Allir starfsmenn arkitektastofu í sóttkví: „Allir komnir með vinnustöð heima“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. mars 2020 19:30 Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi arkitektastofunnar T.ark, segist hafa það gott í sóttkvínni. Eigandi arkitektastofu segir stemninguna hafa verið einkennilega þegar fyrst fréttist að samstarfsfélagi væri smitaður af kórónuveirunni, fyrstur Íslendinga. Nú vinna hins vegar allir að heiman og nota forritið Skype á vinnufundum. Um er að ræða arkitektastofuna T.ark en þar vinna um 20 manns. Maðurinn, sem hafði verið á Ítalíu, mætti til vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann greindist. Hann sagði samstarfsmönnum sínum strax frá stöðunni um miðjan dag síðastliðinn föstudag. „Það var mjög einkennilegt, svo ég kannski noti mjög vægt orð. Hann var bara í hátalaranum í símanum við alla starfsmenn. Hann var hress og kátur sem var fyrsti léttirinn miðað við allar fréttir. Svo leið föstudagurinn en við vorum öll saman á föstudeginum þangað til maðurinn í geimbúningnum mætti",“ segir Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi T.ark. Þau pöntuðu pizzur og drukku rauðvín sem til var á stofunni. Um klukkan níu um kvöldið var búið að taka sýni úr öllum og flestir fóru heim. Allir komnir með vinnustöð heima Næstu dagar fóru í að hringja í viðskiptavini sem höfðu komið inn á stofuna á þeim tíma sem hætta var á smiti og að ákveða næstu skref, nú þegar allur vinnustaðurinn var kominn í sóttkví. „Það eru bara allir komnir með vinnustöð heima. Það er tölvusérfræðingur hjá okkur sem er búinn að tengja alla,“ segir Ásgeir. Starfsmenn tali saman í síma og tölvupósti og þá er forritið Skype notað á fundum við viðskiptavini. „Það eru viðskiptavinirnir okkar sem er þolandinn. Við náum ekki að gera allt sem við áttum að gera. Ég atti að vera með kynningarfund á mánudag fyrir sveitarfélag til dæmis,“ segir Ásgeir sem annars hefur það nokkuð gott í sóttkvínni. „Ég átti reyndar að fara til útlanda á laugardaginn í sólina að spila golf þannig það var mesta svekkelsið fyrir mig. En þetta er allt í lagi maður þarf bara að hugsa þetta aðeins öðruvísi. Panta inn matinn á netinu og svona praktísk mál en annars gengur lífið bara sinn vanagang,“ segir Ásgeir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Eigandi arkitektastofu segir stemninguna hafa verið einkennilega þegar fyrst fréttist að samstarfsfélagi væri smitaður af kórónuveirunni, fyrstur Íslendinga. Nú vinna hins vegar allir að heiman og nota forritið Skype á vinnufundum. Um er að ræða arkitektastofuna T.ark en þar vinna um 20 manns. Maðurinn, sem hafði verið á Ítalíu, mætti til vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann greindist. Hann sagði samstarfsmönnum sínum strax frá stöðunni um miðjan dag síðastliðinn föstudag. „Það var mjög einkennilegt, svo ég kannski noti mjög vægt orð. Hann var bara í hátalaranum í símanum við alla starfsmenn. Hann var hress og kátur sem var fyrsti léttirinn miðað við allar fréttir. Svo leið föstudagurinn en við vorum öll saman á föstudeginum þangað til maðurinn í geimbúningnum mætti",“ segir Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi T.ark. Þau pöntuðu pizzur og drukku rauðvín sem til var á stofunni. Um klukkan níu um kvöldið var búið að taka sýni úr öllum og flestir fóru heim. Allir komnir með vinnustöð heima Næstu dagar fóru í að hringja í viðskiptavini sem höfðu komið inn á stofuna á þeim tíma sem hætta var á smiti og að ákveða næstu skref, nú þegar allur vinnustaðurinn var kominn í sóttkví. „Það eru bara allir komnir með vinnustöð heima. Það er tölvusérfræðingur hjá okkur sem er búinn að tengja alla,“ segir Ásgeir. Starfsmenn tali saman í síma og tölvupósti og þá er forritið Skype notað á fundum við viðskiptavini. „Það eru viðskiptavinirnir okkar sem er þolandinn. Við náum ekki að gera allt sem við áttum að gera. Ég atti að vera með kynningarfund á mánudag fyrir sveitarfélag til dæmis,“ segir Ásgeir sem annars hefur það nokkuð gott í sóttkvínni. „Ég átti reyndar að fara til útlanda á laugardaginn í sólina að spila golf þannig það var mesta svekkelsið fyrir mig. En þetta er allt í lagi maður þarf bara að hugsa þetta aðeins öðruvísi. Panta inn matinn á netinu og svona praktísk mál en annars gengur lífið bara sinn vanagang,“ segir Ásgeir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira