Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 11:13 Það er mikil pressa á Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir hræðilegt gengi síðustu vikna. EPA/RONALD WITTEK Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, neitaði að tjá sig um hvort samningaviðræður um framlengingu á samningi hans við Liverpool séu enn í gangi. Hann sagðist bara leggja áherslu á að hann einbeitti sér að því að koma liðinu aftur á sigurbraut. Slot skrifaði undir þriggja ára samning þegar hann gekk til liðs við félagið árið 2024 og búist var við að Hollendingurinn myndi skrifa undir nýjan samning eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili. Titilvörn Rauða hersins hefur hins vegar gengið hræðilega og lið Slot hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Þegar Slot var spurður um stöðu eigin samningsmála á blaðamannafundi í gær sagði hann: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á. Ég einbeiti mér alfarið að því að koma Liverpool aftur á sigurbraut,“ sagði Arne Slot. 🗣️ Arne Slot on his contract talks with #LFC"This is the last question I was expecting! My focus is completely on getting Liverpool back on winning ways." pic.twitter.com/w9lXbcsi5p— Empire of the Kop (@empireofthekop) October 31, 2025 „Það er fyrsta svar mitt og annað svar mitt er að samningaviðræður, ef þær eru þá í gangi, ræðum við aldrei hér. Byrjum á því að vinna aftur, það er aðaláherslan mín,“ sagði Slot. Liverpool hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og féll einnig úr deildabikarnum með 3-0 tapi gegn Crystal Palace á miðvikudagskvöld. Slot bjó til talsverða umræðu í öllum miðlum eftir deildabikarleikinn á miðvikudag með því að halda því fram að hann væri ekki með breiðan hóp, þrátt fyrir að félagið hafi eytt meira en fjögur hundruð milljónum punda (66 milljörðum króna) á leikmannamarkaðnum í sumar. „Okkur skortir ekkert. Ég er ánægður með að þú skulir spyrja þessarar spurningar því ég er fullkomlega ánægður með liðið og alla þá hæfileika sem við höfum og ég er líka alveg sannfærður um stefnuna og stefnumótunina sem við höfum. Það sem býr til vandamálið, ef þú kallar það vandamál, er að ekki allir hafa fengið almennilegt undirbúningstímabil eða hafa verið meiddir.“ „Við höfum þurft að spila marga útileiki með aðeins tveggja daga hvíld á milli og það hefði verið erfitt fyrir leikmenn okkar á síðasta tímabili, og leikmenn sem hafa verið heilir allt undirbúningstímabilið. Þetta hefur ekkert með breidd hópsins að gera, þetta snýst um hvernig okkur hefur gengið á tímabilinu hvað varðar meiðsli leikmanna og framboð á leikmönnum,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Slot skrifaði undir þriggja ára samning þegar hann gekk til liðs við félagið árið 2024 og búist var við að Hollendingurinn myndi skrifa undir nýjan samning eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili. Titilvörn Rauða hersins hefur hins vegar gengið hræðilega og lið Slot hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Þegar Slot var spurður um stöðu eigin samningsmála á blaðamannafundi í gær sagði hann: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á. Ég einbeiti mér alfarið að því að koma Liverpool aftur á sigurbraut,“ sagði Arne Slot. 🗣️ Arne Slot on his contract talks with #LFC"This is the last question I was expecting! My focus is completely on getting Liverpool back on winning ways." pic.twitter.com/w9lXbcsi5p— Empire of the Kop (@empireofthekop) October 31, 2025 „Það er fyrsta svar mitt og annað svar mitt er að samningaviðræður, ef þær eru þá í gangi, ræðum við aldrei hér. Byrjum á því að vinna aftur, það er aðaláherslan mín,“ sagði Slot. Liverpool hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og féll einnig úr deildabikarnum með 3-0 tapi gegn Crystal Palace á miðvikudagskvöld. Slot bjó til talsverða umræðu í öllum miðlum eftir deildabikarleikinn á miðvikudag með því að halda því fram að hann væri ekki með breiðan hóp, þrátt fyrir að félagið hafi eytt meira en fjögur hundruð milljónum punda (66 milljörðum króna) á leikmannamarkaðnum í sumar. „Okkur skortir ekkert. Ég er ánægður með að þú skulir spyrja þessarar spurningar því ég er fullkomlega ánægður með liðið og alla þá hæfileika sem við höfum og ég er líka alveg sannfærður um stefnuna og stefnumótunina sem við höfum. Það sem býr til vandamálið, ef þú kallar það vandamál, er að ekki allir hafa fengið almennilegt undirbúningstímabil eða hafa verið meiddir.“ „Við höfum þurft að spila marga útileiki með aðeins tveggja daga hvíld á milli og það hefði verið erfitt fyrir leikmenn okkar á síðasta tímabili, og leikmenn sem hafa verið heilir allt undirbúningstímabilið. Þetta hefur ekkert með breidd hópsins að gera, þetta snýst um hvernig okkur hefur gengið á tímabilinu hvað varðar meiðsli leikmanna og framboð á leikmönnum,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira