Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 07:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. vísir/getty Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. Liverpool hefur átt sögulega gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni en tapaði sínum fyrsta leik þar þegar liðið mætti Watford. Liðið tapaði einnig fyrri leik sínum við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu, og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að tapa einhverri trú á sínu liði eftir tapið á laugardag: „Ég efast ekki hið minnsta um karakter strákanna og þá væri ég líka algjör hálfviti því þeir hafa unnið sér inn fyrir mínu trausti, minni trú, og missa hana ekki með einum slæmum leik,“ sagði Klopp í gær. „Það getur alveg gerst að ég reiðist en ég var ekki reiður við leikmennina á þessum fundi [á æfingasvæði Liverpool á sunnudag]. Ef ég hefði farið á þennan fund og öskrað á þá eins og þeir hefðu tapað síðsutu tíu leikjum vegna slæms hugarfars þá væri það mjög furðulegt. Ég er ekki að reyna að láta mér líða betur eftir þessa fundi. Ég vil bara að strákarnir fái réttar upplýsingar,“ sagði Klopp, og benti á hve óvenjulegri stöðu Liverpool væri í í ensku úrvalsdeildinni. „Aðstæðurnar sem við erum í eru mjög sérstakar. Hver getur ráðlagt okkur? Get ég sagt að svona verðum við að gera hlutina vegna þess að ég hafi verið í þessari stöðu 20 sinnum áður og þá hafi þessi aðferð alltaf virkað? Nei. Ég hef aldrei verið í svona stöðu. Við fórum í gegnum ótrúlega langa hrinu leikja með mögnuðum frammistöðum, stórkostlegum fótbolta, glæsilegum mörkum og frábærum árangri fram að þessum tímapunkti,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst kl. 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45 „Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik Sjá meira
Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. Liverpool hefur átt sögulega gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni en tapaði sínum fyrsta leik þar þegar liðið mætti Watford. Liðið tapaði einnig fyrri leik sínum við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu, og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að tapa einhverri trú á sínu liði eftir tapið á laugardag: „Ég efast ekki hið minnsta um karakter strákanna og þá væri ég líka algjör hálfviti því þeir hafa unnið sér inn fyrir mínu trausti, minni trú, og missa hana ekki með einum slæmum leik,“ sagði Klopp í gær. „Það getur alveg gerst að ég reiðist en ég var ekki reiður við leikmennina á þessum fundi [á æfingasvæði Liverpool á sunnudag]. Ef ég hefði farið á þennan fund og öskrað á þá eins og þeir hefðu tapað síðsutu tíu leikjum vegna slæms hugarfars þá væri það mjög furðulegt. Ég er ekki að reyna að láta mér líða betur eftir þessa fundi. Ég vil bara að strákarnir fái réttar upplýsingar,“ sagði Klopp, og benti á hve óvenjulegri stöðu Liverpool væri í í ensku úrvalsdeildinni. „Aðstæðurnar sem við erum í eru mjög sérstakar. Hver getur ráðlagt okkur? Get ég sagt að svona verðum við að gera hlutina vegna þess að ég hafi verið í þessari stöðu 20 sinnum áður og þá hafi þessi aðferð alltaf virkað? Nei. Ég hef aldrei verið í svona stöðu. Við fórum í gegnum ótrúlega langa hrinu leikja með mögnuðum frammistöðum, stórkostlegum fótbolta, glæsilegum mörkum og frábærum árangri fram að þessum tímapunkti,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst kl. 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45 „Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45
„Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00