Undanfarnir dagar aðeins „upphitun fyrir mjög langt hlaup“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 14:34 Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Vísir/vilhelm Aðgerðir almannavarna undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar eru aðeins upphitun fyrir langhlaup. Þá verður faraldur veirunnar að öllum líkindum ekki genginn yfir innan fárra vikna, líkt og margir hafa vonast til. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fram kom á fundinum að vel yfir hundrað sýni hafa nú verið tekin vegna veirunnar og rúmlega 300 manns eru í sóttkví. Líkt og áður hefur komið fram eru tíu af ellefu tilfellum rakin til Ítalíu en hið ellefta til Austurríkis. Öll staðfest smit eru enn bundin við höfuðborgarsvæðið. Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Sjá einnig: Össur hættir við árshátíð um helgina Víðir vakti máls á því á fundinum að þegar hættumat af völdum veirunnar á heimsvísu væri skoðað væri oft talað um að svona faraldur gengi yfir á einhverjum vikum; átta, tólf, fjórtán eða hvað það nú væri. Það væri jafnframt mikilvægur hluti af vinnu almannavarna nú að horfa fram í tímann. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir kvaðst þó vilja vekja athygli á því að þrátt fyrir að almannavarnir væru á fullri ferð, og hefðu verið það undanfarnar vikur, væri aðeins um að ræða „upphitun fyrir mjög langt hlaup“. Almannavarnir eigi eftir að vera til taks, tala saman og fara yfir hlutina í einhverja mánuði. Víðir sagðist einnig hafa fengið fjölda SMS-skilaboða frá fólki sem spurði hann hvort veiran yrði ekki gengin yfir eftir tvær vikur. Víðir sagði að fólk þyrfti að vera undirbúið undir það að svo yrði ekki. Allar áætlanir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að unnið verði að þessu verkefni næstu mánuði. „Staðreyndin er sú að faraldur sem við erum ekki með neinar varnir gegn, hann tekur töluverðan tíma að ganga yfir,“ segir Víðir. „Við verðum að vera vakandi fyrir því að við erum rétt að byrja í einhverju ferðalagi. Við vitum sirka hvernig það mun vera en vitum ekki hvað það varir í langan tíma.“ Hér að neðan má sjá upplýsingafundinn í heild sinni. Klippa: Útbreiðsla kórónuveiru - Fimmti blaðamannafundur Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Aðgerðir almannavarna undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar eru aðeins upphitun fyrir langhlaup. Þá verður faraldur veirunnar að öllum líkindum ekki genginn yfir innan fárra vikna, líkt og margir hafa vonast til. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fram kom á fundinum að vel yfir hundrað sýni hafa nú verið tekin vegna veirunnar og rúmlega 300 manns eru í sóttkví. Líkt og áður hefur komið fram eru tíu af ellefu tilfellum rakin til Ítalíu en hið ellefta til Austurríkis. Öll staðfest smit eru enn bundin við höfuðborgarsvæðið. Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Sjá einnig: Össur hættir við árshátíð um helgina Víðir vakti máls á því á fundinum að þegar hættumat af völdum veirunnar á heimsvísu væri skoðað væri oft talað um að svona faraldur gengi yfir á einhverjum vikum; átta, tólf, fjórtán eða hvað það nú væri. Það væri jafnframt mikilvægur hluti af vinnu almannavarna nú að horfa fram í tímann. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir kvaðst þó vilja vekja athygli á því að þrátt fyrir að almannavarnir væru á fullri ferð, og hefðu verið það undanfarnar vikur, væri aðeins um að ræða „upphitun fyrir mjög langt hlaup“. Almannavarnir eigi eftir að vera til taks, tala saman og fara yfir hlutina í einhverja mánuði. Víðir sagðist einnig hafa fengið fjölda SMS-skilaboða frá fólki sem spurði hann hvort veiran yrði ekki gengin yfir eftir tvær vikur. Víðir sagði að fólk þyrfti að vera undirbúið undir það að svo yrði ekki. Allar áætlanir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að unnið verði að þessu verkefni næstu mánuði. „Staðreyndin er sú að faraldur sem við erum ekki með neinar varnir gegn, hann tekur töluverðan tíma að ganga yfir,“ segir Víðir. „Við verðum að vera vakandi fyrir því að við erum rétt að byrja í einhverju ferðalagi. Við vitum sirka hvernig það mun vera en vitum ekki hvað það varir í langan tíma.“ Hér að neðan má sjá upplýsingafundinn í heild sinni. Klippa: Útbreiðsla kórónuveiru - Fimmti blaðamannafundur
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28