Útgerðarfélag Reykjavíkur unir illa dómi héraðsdóms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 18:53 Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. skoðar nú stöðu sína eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi félagið til þess að greiða þrotabúi Glitnis um tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga frá árinu 2008. Félagið unir illa dómnum „sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu,“ eins og segir í tilkynningu ÚR.Sjá einnig: Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Í tilkynningu kemur fram að félagið telji þrotabú Glitnis ekki aðila málsins „vegna þess að það afsalaði sér hinum meintu kröfum með sk. stöðugleikasamkomulagi við íslenska ríkið í desember 2015 áður en ÚR var stefnt í apríl 2016.“ Vill ÚR meina að allir ársreikningar Glitnis frá frá árunum 2015 til 2019 sem og ríkisreikningur fyrir árið 2016 staðfesti að umræddar kröfur séu ekki á meðal eigna þrotabúsins heldur ríkissjóðs: „Héraðsdómur átti að vísa málinu frá vegna þess að ÚR er dæmt til að greiða aðila sem á ekki þessa meinta kröfu. Eftir að málið var dómtekið hefur komið fram í mati ríkisendurskoðanda, sem framkvæmdastjóri ÚR hefur undir höndum, að umræddar kröfur eru í eigu ríkisjóðs. ÚR óskaði eftir því fyrir dómi að stöðugleikasamningurinn yrði gerður opinber og lagður fyrir dóminn og var framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands kallaður fyrir með samninginn, en hann óhlýðnaðist dómara og neitaði að mæta með samninginn. Vitnisburður framkvæmdastjórans hjá Seðlabanka Íslands, stangast á við fullyrðingar í ársreikningum Glitnis 2015 til 2019, ríkisreikningi fyrir 2016 og Ríkisendurskoðanda. ÚR unir illa úrskurði héraðsdóms sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu. Það skýtur skökku við þegar gerðar eru auknar kröfur af almenningi og hinu opinbera til einkaaðila um gagnsæi að opinberir aðilar haldi kyrfilega leyndum samningum sem þeir gera við þrotabú í eigu erlendra huldusjóða og hindri þannig framgang eðlilegrar réttvísi hér á landi,“ segir í tilkynningunni en undir hana ritar Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. skoðar nú stöðu sína eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi félagið til þess að greiða þrotabúi Glitnis um tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga frá árinu 2008. Félagið unir illa dómnum „sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu,“ eins og segir í tilkynningu ÚR.Sjá einnig: Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Í tilkynningu kemur fram að félagið telji þrotabú Glitnis ekki aðila málsins „vegna þess að það afsalaði sér hinum meintu kröfum með sk. stöðugleikasamkomulagi við íslenska ríkið í desember 2015 áður en ÚR var stefnt í apríl 2016.“ Vill ÚR meina að allir ársreikningar Glitnis frá frá árunum 2015 til 2019 sem og ríkisreikningur fyrir árið 2016 staðfesti að umræddar kröfur séu ekki á meðal eigna þrotabúsins heldur ríkissjóðs: „Héraðsdómur átti að vísa málinu frá vegna þess að ÚR er dæmt til að greiða aðila sem á ekki þessa meinta kröfu. Eftir að málið var dómtekið hefur komið fram í mati ríkisendurskoðanda, sem framkvæmdastjóri ÚR hefur undir höndum, að umræddar kröfur eru í eigu ríkisjóðs. ÚR óskaði eftir því fyrir dómi að stöðugleikasamningurinn yrði gerður opinber og lagður fyrir dóminn og var framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands kallaður fyrir með samninginn, en hann óhlýðnaðist dómara og neitaði að mæta með samninginn. Vitnisburður framkvæmdastjórans hjá Seðlabanka Íslands, stangast á við fullyrðingar í ársreikningum Glitnis 2015 til 2019, ríkisreikningi fyrir 2016 og Ríkisendurskoðanda. ÚR unir illa úrskurði héraðsdóms sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu. Það skýtur skökku við þegar gerðar eru auknar kröfur af almenningi og hinu opinbera til einkaaðila um gagnsæi að opinberir aðilar haldi kyrfilega leyndum samningum sem þeir gera við þrotabú í eigu erlendra huldusjóða og hindri þannig framgang eðlilegrar réttvísi hér á landi,“ segir í tilkynningunni en undir hana ritar Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
„Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00
Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38