LeBron James og Zion Williamson voru báðir í stuði á móti hvorum öðrum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 07:45 LeBron James var frábær í nótt. Getty/ Jonathan Bachman LeBron James hafði engan Anthony Davis sér við hlið í nótt en það kom ekki að sök því James leiddi Los Angeles Lakers til sigurs á útivelli á móti New Orleans Pelicans. LeBron James var með frábæra þrennu í 122-114 sigri Los Angeles Lakers í New Orleans en hann bauð upp á 34 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar. Anthony Davis gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og nýliðinn Zion Williamson hefur aldrei skorað meira í einum leik en heimamenn í New Orleans Pelicans átti ekki svör við Kónginum. Zion Williamson var frábær eins og James en hann skoraði 35 stig á 33 mínútum og úr aðeins 16 skotum. LBJ Zion@KingJames (34 PTS, 12 REB, 13 AST) & @Zionwilliamson (career-high 35 PTS, 12-16 FGM) DUEL as the @Lakers prevail in New Orleans! pic.twitter.com/LiUbKaqQmF— NBA (@NBA) March 2, 2020 „Augljóslega þá var þetta stórbrotin frammistaða hjá LeBron James. Hann var að hitta úr ótrúlegum skotum alls staðar af vellinum og sýndi það svo enn á ný þegar þeir tvídekkuðu hann að hann er einn af bestu sendingamönnunum í deildinni. Hann galopnaði vörnina þeirra,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. Kyle Kuzma skoraði 20 stig fyrir Lakers og Kentavious Caldwell-Pope kom með 13 stig inn af bekknum. Gamli Lakers maðurinn Lonzo Ball var nálægt þrennunni með 19 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Derrick Favors var með 12 stig og 14 fráköst. Giannis 1st career 40-20 game @Giannis_An34 leads the @Bucks to their 6th straight W with 41 PTS, 20 REB, 6 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/PMdHfzT0bz— NBA (@NBA) March 1, 2020 Giannis Antetokounmpo var líka magnaður með Milwaukee Bucks og bauð upp á 41 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í 93-85 sigri. Nikola Jokic bauð upp á flotta þrennu í sigri Denver Nuggets á meisturum Toronto Raptors en hann skoraði 23 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Joker triple-double! Nikola Jokic puts up 23 PTS, 18 REB, 11 AST in the @nuggets home W. #MileHighBasketballpic.twitter.com/wysQBAJvPE— NBA (@NBA) March 2, 2020 Kawhi Leonard (30), @Yg_Trece (24), @TeamLou23 (24), & @MONSTATREZZ (24) all score 20+ PTS to lead the @LAClippers to victory! pic.twitter.com/GbKYrqtrO2— NBA (@NBA) March 1, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Washington Wizards 110-124 New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 114-122 Denver Nuggets - Toronto Raptors 133-118 Sacramento Kings - Detroit Pistons 106-100 Los Angeles Clippers - Philadelphia 76ers 136-130 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 91-111 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 85-93 The updated NBA standings through Week 19's action. pic.twitter.com/T6pJmJxD6S— NBA (@NBA) March 2, 2020 NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
LeBron James hafði engan Anthony Davis sér við hlið í nótt en það kom ekki að sök því James leiddi Los Angeles Lakers til sigurs á útivelli á móti New Orleans Pelicans. LeBron James var með frábæra þrennu í 122-114 sigri Los Angeles Lakers í New Orleans en hann bauð upp á 34 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar. Anthony Davis gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og nýliðinn Zion Williamson hefur aldrei skorað meira í einum leik en heimamenn í New Orleans Pelicans átti ekki svör við Kónginum. Zion Williamson var frábær eins og James en hann skoraði 35 stig á 33 mínútum og úr aðeins 16 skotum. LBJ Zion@KingJames (34 PTS, 12 REB, 13 AST) & @Zionwilliamson (career-high 35 PTS, 12-16 FGM) DUEL as the @Lakers prevail in New Orleans! pic.twitter.com/LiUbKaqQmF— NBA (@NBA) March 2, 2020 „Augljóslega þá var þetta stórbrotin frammistaða hjá LeBron James. Hann var að hitta úr ótrúlegum skotum alls staðar af vellinum og sýndi það svo enn á ný þegar þeir tvídekkuðu hann að hann er einn af bestu sendingamönnunum í deildinni. Hann galopnaði vörnina þeirra,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. Kyle Kuzma skoraði 20 stig fyrir Lakers og Kentavious Caldwell-Pope kom með 13 stig inn af bekknum. Gamli Lakers maðurinn Lonzo Ball var nálægt þrennunni með 19 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Derrick Favors var með 12 stig og 14 fráköst. Giannis 1st career 40-20 game @Giannis_An34 leads the @Bucks to their 6th straight W with 41 PTS, 20 REB, 6 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/PMdHfzT0bz— NBA (@NBA) March 1, 2020 Giannis Antetokounmpo var líka magnaður með Milwaukee Bucks og bauð upp á 41 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í 93-85 sigri. Nikola Jokic bauð upp á flotta þrennu í sigri Denver Nuggets á meisturum Toronto Raptors en hann skoraði 23 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Joker triple-double! Nikola Jokic puts up 23 PTS, 18 REB, 11 AST in the @nuggets home W. #MileHighBasketballpic.twitter.com/wysQBAJvPE— NBA (@NBA) March 2, 2020 Kawhi Leonard (30), @Yg_Trece (24), @TeamLou23 (24), & @MONSTATREZZ (24) all score 20+ PTS to lead the @LAClippers to victory! pic.twitter.com/GbKYrqtrO2— NBA (@NBA) March 1, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Washington Wizards 110-124 New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 114-122 Denver Nuggets - Toronto Raptors 133-118 Sacramento Kings - Detroit Pistons 106-100 Los Angeles Clippers - Philadelphia 76ers 136-130 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 91-111 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 85-93 The updated NBA standings through Week 19's action. pic.twitter.com/T6pJmJxD6S— NBA (@NBA) March 2, 2020
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira