónuveirusmit utan Kína. Tilkynnt hefur verið um 3.730 tilfelli af kórónuveirusmiti og 21 hafa látið lífið. Meira en helmingur sýktra eru meðlimir í Shincheonji kirkju Jesú, sem er kristinn trúarhópur. Yfirvöld segja að meðlimir Shincheonji hafi smitað hvorn annan þegar þeir komu saman í borginni Daegu í síðasta mánuði. Eftir samkomuna hafi svo smitaðir meðlimir kirkjunnar farið aftur til sinna heimahaga og smitað þar. Í dag, sunnudag, sendu borgaryfirvöld í Seoul saksóknurum formlega kvörtun vegna tólf leiðtoga kirkjunnar. Þeir eru sakaðir um morð, að hafa valdið skaða og fleira. Laura Bicker, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Seoul, telur kvörtunina var birtingarmynd á því hve almenningur sé orðinn þreyttur á trúarhópnum og reiður í hans garð. Leiðtogi hópsins, Lee Man-hee, er þekktur fyrir að halda því fram að hann sé Messías endurfæddur. Allir meðlimir safnaðarins, 230 þúsund talsins, hafa farið í skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki og meira en níu þúsund sögðust finna fyrir einkennum kórónuveirunnar. Ein þeirra sem fyrst smitaðist af veirunni í söfnuðinum, 61 árs gömul kona, neitaði til að byrja með að fara á sjúkrahús til að hægt væri að taka sýni úr henni og vitað er að hún hafi mætt á nokkra viðburði í kirkjunni áður en smit hennar var staðfest.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30
Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00
Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37