Blaðamönnum frá DV fjölgar á Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 13:30 Fréttablaðið hefur undanfarið ár sankað að sér blaðamönnum frá DV. Vísir/Vilhelm Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem aðeins er beðið samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Segja má að Fréttablaðið taki forskot á samrunann með ráðningu Einars Þórs sem hittir fyrir fjölmarga fyrrum kollega af DV á Fréttablaðinu. Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva hafa þegar horfið frá DV til Fréttablaðsins og Hringbrautar auk Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Tilkynnt var um stórar breytingar í ritstjórateyminu hjá Fréttablaðinu og Hringbraut. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, ritstjóra vefs Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Kristján Kormákur var tilkynntur sem einn ritstjóri vefs Hringbrautar og Fréttablaðsins. Einar Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. „Það eru spennandi tímar í vændum hjá Torgi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Mitt hlutverk verður að taka þátt í frekari uppbyggingu á vefmiðlum Torgs, Fréttablaðinu og Hringbraut, undir stjórn Kristjóns Kormáks sem ég þekki vel frá því að við vorum saman á DV. Hjá Torgi starfa margir af bestu blaðamönnum landsins og það er heiður að slást í lið með svo öflugum hópi fólks.“ Einar hafði starfað á DV samfleytt frá árinu 2007 þar sem hann var blaðamaður, fréttastjóri og síðar aðstoðarritstjóri. Hann er með B.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Kristjón segir að Einar muni fyrst um sinn gegna stöðu blaðamanns á vefsíðum Hringbrautar og Fréttablaðsins. Hann sé mikill fengur og reynslubolti. Einar Þór er ekki sá eini sem yfirgefur herbúðir DV þessa dagana. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem aðeins er beðið samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Segja má að Fréttablaðið taki forskot á samrunann með ráðningu Einars Þórs sem hittir fyrir fjölmarga fyrrum kollega af DV á Fréttablaðinu. Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva hafa þegar horfið frá DV til Fréttablaðsins og Hringbrautar auk Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Tilkynnt var um stórar breytingar í ritstjórateyminu hjá Fréttablaðinu og Hringbraut. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, ritstjóra vefs Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Kristján Kormákur var tilkynntur sem einn ritstjóri vefs Hringbrautar og Fréttablaðsins. Einar Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. „Það eru spennandi tímar í vændum hjá Torgi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Mitt hlutverk verður að taka þátt í frekari uppbyggingu á vefmiðlum Torgs, Fréttablaðinu og Hringbraut, undir stjórn Kristjóns Kormáks sem ég þekki vel frá því að við vorum saman á DV. Hjá Torgi starfa margir af bestu blaðamönnum landsins og það er heiður að slást í lið með svo öflugum hópi fólks.“ Einar hafði starfað á DV samfleytt frá árinu 2007 þar sem hann var blaðamaður, fréttastjóri og síðar aðstoðarritstjóri. Hann er með B.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Kristjón segir að Einar muni fyrst um sinn gegna stöðu blaðamanns á vefsíðum Hringbrautar og Fréttablaðsins. Hann sé mikill fengur og reynslubolti. Einar Þór er ekki sá eini sem yfirgefur herbúðir DV þessa dagana. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira